Tillaga að húsi við Norðurbrún

Húsið að Norðurbrún 2 var byggt árið 1965. Verslun var ...
Húsið að Norðurbrún 2 var byggt árið 1965. Verslun var rekin í húsinu til margra ára en nú stendur það autt. mbl.is/RAX

Reykjavíkurborg hefur í annað sinn auglýst deiliskipulagstillögu fyrir lóðina Norðurbrún 2 í Laugarási.

Í breytingunni felst að rífa núverandi verslunarhús, sem er um 500 fermetrar, og byggja nýtt íbúðarhús með verslun að hluta til á fyrstu hæð. Önnur hæðin verður inndregin frá suðvestri. Húsið verður því tvær hæðir og kjallari með verslun og þjónustu á götuhæð og íbúðum á 1. og 2. hæð. Heimilt verður að byggja allt að 8 íbúðir, 30-90 fermetrar að stærð. Verslun verður í 30% rýmis á jarðhæð og 20% rýmis í kjallara. Einnig verður lóðin stækkuð þannig að bílastæði rúmist innan hennar.

Samkvæmt tillögunni á að útbúa sameiginlegt grænt svæði tengt götuhæðinni fyrir gesti og gangandi. Lögð verður áhersla á að hafa það hlýlegt og að möguleiki sé að koma borðum og stólum þar fyrir.

Deiliskipulagssvæðið er á horni Norðurbrúnar og Austurbrúnar. Norðan og vestan við reitinn eru háar íbúðablokkir en suðaustan við hann er lágreist einbýlishúsa- og parhúsabyggð Gegnt lóðinni að Norðurbrún 1 eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða og félagsmiðstöð. Neðar í Laugarásnum er Hrafnista, sem er næststærsta öldrunarheimili landsins.

Fram kemur í greinargerð THG arkitekta ehf. að á lóðinni hafi verið byggt verslunarhús á einni hæð árið 1965. Lengi vel hafi reksturinn gengið vel en með tilkomu lágvöruverðsverslana hafi hallað undan fæti.

Samkvæmt nýju tillögunni verður húsið tvær hæðir og kjallari. Gert ...
Samkvæmt nýju tillögunni verður húsið tvær hæðir og kjallari. Gert er ráð fyrir átta íbúðum, 30-90 fermetrum að stærð. Ljósmynd/THG arkitektar

Húsið er í niðurníðslu

Um tíma var rekin 11-11 verslun í húsinu og síðar var þar nytjamarkaður Samhjálpar. Ekki hafi verið rekin verslun í húsinu undanfarin ár og það sé í niðurníðslu. Ítrekað hefur verið kvartað yfir sóðaskap í og við húsið.

Í júní 2017 var auglýst deiliskipulagstillaga fyrir Norðurbrún 2. Í henni var ekki gert ráð fyrir niðurrifi hússins heldur var áformað að byggja tvær hæðir ofan á verslunarhæðina. Íbúar í nágrenninu mótmæltu harðlega og tóku borgaryfirvöld mótmælin til greina og synjuðu umbeðinni breytingu.

Eftirfarandi svar er þverskurður af þeim mótmælum sem íbúarnir höfðu uppi:

„Við sem erum eigendur og/eða leigutakar íbúðarhúsanna við Norðurbrún 4-20 mótmælum harðlega fyrirhuguðum byggingaráformum á lóð nr. 2 sem fráleitum, bæði hvað varðar stærð byggingar, skuggamyndun sem er veruleg og þrengingar götunnar úr 7,5 metrum í 5,5 metra. Veruleg fækkun bílastæða, óskilgreint hvaða verslunarrými eða annar atvinnurekstur verður, brot á reglugerð þar sem ekki er gert ráð fyrir stæði fyrir hreyfihamlaða. Fyrirhuguð bygging er í engu samræmi við skipulag það sem fyrir er og mun ef af verður skerða lífsgæði þeirra sem búa í þessu hverfi.“

Í framhaldinu ákváðu eigendur lóðarinnar að endurskoða tillöguna. Samkvæmt hinni nýju tillögu verður húsið lægra, sem nemur einni hæð.

Hin nýja tillaga er aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skilað til skipulagsfulltrúa, eigi síðar en 12. nóvember nk.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Mistur og slæm loftgæði í höfuðborginni

17:38 Loftgæði sums staðar á höfuðborgarsvæðinu eru mjög slæm sam­kvæmt vef Um­hverf­is­stofn­un­ar Loft­gæði.is. Mikið rykmistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu en það er ættað frá Sahara-eyðimörkinni. Meira »

Vildarbörn styrktu eitt hundrað manns

16:55 28 börnum og fjölskyldum þeirra, samtals rúmlega eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Alls hafa 677 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans fyrir 16 árum og úthlutunin í dag var sú 32. í röðinni. Meira »

Arnar og María sigruðu í víðavangshlaupi

16:11 Þau Arnar Pétursson úr ÍR og María Birkisdóttir úr FH komu fyrst í mark í árlegu Víðavangshlaupi ÍR sem ræst var í 104. sinn í hádeginu í dag. 663 hlauparar voru skráðir til leiks, þar af 589 í fimm kílómetra hlaup og 74 í 2,7 kílómetra skemmtiskokk, að því er fram kemur á vef ÍR. Fimm kílómetra hlaupið er jafnframt meistaramót Íslands í fimm kílómetra götuhlaupi. Meira »

Senda F-35 til Íslands

16:00 Vorið 2020 munu norskar orrustuþotur af gerðinni F-35 sinna loftrýmisgæslu við Ísland, en þetta verður í fyrsta sinn sem norskar þotur af þeirri gerð sinna verkefni utan landamæra Noregs. Þetta kemur fram á fréttavef norska dagblaðsins Verdens Gang. Meira »

Hitamet í Reykjavík slegið í hádeginu

15:47 Hitamet sumardagsins fyrsta í Reykjavík féll í hádeginu, þegar hitamælir Veðurstofu Íslands sýndi 14,1 stig. Fyrra met var frá árinu 1998, en þá mældist hiti hæstur 13,5 stig á sumardaginn fyrsta. Meira »

Tíu bækur stóðu upp úr hjá börnunum

15:26 Opinberað var í dag hvaða bækur hlutu Bókaverðlaun barnanna 2019, en tíu bækur sem valdar voru keppa í Sagna, verðlaunahátíð barnanna sem sjónvarpað verður á RÚV 1. júní. Meira »

„Viljum við taka þessa áhættu?“

15:21 Verði því hafnað af hálfu Alþingis að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins mun það ekki setja samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) í uppnám. Samþykkt orkupakkans gæti hins vegar leitt til þess. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Meira »

Reyna að eyða erfiðustu störfunum

14:55 Ný hátækniverksmiðja Samherja getur afkastað um 5.000 tonnum af bleikju á á ári. Er húsnæðið búið nýjustu tækni sem eykur sjálfvirkni og léttir störfin. Meira »

Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

14:30 Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness. Verðlaunin voru afhent í dag, sumardaginn fyrsta, af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á alþjóðlegu málþingi um Halldór Laxness sem haldið var í Veröld. Meira »

Ræða við Boeing um bætur

13:52 Icelandair mun ræða við flugvélaframleiðandann Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í 737 MAX 8-flugvélum framleiðandans, en Icelandair hefur fest kaup á níu slíkum vélum sem eru kyrrsettar sem stendur. Þetta kom fram í samtali RÚV við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair. Meira »

Sumardeginum fyrsta fagnað

12:45 Hátíðarhöld fara víða fram í dag, sumardaginn fyrsta, og skrúðgöngur eru iðulega hluti af slíkri dagskrá. Ljósmyndari mbl.is var í Árbænum í Reykjavík í morgun þar sem fríður flokkur skáta leiddi gönguna að vanda undir blaktandi íslenskum fánum. Meira »

Vél Icelandair snúið við vegna bilunar

12:10 Flugvél Icelandair sem fljúga átti frá Keflavík til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi var snúið við í morgun eftir um klukkustundarflug vegna bilunar, en vélin fór í loftið skömmu fyrir klukkan átta. Afleiðingar af þessu eru að einnig hefur verið aflýst flugferð frá Arlanda til Keflavíkur síðar í dag. Þá hefur tengiflugi til Portland síðdegis í dag verið aflýst, en nota átti umrædda flugvél í þá ferð. Meira »

100 ára yfirferð kröfuréttar lokið

11:55 Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Benedikt Bogason hæstaréttardómari og Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari luku nýverið við þriðja ritið í þriggja binda ritröð sinni um almennan hluta kröfuréttar á Íslandi. Meira »

Kíkt á nýja sjúkrahótelið

11:20 Nýtt sjúkrahótel Landspítalans er nú að verða tilbúið en búist er við að fyrstu gestirnir komi þangað í byrjun maí. Aðstaðan er glæsileg og á eftir að skipta sköpum fyrir marga, til að mynda verður það góður kostur fyrir konur af landsbyggðinni í áhættumeðgöngu. mbl.is kíkti á nýja sjúkrahótelið. Meira »

Verður áfram í gæsluvarðhaldi

11:11 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem ákærður er fyrir brennu og manndráp á Selfossi 31. október sl. í tengslum við mikinn eldsvoða í íbúðarhúsi. Meira »

Varaði við „erlendri einangrunarhyggju“

11:05 „Ég er þess fullviss að unga fólkið er jafnsannfært og ég um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu. Nú þegar angar erlendrar einangrunarstefnu teygja anga sína inn í íslensk stjórnmál er nauðsynlegt að slá skjaldborg um þá samvinnu.“ Meira »

Víðavangshlaup ÍR á sínum stað

09:48 Víðavangshlaup Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) verður haldið í 104. sinn í dag, sumardaginn fyrsta, en samhliða því verður hlaupið 2,7 km skemmtihlaup. Meira »

Elsta flughæfa vélin á Íslandi

08:18 Í Múlakoti í Fljótshlíð, skammt frá Hvolsvelli, geymir Erling Jóhannesson gamla flugvél sem á sér merka sögu. Hún er af gerðinni Boeing/Stearman PT-17 Kaydet og ber einkennisstafina TF-KAU. Þetta er elsta flughæfa vél á Íslandi, nærri áttatíu ára gömul. Meira »

Telja Snæfellsjökul horfinn um miðja öldina

07:57 Hlýnun andrúmsloftsins ræður því að Snæfellsjökull verður að öllum líkindum að mestu horfinn um miðja þessa öld. Þetta segir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...
- íbúð til leigu.
Lítil íbúð til leigu í Biskupstungum, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist...
Skúffa / skófla á traktor
Skófla á þrítengi 140cm. Bakhlið fylgir sem gerir hana að fyrirtaks skúffu. Þe...