Forysta Eflingar gagnrýnd harðlega

Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.
Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.

Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar voru harðlega gagnrýnd á fundi með starfsfólki félagsins fyrir að hafa í engu svarað gífuryrðum og hörðum árásum Gunnars Smára Egilssonar á starfsmann félagsins til áratuga, fjármálastjórann.

Kemur þetta fram í samtali við starfsmann félagsins. „Hver á fætur öðrum lýsti óánægju sinni með þegjandahátt tvímenninganna og frómt frá sagt var fátt um svör hjá Sólveigu Önnu [Jónsdóttur] og Viðari [Þorsteinssyni],“ segir starfsmaðurinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag

Þessara umræðna var í engu getið í yfirlýsingu „vegna umfjöllunar í fjölmiðlum“ sem Sólveig og Viðar birtu á vef Eflingar að fundi loknum. Þar var þó sagt að þau bæru traust til starfsfólksins.

Fyrst var fjallað um málefni Eflingar í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu á laugardag og er hún birt hér að neðan:

Óvinveitt yfirtaka á Eflingu?

Ekki er allt með felldu í Eflingu stéttarfélagi, einkum á skrifstofu félagsins, en þar starfa um 50 manns, hjá þessu næststærsta stéttarfélagi landins, sem telur yfir 19 þúsund manns. Samkvæmt upplýsingum blaðamanns er loft lævi blandið á skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri eru sögð stjórna með harðri hendi og starfsfólki jafnvel hótað áminningu í starfi af minna en engu tilefni.

Sólveig Anna formaður frá því í vor, bar við trúnaði við starfsmenn og neitaði að svara efnislega, þegar hún var spurð um ástæður þess að tveir af reynslumestu starfsmönnum félagsins, fjármálastjórinn og bókari, eru komnir í ótímagreint veikindaleyfi. Ástæðan er m.a. sú, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að fjármálastjórinn neitaði að greiða háan innsendan reikning frá Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, formanns Sósíalistaflokksins, helsta bakhjarls Sólveigar Önnu í baráttunni um formennskuna, án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar Eflingar fyrir greiðslu reikningsins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var þessi afgreiðsluháttur fjármálastjórans byggður á áratuga hefðum og hefur aldrei verið vefengdur, þar til nú.

 Hallarbylting í vor

Mönnum er í fersku minni þegar hallarbylting var gerð í félaginu snemma á þessu ári og B-listi undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, sem var rækilega studd af Sósíalistaflokki Gunnars Smára Egilssonar tók völdin og felldi lista Sigurðar Bessasonar og félaga. Ekki má gleyma því að kosningaþátttaka var einungis um 10%. B- listinn fékk átta stjórnarmenn en A-listinn sjö.

Sólveig Anna kom svo til fundar á skrifstofu Eflingar, vopnuð hægri hönd sinni, Viðari Þorsteinssyni, og kynnti hann til sögunnar á fundinum sem sinn næstráðanda og rak þannig skrifstofustjórann, Þráin Hallgrímsson, nánast í beinni útsendingu og án þess að eiga orðastað við hann um þessa fyrirætlan sína. Áður höfðu Sólveig Anna og Viðar losað sig við hagfræðing félagsins, Hörpu Ólafsdóttur.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun tvíeykið, Sólveig Anna og Viðar, hafa gefið það út að ekki yrði um frekari hreinsanir á skrifstofu Eflingar að ræða, af þeirra hálfu.

En það kom babb í bátinn, því Alda Lóa Leifsdóttir er sögð hafa mætt á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni 1, fyrir skemmstu, þar sem hún hitti fjármálastjóra Eflingar í áratugi að máli og Alda Lóa lagði fram digran reikning, upp á um eina milljón króna, eftir því sem næst verður komist, og vildi fá reikninginn greiddan m.a. vegna ljósmynda sem hún hefði tekið í þágu Eflingar. Áður hafði Alda Lóa fengið um 4 milljónir króna greiddar vegna svipaðra verkefna og gerðar myndbands, sem meirihluti stjórnar hafði samþykkt.

Svör fjármálastjórans munu hafa verið á þann veg að svona háa reikninga gæti hún ekki greitt öðruvísi en ákvörðun stjórnar Eflingar fyrir útgjöldunum lægi fyrir.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa vinnubrögð fjármálastjórans, áður gjaldkerans, sem lýst er hér að ofan, í áratugi verið sögð einkennandi fyrir hennar ábyrgu afstöðu í starfi. Hún starfi samkvæmt grundvallarreglum og hafi ávallt gert. Um þetta ber viðmælendum Morgunblaðsins saman, hvort sem um óbreytta félagsmenn í Eflingu er að ræða eða núverandi og fyrrverandi starfsmenn. Þeir segja að hún hafi verið einstaklega farsæll starfsmaður í gegnum tíðina og mikill fengur hafi verið í henni. Fjármálastjórinn hóf fyrst störf hjá Gvendi Jaka (Guðmundi J. Guðmundssyni) snemma á áttunda áratug síðustu aldar, þegar hann var formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Það var svo snemma á tíunda áratugnum sem hún tók við gjaldkerastarfinu hjá Eflingu.

Við þessa afstöðu fjármálastjórans hljóp þeim Sólveigu Önnu og Viðari kapp í kinn og þau vildu leiðrétta það hið snarasta hver tæki ákvarðanir á skrifstofu Eflingar, hvort sem það varðaði ákvarðanir um fjármál eða annað.

Og ekki batnaði andrúmsloftið þegar ljóst varð að bókari á skrifstofu Eflingar til fimmtán ára tók eindregna afstöðu með fjármálastjóranum, sem varð til þess að hún féll líka í ónáð hjá hinu ráðandi tvíeyki, Sólveigu Önnu og Viðari.

Bæði fjármálastjórinn og bókarinn eru komnar í ótímagreint veikindafrí frá störfum sínum á skrifstofu Eflingar, eftir því sem næst verður komist, og sömuleiðis hefur blaðamaður heimildir fyrir því að þeirra mál gagnvart Eflingu séu nú í höndum lögfræðinga þeirra. Hvorug vildi ræða við blaðamann, þegar eftir því var leitað.

Sólveig Anna var í ljósi þess sem hefur verið að gerast á skrifstofu Eflingar að undanförnu, spurð hvort draga mætti þá ályktun að Sósíalistaflokkurinn væri að taka yfir öll völd í 19 þúsund manna stéttarfélagi: „Ég held bara að ég svari þessu þannig, að ég hljóti að vera bundin fullum trúnaði um þessi mál og ég kýs að tjá mig ekki um innri mál skrifstofunnar, sökum trúnaðar við starfsfólk,“ sagði Sólveig Anna.

 „Jahá! Plot thickens!“

Blaðamaður sagði formanni Eflingar, að samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafi fjármálastjóri Eflingar í áratugi neitað að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur háan reikning, nema hann væri uppáskrifaður og samþykktur af stjórn Eflingar. Við þessi tíðindi hafi hún, formaður félagsins og hennar nánasti samstarfsmaður, Viðar Þorsteinsson, brugðist ókvæða við og nú sé fjármálastjórinn auk bókara komnir í ótímagreint veikindaleyfi. Sólveig Anna var spurð hverju hún svaraði til um lýsingu atburða og hvort þetta væri ekki alvarleg vísbending um að Sósíalistaflokkurinn, í samvinnu við hana og Viðar, væri að reyna að taka Eflingu, 19 þúsund manna stéttarfélag og digra sjóði félagsins upp á 12 milljarða króna, yfir:

„Jahá! Plot thickens!“ sagði Sólveig Anna og bætti svo við: „Ég skal segja þér það í fullum trúnaði, að þarna er ekki rétt farið með, en að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um þetta mál.“

Þá var Sólveig Anna spurð hvort hún væri samþykk því að viðhalda þeirri hefð sem ríkt hefði í marga áratugi hjá Eflingu og forvera hennar Dagsbrún, allt frá dögum Gvendar Jaka, að hvorki formenn né æðstu starfsmenn félagsins væru nokkurn tíma prókúruhafar félagsins, þar sem meginreglan hafi verið sú að aðskilja ákvörðunarvaldið frá reikningshaldinu og útgáfu peningalegrar ábyrgðar og aftur neitaði formaðurinn að tjá sig og bar enn á ný fyrir sig trúnað við starfsmenn.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

20:24 „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »

Minnir á Bakkabræður

20:18 Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Meira »

Hagsýni er kvenfélagskonum í blóð borin

20:05 „Kvenfélög hafa nú sem endranær mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýmsum líknar- og velferðarmálum úti um allt land hefur mjög munað um framlag kvenfélaganna, enda er starfsemi félaganna öflug mjög víða, og áherslumál að styðja góð málefni í nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til 2017 var þetta samanlagt stuðningur upp á einn milljarð króna,“ segir Guðrún Þórðardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands. Meira »

„Ég var ekki aðalhönnuður verksins“

19:30 Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn. Meira »

Kvartað yfir aðstæðum í skólamötuneyti

19:11 Umboðsmaður barna sendi síðasta vor bréf til Hafnarfjarðarbæjar eftir að embættinu hafði borist ábending vegna aðstæðna í skólamötuneyti í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Meira »

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

18:57 Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Meira »

Músarrindill, glókollur og rjúpa

18:43 Fuglalífið í Hrísey hefur sjaldan verið blómlegra en nú. Þegar sumrin eru góð og áfallalaus verður viðkoma fuglanna góð og lífið dafnar. Alls verpa um 40 tegundir fugla í eynni og mér finnst alltaf ævintýrið eitt að fylgjast með lífi þeirra,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaáhugamaður á Akureyri. Hann á sínar rætur í Hrísey og hefur síðan í æsku fylgst vel með fuglalífinu þar. Meira »

„Innri endurskoðun hlífir engum“

18:41 „Það var gott að það var farið fram á að innri endurskoðun tæki út þessar framkvæmdir og viðhald við Írabakka,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, um úttekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Öðruvísi staðið að framkvæmdum núna

17:55 „Ég fagna því að það hafi verið ráðist í þessa úttekt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn um út­tekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Nauðganir öflugt vopn í stríði

17:55 Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sammerkt með kynlífi heldur er það glæpur og er notað sem valdatæki segir Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins. Nauðganir eru öflugt vopn á átakasvæðum og rödd Íslands skiptir máli þegar kemur að mannréttindum segir hann. Meira »

Hljóp á brott frá lögreglunni

17:52 Ökumaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði stöðvað í Grafarvogi vegna gruns um ölvunarakstur hljóp úr bíl sínum á brott frá lögreglunni um fimmleytið í dag. Meira »

Fiskeldi í Reyðarfirði fyrir dóm

17:50 Mál málsóknarfélagsins Náttúruverndar 2 á hendur Matvælastofnun og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15. nóvember. Meira »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »

EES-samningurinn ekki til endurskoðunar

17:01 Ekki kemur til greina að endurskoða EES-samning Íslands vegna úrskurða EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar þess efnis að ólögmætt sé að takmarka innflutning á fersku kjöti. „Það hvarflar ekki einu sinni að mér,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Meira »

2.000 klukkutímar vegna braggans

16:52 Yfir tvö þúsund klukkutímar fóru í verkefni tengd hönnun braggans í Nauthólsvík, samkvæmt reikningum sem Arkibúllan sendi eignasjóði Reykjavíkurborgar vegna hönnunarinnar. Þetta kemur fram í frétt DV. Meira »
Peysur
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Peysur Sími 588 8050. - vertu vinur...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið á: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cot...