Tillaga að húsi við Norðurbrún

Húsið að Norðurbrún 2 var byggt árið 1965. Verslun var ...
Húsið að Norðurbrún 2 var byggt árið 1965. Verslun var rekin í húsinu til margra ára en nú stendur það autt. mbl.is/RAX

Reykjavíkurborg hefur í annað sinn auglýst deiliskipulagstillögu fyrir lóðina Norðurbrún 2 í Laugarási.

Í breytingunni felst að rífa núverandi verslunarhús, sem er um 500 fermetrar, og byggja nýtt íbúðarhús með verslun að hluta til á fyrstu hæð. Önnur hæðin verður inndregin frá suðvestri. Húsið verður því tvær hæðir og kjallari með verslun og þjónustu á götuhæð og íbúðum á 1. og 2. hæð. Heimilt verður að byggja allt að 8 íbúðir, 30-90 fermetrar að stærð. Verslun verður í 30% rýmis á jarðhæð og 20% rýmis í kjallara. Einnig verður lóðin stækkuð þannig að bílastæði rúmist innan hennar.

Samkvæmt tillögunni á að útbúa sameiginlegt grænt svæði tengt götuhæðinni fyrir gesti og gangandi. Lögð verður áhersla á að hafa það hlýlegt og að möguleiki sé að koma borðum og stólum þar fyrir.

Deiliskipulagssvæðið er á horni Norðurbrúnar og Austurbrúnar. Norðan og vestan við reitinn eru háar íbúðablokkir en suðaustan við hann er lágreist einbýlishúsa- og parhúsabyggð Gegnt lóðinni að Norðurbrún 1 eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða og félagsmiðstöð. Neðar í Laugarásnum er Hrafnista, sem er næststærsta öldrunarheimili landsins.

Fram kemur í greinargerð THG arkitekta ehf. að á lóðinni hafi verið byggt verslunarhús á einni hæð árið 1965. Lengi vel hafi reksturinn gengið vel en með tilkomu lágvöruverðsverslana hafi hallað undan fæti.

Samkvæmt nýju tillögunni verður húsið tvær hæðir og kjallari. Gert ...
Samkvæmt nýju tillögunni verður húsið tvær hæðir og kjallari. Gert er ráð fyrir átta íbúðum, 30-90 fermetrum að stærð. Ljósmynd/THG arkitektar

Húsið er í niðurníðslu

Um tíma var rekin 11-11 verslun í húsinu og síðar var þar nytjamarkaður Samhjálpar. Ekki hafi verið rekin verslun í húsinu undanfarin ár og það sé í niðurníðslu. Ítrekað hefur verið kvartað yfir sóðaskap í og við húsið.

Í júní 2017 var auglýst deiliskipulagstillaga fyrir Norðurbrún 2. Í henni var ekki gert ráð fyrir niðurrifi hússins heldur var áformað að byggja tvær hæðir ofan á verslunarhæðina. Íbúar í nágrenninu mótmæltu harðlega og tóku borgaryfirvöld mótmælin til greina og synjuðu umbeðinni breytingu.

Eftirfarandi svar er þverskurður af þeim mótmælum sem íbúarnir höfðu uppi:

„Við sem erum eigendur og/eða leigutakar íbúðarhúsanna við Norðurbrún 4-20 mótmælum harðlega fyrirhuguðum byggingaráformum á lóð nr. 2 sem fráleitum, bæði hvað varðar stærð byggingar, skuggamyndun sem er veruleg og þrengingar götunnar úr 7,5 metrum í 5,5 metra. Veruleg fækkun bílastæða, óskilgreint hvaða verslunarrými eða annar atvinnurekstur verður, brot á reglugerð þar sem ekki er gert ráð fyrir stæði fyrir hreyfihamlaða. Fyrirhuguð bygging er í engu samræmi við skipulag það sem fyrir er og mun ef af verður skerða lífsgæði þeirra sem búa í þessu hverfi.“

Í framhaldinu ákváðu eigendur lóðarinnar að endurskoða tillöguna. Samkvæmt hinni nýju tillögu verður húsið lægra, sem nemur einni hæð.

Hin nýja tillaga er aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skilað til skipulagsfulltrúa, eigi síðar en 12. nóvember nk.

Innlent »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »

EES-samningurinn ekki til endurskoðunar

17:01 Ekki kemur til greina að endurskoða EES-samning Íslands vegna úrskurða EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar þess efnis að ólögmætt sé að takmarka innflutning á fersku kjöti. „Það hvarflar ekki einu sinni að mér,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Meira »

2.000 klukkutímar vegna braggans

16:52 Yfir tvö þúsund klukkutímar fóru í verkefni tengd hönnun braggans í Nauthólsvík, samkvæmt reikningum sem Arkibúllan sendi eignasjóði Reykjavíkurborgar vegna hönnunarinnar. Þetta kemur fram í frétt DV. Meira »

Þetta ber Félagsbústöðum að bæta

16:50 Í samantekt á skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar vegna úttektar á viðhaldsverkefni Félagsbústaða við Írabakka 2 – 16 kemur fram að ráðast þurfi í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti Félagsbústaða. Meira »

Bað um afsögn stjórnarformanns

16:23 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, óskaði eftir afsögn Haraldar Flosa Tryggvasonar, stjórnarformanns Félagsbústaða, á fundi minnihlutans og stjórnarformannsins sem var haldinn í hádeginu í dag. Þetta kemur fram í samtali Kolbrúnar við blaðamann. Meira »

Stærsta veiðiferðin á Íslandsmiðum

16:20 Stærsta túr frystitogarans Blængs NK á Íslandsmiðum er nú lokið eftir 40 daga veiðiferð, en afli togarans var 900 tonn upp úr sjó, að verðmæti 225 milljóna króna. Blængur kom til hafnar í Neskaupstað í gær og var uppistaða aflans ufsi og karfi, en togarinn millilandaði á Akureyri 27. september. Meira »

Krefst svara um mál geðsjúkra fanga

16:03 Skortur á skýrum svörum bæði dómsmála- og heilbrigðisráðuneytis um hvað gera eigi til að tryggja mannréttindi geðsjúkra fanga með fullnægjandi hætti, hefur leitt til þess að umboðmaður Alþingis kynnti forsætisráðherra málið til að samhæfa stefnu og aðgerðir ráðherra. Meira »

Vilja rýmka tjáningarfrelsið

15:42 „Aðalmálið í öllum frumvörpunum er rýmkun tjáningarfrelsis,“ segir Eiríkur Jónsson, prófessor og formaður nefndar um umbætur á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis, við mbl.is. Nefndin kynnti tillögur að umbótum á þessum sviðum í Þjóðminjasafninu í dag. Meira »

Farið verði ofan í alla ferla

15:10 „Þarna eru vísbendingar um að ákveðnum verkferlum sé verulega ábótavant. Ég fagna því að þessari úttekt innri endurskoðunar sé lokið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, um úttekt sem gerð var vegna umframkostnaðar við endurbætur á íbúðum Félagsbústaða. Meira »

Yfirheyra skútuþjófinn á Ísafirði

14:55 Maðurinn, sem er grunaður um að hafa tekið skútuna Inook ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags, er erlendur. Yfirheyrslur yfir manninum standa nú yfir að sögn Hlyns Hafbergs Snorrasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Krefst lögbanns á Tekjur.is

14:28 „Það er mjög skýrt í mínum huga að hér er um brot að ræða, að það sé ómaklega vegið að friðhelgi einkalífs almennings, og að það sé rétt að fá lögbann á þessa vinnslu upplýsinga,“ segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem hefur krafist lögbanns á vefinn Tekjur.is. Meira »

Afnema refsingar vegna ærumeiðinga

14:18 Afnema á refsingar vegna ærumeiðinga og fella út ómerkingu ummæla sem úrræði vegna ærumeiðinga samkvæmt tillögum nefndar um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Meira »

Um 1.400 miðar eftir á landsleikinn

13:30 Enn eru til um 1.400 miðar á landsleik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld.   Meira »

Íbúar skildir eftir í mikilli óvissu

13:19 Vestfirðingar þekkja það allt of vel að framfaramál í fjórðungnum séu stöðvuð af óljósum tæknilegum ástæðum. Óásættanlegt er að rekstrargrundvelli fyrirtækja þar, sem og annars staðar á Íslandi, sé kippt undan þeim eins og staðan er nú í íslensku fiskeldi. Meira »

Harður árekstur á Reykjanesbraut

13:06 Harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar um hádegisbil. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu skullu lítill fólksbíll og minni sendiferðabíll harkalega saman. Meira »

57 milljóna aukaframlag

12:27 Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær 57 milljóna aukaframlag til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Þetta kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í dag. Meira »

Komin með samning við Sjúkratryggingar

12:06 Anna Björnsdóttir, taugalæknir og sérfræðingur í parkinsonsjúkdómi, er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands, en hún fékk tilkynningu þess efnis á föstudag. Meira »

Vilja rannsókn á umframkostnaði á Hlemmi

12:05 Borgarfulltrúar Miðflokksins munu leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi Reykjavíkur á morgun um að fá óháðan aðila til að rannsaka hvers vegna kostnaður við framkvæmdir við endurbætur á Hlemmi mathöll hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Meira »
AUDI A6
Til sölu Audi A6, Quadro, 4.2 árg. 2005 Ekinn 165 þús. Bose hljóðkerfi, leður...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 4500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...
Atvinnuhúsnæði til leigu
Atvinnuhúsnæði við Kársnesbraut. 205fm gólfflötur. 120fm milliloft. Lofthæð 7m ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...