Tillaga að húsi við Norðurbrún

Húsið að Norðurbrún 2 var byggt árið 1965. Verslun var ...
Húsið að Norðurbrún 2 var byggt árið 1965. Verslun var rekin í húsinu til margra ára en nú stendur það autt. mbl.is/RAX

Reykjavíkurborg hefur í annað sinn auglýst deiliskipulagstillögu fyrir lóðina Norðurbrún 2 í Laugarási.

Í breytingunni felst að rífa núverandi verslunarhús, sem er um 500 fermetrar, og byggja nýtt íbúðarhús með verslun að hluta til á fyrstu hæð. Önnur hæðin verður inndregin frá suðvestri. Húsið verður því tvær hæðir og kjallari með verslun og þjónustu á götuhæð og íbúðum á 1. og 2. hæð. Heimilt verður að byggja allt að 8 íbúðir, 30-90 fermetrar að stærð. Verslun verður í 30% rýmis á jarðhæð og 20% rýmis í kjallara. Einnig verður lóðin stækkuð þannig að bílastæði rúmist innan hennar.

Samkvæmt tillögunni á að útbúa sameiginlegt grænt svæði tengt götuhæðinni fyrir gesti og gangandi. Lögð verður áhersla á að hafa það hlýlegt og að möguleiki sé að koma borðum og stólum þar fyrir.

Deiliskipulagssvæðið er á horni Norðurbrúnar og Austurbrúnar. Norðan og vestan við reitinn eru háar íbúðablokkir en suðaustan við hann er lágreist einbýlishúsa- og parhúsabyggð Gegnt lóðinni að Norðurbrún 1 eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða og félagsmiðstöð. Neðar í Laugarásnum er Hrafnista, sem er næststærsta öldrunarheimili landsins.

Fram kemur í greinargerð THG arkitekta ehf. að á lóðinni hafi verið byggt verslunarhús á einni hæð árið 1965. Lengi vel hafi reksturinn gengið vel en með tilkomu lágvöruverðsverslana hafi hallað undan fæti.

Samkvæmt nýju tillögunni verður húsið tvær hæðir og kjallari. Gert ...
Samkvæmt nýju tillögunni verður húsið tvær hæðir og kjallari. Gert er ráð fyrir átta íbúðum, 30-90 fermetrum að stærð. Ljósmynd/THG arkitektar

Húsið er í niðurníðslu

Um tíma var rekin 11-11 verslun í húsinu og síðar var þar nytjamarkaður Samhjálpar. Ekki hafi verið rekin verslun í húsinu undanfarin ár og það sé í niðurníðslu. Ítrekað hefur verið kvartað yfir sóðaskap í og við húsið.

Í júní 2017 var auglýst deiliskipulagstillaga fyrir Norðurbrún 2. Í henni var ekki gert ráð fyrir niðurrifi hússins heldur var áformað að byggja tvær hæðir ofan á verslunarhæðina. Íbúar í nágrenninu mótmæltu harðlega og tóku borgaryfirvöld mótmælin til greina og synjuðu umbeðinni breytingu.

Eftirfarandi svar er þverskurður af þeim mótmælum sem íbúarnir höfðu uppi:

„Við sem erum eigendur og/eða leigutakar íbúðarhúsanna við Norðurbrún 4-20 mótmælum harðlega fyrirhuguðum byggingaráformum á lóð nr. 2 sem fráleitum, bæði hvað varðar stærð byggingar, skuggamyndun sem er veruleg og þrengingar götunnar úr 7,5 metrum í 5,5 metra. Veruleg fækkun bílastæða, óskilgreint hvaða verslunarrými eða annar atvinnurekstur verður, brot á reglugerð þar sem ekki er gert ráð fyrir stæði fyrir hreyfihamlaða. Fyrirhuguð bygging er í engu samræmi við skipulag það sem fyrir er og mun ef af verður skerða lífsgæði þeirra sem búa í þessu hverfi.“

Í framhaldinu ákváðu eigendur lóðarinnar að endurskoða tillöguna. Samkvæmt hinni nýju tillögu verður húsið lægra, sem nemur einni hæð.

Hin nýja tillaga er aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skilað til skipulagsfulltrúa, eigi síðar en 12. nóvember nk.

Innlent »

Ákærðir fyrir 15 milljóna skattabrot

10:05 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært tvo karlmenn fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa á árunum 2015 og 2016 ekki staðið skil á staðgreiðslu einkahlutafélags sem þeir stýrðu, en heildarupphæðin nemur um 15,5 milljónum króna. Meira »

Tvisvar ákært fyrir að hrækja á lögreglu

09:59 Í síðustu viku voru þrjú mál þingfest þar sem ákært er fyrir brot gegn valdstjórninni, það er fyrir brot gegn lögreglumönnum við störf sín. Í tveimur þessara mála er ákærði sakaður um að hafa hrækt að lögreglumönnum. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

09:48 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir kynferðis- og barnaverndarlagabrot gagnvart stúlku sem nú er 17 ára, en meint brot áttu sér stað þegar stúlkan á aldrinum 13 til 15 ára gömul. Meira »

Eyða nær fimmfalt meira í Reykjavík en á Hvammstanga

08:18 Töluverður munur er á útgjöldum ferðamanna eftir því hvaða staði á landinu þeir heimsækja.  Meira »

Stór skjálfti í Bárðarbungu

08:00 Jarðskjálfti sem mældist 3,6 stig varð núna rétt fyrir klukkan sjö í morgun í Bárðarbunguöskjunni.  Meira »

Sala á gulum vestum hefur tekið kipp

07:37 Sala á gulum vestum í verslun Húsasmiðjunnar í Kjalarvogi hefur tekið kipp, segir Finnur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fagsölusviðs Húsasmiðjunnar. Meira »

Fer langleiðina í 50 metra á sekúndu

06:56 Spáð er miklu hvassviðri í dag og undir kvöld verður kominn austanstormur eða -rok allra syðst á landinu og gætu hviður farið langleiðina upp undir 50 m/s á þeim slóðum. Annars staðar verður þetta meira 15-23 og hviður að 35-40 m/s samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Nýtt netaverkstæði rís í Neskaupstað

06:00 Framkvæmdir standa yfir við nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað. Er áætlað að það verði tilbúið í mars á næsta ári. Nýja verkstæðið verður mun stærra en það gamla og mun tilkoma þess leiða til algjörrar byltingar í starfsemi og þjónustumöguleikum Fjarðanets á Austurlandi. Þetta segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets. Meira »

Vara við grunsamlegum mannaferðum

05:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra varar fólk við grunsamlegum mannaferðum í þéttbýli sem dreifbýli en tilkynnt var um tvö innbrot á Akureyri um helgina og nokkuð um tilkynningar vegna grunsamlegra mannaferða við sveitarbæ í umdæminu. Meira »

Ferðaþjónusta í nýtt útboð

05:30 Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku var lagt fram erindi frá sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem óskað var eftir heimild bæjarráðs til að mega leysa Efstahól ehf. undan samningi um ferðaþjónustu fatlaðra ásamt erindi Efstahóls vegna málsins. Meira »

Styðja við fjölmiðla

05:30 Samning frumvarps um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er langt komin og er stefnt að því að kynna frumvarpsdrögin í Samráðsgáttinni í janúar, að sögn Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Meira »

Ríkið mun ekki bæta miklu við

05:30 „Á næstu árum mun fólki á eftirlaunum fjölga meira en fólki á vinnumarkaði. Kostnaður ríkissjóðs vegna aldurstengdra sjúkdóma og þjónustu við aldraða mun að öllum líkindum aukast. Þeir sem hætta að vinna geta því ekki búist við að hið opinbera bæti miklu við eftirlaunin.“ Meira »

Alþingi setur áfram lögin

05:30 „Af minni hálfu stendur ekki til að styðja mál sem felur í sér framsal, hvorki á auðlindum né á meiri háttar ákvarðanatöku um lagaumgjörð fyrir okkur. Hins vegar er því haldið fram að málið mögulega standist ekki stjórnarskrá. Þetta eru atriði sem við viljum fara vandlega yfir. Meira »

Bára í skýrslutöku í héraðsdómi

05:30 Bára Halldórsdóttir, sem sagst hefur standa á bak við upptöku af ósæmilegu framferði þingmanna á barnum Klaustri, hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan korter yfir þrjú. Meira »

Sjá Heklugos með lengri fyrirvara

05:30 Fjölgun nákvæmra mælitækja við Heklu á að gera jarðvísindamönnum kleift að sjá óróleika í eldstöðinni fyrir með lengri fyrirvara en áður hefur verið mögulegt. Meira »

Viðbrögðin jafn vitlaus og ummælin

Í gær, 22:18 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir lítinn hóp vinstri manna virðast telja sig dómara um hvað sé siðferðilega rétt og virðist þar taka undir með pistli sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birtir á vef sínum í dag. Meira »

„Allt að því vitlaust veður“ á morgun

Í gær, 21:52 „Það hvessir jafnt og þétt eftir því sem líður á morgundaginn. Eftir kl. 17–18 þá verður þetta orðið helvíti slæmt undir Eyjafjöllunum og allra syðst á landinu en þetta gengur nokkuð hratt yfir þannig að um tíu annað kvöld er strax farið að draga stórlega úr þessu allra syðst,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Snjóleysi hefur áhrif á sölu jólatrjáa

Í gær, 20:30 Sala á jólatrjám gengur nokkuð vel þrátt fyrir að landsmenn séu margir hverjir ekki enn komnir í jólaskap sökum snjóleysis og almennra leiðinda þegar kemur að veðri. Normannsþinur og íslensk fura í stærðinni 1,5 – 2 metrar eru vinsælustu tegundirnar. Forseti Íslands keypti sér danskt jólatré. Meira »

Gefa geitur, skólastofur og smokka

Í gær, 19:45 Um árabil hefur verið hægt að styrkja góð málefni um hátíðirnar með gjafabréfum. Sífellt bætist í flóruna og verkefnin sem hægt er að styrkja eru mörg. Salan er mikilvæg fjáröflun fyrir samtök og stofnanir á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, UNICEF á Íslandi og UNWomen. Meira »