Forysta Eflingar gagnrýnd harðlega

Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.
Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.

Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar voru harðlega gagnrýnd á fundi með starfsfólki félagsins fyrir að hafa í engu svarað gífuryrðum og hörðum árásum Gunnars Smára Egilssonar á starfsmann félagsins til áratuga, fjármálastjórann.

Kemur þetta fram í samtali við starfsmann félagsins. „Hver á fætur öðrum lýsti óánægju sinni með þegjandahátt tvímenninganna og frómt frá sagt var fátt um svör hjá Sólveigu Önnu [Jónsdóttur] og Viðari [Þorsteinssyni],“ segir starfsmaðurinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag

Þessara umræðna var í engu getið í yfirlýsingu „vegna umfjöllunar í fjölmiðlum“ sem Sólveig og Viðar birtu á vef Eflingar að fundi loknum. Þar var þó sagt að þau bæru traust til starfsfólksins.

Fyrst var fjallað um málefni Eflingar í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu á laugardag og er hún birt hér að neðan:

Óvinveitt yfirtaka á Eflingu?

Ekki er allt með felldu í Eflingu stéttarfélagi, einkum á skrifstofu félagsins, en þar starfa um 50 manns, hjá þessu næststærsta stéttarfélagi landins, sem telur yfir 19 þúsund manns. Samkvæmt upplýsingum blaðamanns er loft lævi blandið á skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri eru sögð stjórna með harðri hendi og starfsfólki jafnvel hótað áminningu í starfi af minna en engu tilefni.

Sólveig Anna formaður frá því í vor, bar við trúnaði við starfsmenn og neitaði að svara efnislega, þegar hún var spurð um ástæður þess að tveir af reynslumestu starfsmönnum félagsins, fjármálastjórinn og bókari, eru komnir í ótímagreint veikindaleyfi. Ástæðan er m.a. sú, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að fjármálastjórinn neitaði að greiða háan innsendan reikning frá Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, formanns Sósíalistaflokksins, helsta bakhjarls Sólveigar Önnu í baráttunni um formennskuna, án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar Eflingar fyrir greiðslu reikningsins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var þessi afgreiðsluháttur fjármálastjórans byggður á áratuga hefðum og hefur aldrei verið vefengdur, þar til nú.

 Hallarbylting í vor

Mönnum er í fersku minni þegar hallarbylting var gerð í félaginu snemma á þessu ári og B-listi undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, sem var rækilega studd af Sósíalistaflokki Gunnars Smára Egilssonar tók völdin og felldi lista Sigurðar Bessasonar og félaga. Ekki má gleyma því að kosningaþátttaka var einungis um 10%. B- listinn fékk átta stjórnarmenn en A-listinn sjö.

Sólveig Anna kom svo til fundar á skrifstofu Eflingar, vopnuð hægri hönd sinni, Viðari Þorsteinssyni, og kynnti hann til sögunnar á fundinum sem sinn næstráðanda og rak þannig skrifstofustjórann, Þráin Hallgrímsson, nánast í beinni útsendingu og án þess að eiga orðastað við hann um þessa fyrirætlan sína. Áður höfðu Sólveig Anna og Viðar losað sig við hagfræðing félagsins, Hörpu Ólafsdóttur.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun tvíeykið, Sólveig Anna og Viðar, hafa gefið það út að ekki yrði um frekari hreinsanir á skrifstofu Eflingar að ræða, af þeirra hálfu.

En það kom babb í bátinn, því Alda Lóa Leifsdóttir er sögð hafa mætt á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni 1, fyrir skemmstu, þar sem hún hitti fjármálastjóra Eflingar í áratugi að máli og Alda Lóa lagði fram digran reikning, upp á um eina milljón króna, eftir því sem næst verður komist, og vildi fá reikninginn greiddan m.a. vegna ljósmynda sem hún hefði tekið í þágu Eflingar. Áður hafði Alda Lóa fengið um 4 milljónir króna greiddar vegna svipaðra verkefna og gerðar myndbands, sem meirihluti stjórnar hafði samþykkt.

Svör fjármálastjórans munu hafa verið á þann veg að svona háa reikninga gæti hún ekki greitt öðruvísi en ákvörðun stjórnar Eflingar fyrir útgjöldunum lægi fyrir.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa vinnubrögð fjármálastjórans, áður gjaldkerans, sem lýst er hér að ofan, í áratugi verið sögð einkennandi fyrir hennar ábyrgu afstöðu í starfi. Hún starfi samkvæmt grundvallarreglum og hafi ávallt gert. Um þetta ber viðmælendum Morgunblaðsins saman, hvort sem um óbreytta félagsmenn í Eflingu er að ræða eða núverandi og fyrrverandi starfsmenn. Þeir segja að hún hafi verið einstaklega farsæll starfsmaður í gegnum tíðina og mikill fengur hafi verið í henni. Fjármálastjórinn hóf fyrst störf hjá Gvendi Jaka (Guðmundi J. Guðmundssyni) snemma á áttunda áratug síðustu aldar, þegar hann var formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Það var svo snemma á tíunda áratugnum sem hún tók við gjaldkerastarfinu hjá Eflingu.

Við þessa afstöðu fjármálastjórans hljóp þeim Sólveigu Önnu og Viðari kapp í kinn og þau vildu leiðrétta það hið snarasta hver tæki ákvarðanir á skrifstofu Eflingar, hvort sem það varðaði ákvarðanir um fjármál eða annað.

Og ekki batnaði andrúmsloftið þegar ljóst varð að bókari á skrifstofu Eflingar til fimmtán ára tók eindregna afstöðu með fjármálastjóranum, sem varð til þess að hún féll líka í ónáð hjá hinu ráðandi tvíeyki, Sólveigu Önnu og Viðari.

Bæði fjármálastjórinn og bókarinn eru komnar í ótímagreint veikindafrí frá störfum sínum á skrifstofu Eflingar, eftir því sem næst verður komist, og sömuleiðis hefur blaðamaður heimildir fyrir því að þeirra mál gagnvart Eflingu séu nú í höndum lögfræðinga þeirra. Hvorug vildi ræða við blaðamann, þegar eftir því var leitað.

Sólveig Anna var í ljósi þess sem hefur verið að gerast á skrifstofu Eflingar að undanförnu, spurð hvort draga mætti þá ályktun að Sósíalistaflokkurinn væri að taka yfir öll völd í 19 þúsund manna stéttarfélagi: „Ég held bara að ég svari þessu þannig, að ég hljóti að vera bundin fullum trúnaði um þessi mál og ég kýs að tjá mig ekki um innri mál skrifstofunnar, sökum trúnaðar við starfsfólk,“ sagði Sólveig Anna.

 „Jahá! Plot thickens!“

Blaðamaður sagði formanni Eflingar, að samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafi fjármálastjóri Eflingar í áratugi neitað að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur háan reikning, nema hann væri uppáskrifaður og samþykktur af stjórn Eflingar. Við þessi tíðindi hafi hún, formaður félagsins og hennar nánasti samstarfsmaður, Viðar Þorsteinsson, brugðist ókvæða við og nú sé fjármálastjórinn auk bókara komnir í ótímagreint veikindaleyfi. Sólveig Anna var spurð hverju hún svaraði til um lýsingu atburða og hvort þetta væri ekki alvarleg vísbending um að Sósíalistaflokkurinn, í samvinnu við hana og Viðar, væri að reyna að taka Eflingu, 19 þúsund manna stéttarfélag og digra sjóði félagsins upp á 12 milljarða króna, yfir:

„Jahá! Plot thickens!“ sagði Sólveig Anna og bætti svo við: „Ég skal segja þér það í fullum trúnaði, að þarna er ekki rétt farið með, en að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um þetta mál.“

Þá var Sólveig Anna spurð hvort hún væri samþykk því að viðhalda þeirri hefð sem ríkt hefði í marga áratugi hjá Eflingu og forvera hennar Dagsbrún, allt frá dögum Gvendar Jaka, að hvorki formenn né æðstu starfsmenn félagsins væru nokkurn tíma prókúruhafar félagsins, þar sem meginreglan hafi verið sú að aðskilja ákvörðunarvaldið frá reikningshaldinu og útgáfu peningalegrar ábyrgðar og aftur neitaði formaðurinn að tjá sig og bar enn á ný fyrir sig trúnað við starfsmenn.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »

EES-samningurinn ekki til endurskoðunar

17:01 Ekki kemur til greina að endurskoða EES-samning Íslands vegna úrskurða EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar þess efnis að ólögmætt sé að takmarka innflutning á fersku kjöti. „Það hvarflar ekki einu sinni að mér,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Meira »

2.000 klukkutímar vegna braggans

16:52 Yfir tvö þúsund klukkutímar fóru í verkefni tengd hönnun braggans í Nauthólsvík, samkvæmt reikningum sem Arkibúllan sendi eignasjóði Reykjavíkurborgar vegna hönnunarinnar. Þetta kemur fram í frétt DV. Meira »

Þetta ber Félagsbústöðum að bæta

16:50 Í samantekt á skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar vegna úttektar á viðhaldsverkefni Félagsbústaða við Írabakka 2 – 16 kemur fram að ráðast þurfi í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti Félagsbústaða. Meira »

Bað um afsögn stjórnarformanns

16:23 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, óskaði eftir afsögn Haraldar Flosa Tryggvasonar, stjórnarformanns Félagsbústaða, á fundi minnihlutans og stjórnarformannsins sem var haldinn í hádeginu í dag. Þetta kemur fram í samtali Kolbrúnar við blaðamann. Meira »

Stærsta veiðiferðin á Íslandsmiðum

16:20 Stærsta túr frystitogarans Blængs NK á Íslandsmiðum er nú lokið eftir 40 daga veiðiferð, en afli togarans var 900 tonn upp úr sjó, að verðmæti 225 milljóna króna. Blængur kom til hafnar í Neskaupstað í gær og var uppistaða aflans ufsi og karfi, en togarinn millilandaði á Akureyri 27. september. Meira »

Krefst svara um mál geðsjúkra fanga

16:03 Skortur á skýrum svörum bæði dómsmála- og heilbrigðisráðuneytis um hvað gera eigi til að tryggja mannréttindi geðsjúkra fanga með fullnægjandi hætti, hefur leitt til þess að umboðmaður Alþingis kynnti forsætisráðherra málið til að samhæfa stefnu og aðgerðir ráðherra. Meira »

Vilja rýmka tjáningarfrelsið

15:42 „Aðalmálið í öllum frumvörpunum er rýmkun tjáningarfrelsis,“ segir Eiríkur Jónsson, prófessor og formaður nefndar um umbætur á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis, við mbl.is. Nefndin kynnti tillögur að umbótum á þessum sviðum í Þjóðminjasafninu í dag. Meira »

Farið verði ofan í alla ferla

15:10 „Þarna eru vísbendingar um að ákveðnum verkferlum sé verulega ábótavant. Ég fagna því að þessari úttekt innri endurskoðunar sé lokið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, um úttekt sem gerð var vegna umframkostnaðar við endurbætur á íbúðum Félagsbústaða. Meira »

Yfirheyra skútuþjófinn á Ísafirði

14:55 Maðurinn, sem er grunaður um að hafa tekið skútuna Inook ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags, er erlendur. Yfirheyrslur yfir manninum standa nú yfir að sögn Hlyns Hafbergs Snorrasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Krefst lögbanns á Tekjur.is

14:28 „Það er mjög skýrt í mínum huga að hér er um brot að ræða, að það sé ómaklega vegið að friðhelgi einkalífs almennings, og að það sé rétt að fá lögbann á þessa vinnslu upplýsinga,“ segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem hefur krafist lögbanns á vefinn Tekjur.is. Meira »

Afnema refsingar vegna ærumeiðinga

14:18 Afnema á refsingar vegna ærumeiðinga og fella út ómerkingu ummæla sem úrræði vegna ærumeiðinga samkvæmt tillögum nefndar um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Meira »

Um 1.400 miðar eftir á landsleikinn

13:30 Enn eru til um 1.400 miðar á landsleik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld.   Meira »

Íbúar skildir eftir í mikilli óvissu

13:19 Vestfirðingar þekkja það allt of vel að framfaramál í fjórðungnum séu stöðvuð af óljósum tæknilegum ástæðum. Óásættanlegt er að rekstrargrundvelli fyrirtækja þar, sem og annars staðar á Íslandi, sé kippt undan þeim eins og staðan er nú í íslensku fiskeldi. Meira »

Harður árekstur á Reykjanesbraut

13:06 Harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar um hádegisbil. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu skullu lítill fólksbíll og minni sendiferðabíll harkalega saman. Meira »

57 milljóna aukaframlag

12:27 Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær 57 milljóna aukaframlag til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Þetta kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í dag. Meira »

Komin með samning við Sjúkratryggingar

12:06 Anna Björnsdóttir, taugalæknir og sérfræðingur í parkinsonsjúkdómi, er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands, en hún fékk tilkynningu þess efnis á föstudag. Meira »

Vilja rannsókn á umframkostnaði á Hlemmi

12:05 Borgarfulltrúar Miðflokksins munu leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi Reykjavíkur á morgun um að fá óháðan aðila til að rannsaka hvers vegna kostnaður við framkvæmdir við endurbætur á Hlemmi mathöll hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Meira »
AUDI A6
Til sölu Audi A6, Quadro, 4.2 árg. 2005 Ekinn 165 þús. Bose hljóðkerfi, leður...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 4500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...
Atvinnuhúsnæði til leigu
Atvinnuhúsnæði við Kársnesbraut. 205fm gólfflötur. 120fm milliloft. Lofthæð 7m ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...