Krefjast þjóðarátaks í húsnæðismálum

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður ...
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að loknum fundinum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Starfsgreinasamband Íslands hefur sent frá sér tvær kröfugerðir sem voru samþykktar á samninganefndarfundi sambandsins í dag. Kröfugerðirnar snúa annars vegar að stjórnvöldum og hins vegar að atvinnurekendum.

Fram kemur í kröfugerðinni gagnvart stjórnvöldum að þær launahækkanir sem samið hefur verið um síðustu ár hafi skilað sér mjög misjafnlega til launafólks á Íslandi. Stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð á bættum launakjörum með endurskoðun skatta- og bótakerfisins og stórátaki í húsnæðismálum. „Tugir þúsunda félagsmanna hafa tekið þátt í mótun kröfugerðar og er það samdóma álit að spjótin beinist að stjórnvöldum í komandi kjaraviðræðum,“ segir í kröfugerðinni.

Þess er krafist að lægstu laun verði skattfrjáls með tvöföldun persónuafsláttar, sem verði stiglækkandi með hærri tekjum. Álagning tekjuskattkerfisins á lægri og hærri tekjuhópa verði líkari því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.

Fjármagnseigendur verði ekki undanskildir ábyrgð og fjármagnstekjuskattur verði hækkaður til samræmis við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.

Breytingar á lagaumhverfi leigumarkaðar

Í kröfugerðinni er farið fram á að gert verði þjóðarátak í húsnæðismálum, sambærilegt að vöxtum og áhrifum og verkamannabústaðakerfið sem var og hét. Ráðist verði í sameiginlegt átak ríkis, sveitarfélaga og lífeyrissjóða til að gera það að veruleika.

Breytingar verði gerðar á lagaumhverfi leigumarkaðar í þá veru að takmarka skammtímaútleigu íbúðarhúsnæðis í ferðaþjónustu, húsnæðisstuðningur (húsnæðis- og vaxtabætur) verði stórlega efldur og dregið verði úr skerðingum vegna tekna og eigna.

Barnabætur hækkaðar og verðtrygging afnumin

Barnabætur verði hækkaðar og dregið úr skerðingum þannig að skerðingar komi ekki til áhrifa undir lágmarkstekjum og skerðingarviðmið fylgi síðan launaþróun. Þá þurfi að hækka vaxta- og húsnæðisbætur og draga úr skerðingum vegna tekna og eigna.

Einnig er lögð áhersla á að öryrkjar og aldraðir njóti sömu kjarahækkana og launafólk á almenna vinnumarkaðnum.

Þess er krafist að verðtrygging á neytendalánum verði afnumin, um leið og komið verði í veg fyrir að lántökukostnaður flytjist aftur á lántaka með öðrum leiðum. Húsnæðisliður verði tekinn út úr lögum um vexti og verðtryggingu. Seðlabankinn stuðli að lækkun stýrivaxta og þak verði sett á húsnæðisvexti með það að markmiði að ná hér vaxtakjörum sem eru sambærileg því sem tíðkast í nágrannalöndunum. 

Fæðingarorlof beggja foreldra verði lengt í samtals allt að 18-24 mánuði til að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað og til að búa barnafjölskyldum betra líf.

Tekið verði á brotastarfsemi á vinnumarkaði 

Styrkja þarf lagaumhverfi, samkvæmt kröfugerðinni, til að taka á brotastarfsemi á vinnumarkaði og kjarasamningsbrot verði gerð refsiverð með skýrum hætti og sektir lögfestar við slíkum brotum.

Vinnustaðaeftirlit stéttarfélaga skal einnig eflt og einnig verði komið á reglubundnu og stórefldu samstarfi stéttarfélaga við Vinnueftirlit ríkisins, Vinnumálastofnun, ríkisskattstjóra, lögregluna, heilbrigðiseftirlitið og aðra eftirlitsaðila vegna brota gegn starfsfólki hvað varðar launagreiðslur, aðbúnað í vinnu og húsakost.

Sameina skal Vinnumálastofnun og Vinnueftirlit ríkisins í eina öfluga stofnun með nægt fjármagn til að sinna eftirlitshlutverki. Auka þarf aðhald frá stjórnvöldum gagnvart þeim stofnunum sem ber samkvæmt lögum að hafa eftirlit með brotastarfsemi á vinnumarkaði.

Alþjóðasáttmálar verði virtir varðandi mansalsmál og aðgerðaáætlun staðfest og fjármögnuð.

Tekið verði á kennitöluflakki með skýrum og ábyrgum hætti með það fyrir augum að stöðva kennitöluflakk.

Kröfugerð SGS gagnvart SA

Í kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart Samtökum atvinnulífsins kemur fram að forsendur þess að kjarasamningar verið undirritaðir séu að launafólk geti framfleytt sér á dagvinnulaunum og þau mæti opinberum framfærsluviðmiðun. Hækkun lægstu launa skal vera í forgangi.

Nýr kjarasamningur skal gilda frá því síðasti samningur rann út, eða frá 1. janúar 2019, og skal vera afturvirkur dragist að ná samningum. Stefnt er að því semja til þriggja ára en þó með skýrum og mælanlegum forsenduákvæðum. Samið skal um krónutöluhækkanir sem almennar hækkanir. Tekjutrygging skal afnumin og lægstu taxtar skulu vera lægstu grunnlaun.

425 þúsund króna lágmarkslaun

Fram kemur að lágmarkslaun verði 425.000 krónur í lok samningstímans að því gefnu að ekki komi til umtalsverðra skattkerfisbreytinga. Launataflan verði endurskoðuð og einfölduð verulega. Fjöldi þrepa verði aukinn þannig að starfsaldursþrep miðist við eins árs, 3 ára, 7 ára og 10 ára þrep. 

Ungmennalaun yfir 18 ára aldri verði afnumin en þess í stað miðist grunnlaun við 18 ára aldur.

Sett skulu inn ákvæði sem takmarka heimildir atvinnurekanda til að gera húsaleigu hluta af ráðningarkjörum. Heimilað skal eftirlit með slíkum ráðningarkjörum.

Húsaleiga skal ekki nema meira en tilteknu hlutfalli af heildarlaunum á mánaðargrundvelli, samkvæmt kröfugerðinni. Þar er gerð sú krafa að húsaleiga sé ekki rukkuð nema samkvæmt þinglýstum húsaleigusamningi, sé í samræmi við eðlilegt leiguverð og að umsamin upphæð húsaleigu sé þá hluti af ráðningarsamningi sem stéttarfélagi sé heimilt að skoða.

mbl.is

Innlent »

Fjórir í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

19:02 Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld varðar málið innflutning á yfir tíu kílóum af kókaíni, en það vildi lögregla ekki staðfesta. Meira »

Vantar ákvæði um auðkennaþjófnað

18:22 Engin ákvæði eru í hegningarlögum um auðkennaþjófnað sem gerir ákæruvaldinu erfitt fyrir að sækja slík mál að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Ekki var talið líklegt að sakfelling næðist í máli þar sem maður þóttist vera annar maður til þess að nauðga. Meira »

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

18:05 Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

17:50 Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Skipaumferð eykst við Húsavík

17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »

Enginn bilbugur á Ólafi og félögum

15:05 „Þetta er vösk sveit eins og menn sjá langar leiðir,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem segir enga þreytu í hópnum vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann sem hefur farið fram þrjár síðustu nætur. Meira »

Vilja innlegg íbúa við gerð nýs leiðanets

14:44 Vinna er hafin við nýtt leiðanet Strætó sem er skipulagt með það að markmiði að tengja vagna Strætó við fyrsta áfanga Borgarlínu. Þá kalla skipulagsbreytingar á Hlemmi og umferðarmiðstöð BSÍ einnig á breytingu á núverandi leiðakerfi. Meira »

Samið um lengri hálendisvakt í sumar

14:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur annað árið í röð ákveðið að auka framlag ráðuneytisins til Hálendisvaktar björgunarsveitanna til þess að unnt verði að hefja viðveru á hálendinu hálfum mánuði fyrr en ella. Viðbótarframlagið nemur 900 þúsund krónum. Meira »

„Það er alltaf sama ákallið“

14:15 „Það er alltaf sama ákallið. Það þyrfti að koma aftur á láglendisgæslu björgunarsveitanna á þessum fjölförnu stöðum á Suðurlandi, fá lögreglubíl staðsettan í Öræfin og hafa staðbundinn hjúkrunarfræðing innan Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar á Höfn. Meira »

Klaustursmálið í höndum siðanefndar

13:45 Forsætisnefnd Alþingis á eftir að funda vegna úrskurðar Persónuverndar sem var kveðinn upp í Klaustursmálinu. Nefndin vísaði málinu til siðanefndar til efnislegrar umfjöllunar og er það í höndum hennar eins og staðan er núna. Meira »

„Gefum börnum tækifæri á að tala“

13:45 „Rannsóknir hafa sýnt að yngra fólk er líklegra til þess að þróa með sér áfallastreitueinkenni í kjölfar kynferðisofbeldis en þeir sem eldri eru,“ segir Anna Þóra Kristinsdóttir, sálfræðingur hjá Stígamótum, sem kom að gerð skýrslu UNICEF um ofbeldi gagnvart börnum á Íslandi. Meira »

Veita viðurkenningu fyrir plastlausar lausnir

13:34 Umhverfisstofnun auglýsir nú eftir tilnefningum til nýrrar viðurkenningar sem hlotið hefur heitið Bláskelin. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Meira »

Ásetningur „einarður“ og brotin „alvarleg og óvenjuleg“

12:42 Ásetningur karlmanns á þrítugsaldri, sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, blekkingu og kúgun er sagður „einarður“ og brotin eru bæði „alvarleg og óvenjuleg,“ að því er segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Meira »
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...