Tæplega fimm þúsund íbúðir í byggingu

Af íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu eru flestar í fjölbýli …
Af íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu eru flestar í fjölbýli eða um 4.466 og hefur þeim fjölgað frá því í mars um 771 eða um 21 prósent. Á sama tíma hefur sérbýli í byggingu fækkað um fimm prósent og eru þau nú 379. mbl.is/​Hari

Rétt tæplega fimm þúsund íbúðir eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýlegri talningu Samtaka iðnaðarins.

Hefur íbúðum í byggingu fjölgað um átján prósent frá því í mars þegar síðasta talning fór fram. Langflestar íbúðanna eru í fjölbýli, eða um 4.466 af þeim 4.854 íbúðum sem eru í byggingu.

Hlutfall nýbygginga af heildarfjölda íbúðarhúsnæðis er hæst í Mosfellsbæ þar sem það er 15,1 prósent af heildarfjölda íbúða í sveitarfélaginu í ársbyrjun, meðaltalið er 5,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert