Þarf að skerða þjónustu á hjúkrunarheimilum

Hjúkrunarheimili í byggingu við Sævargarða á Seltjarnarnesi.
Hjúkrunarheimili í byggingu við Sævargarða á Seltjarnarnesi. mbl.is/​Hari

Hjúkrunarheimili og önnur fyrirtæki innan raða Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) telja sig verða að skerða þjónustu við skjólstæðinga sína á næsta ári vegna skertra fjárveitinga samkvæmt fjárlagafrumvarpi.

Þá stefni í frekari skerðingar á næstu árum. Fyrirtækin hafa óskað eftir því að rekstrarframlög verði aukin um tæpa 1,9 milljarða frá því sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi.

Málin voru rædd á félagsfundi SFV í gær en í samtökunum eru flest hjúkrunarheimili landsins, SÁÁ, Krabbameinsfélag Íslands, Sjálfsbjargarheimilið og fleiri fyrirtæki.

Í Morgunblaðinu í dag segir Pétur Magnússon, formaður samtakanna, að forsvarsmenn fyrirtækjanna undrist það mjög að þau sæti áframhaldandi skerðingum. Þau hafi fengið miklar skerðingar eftir hrun og sýnt því skilning en telji að nú hljóti að vera möguleiki á að bæta í rekstrargrunn. Hann bætir því við að niðurskurðurinn sé sérstakur í ljósi þess að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sé tiltekið sérstaklega að huga þurfi að rekstrargrunni hjúkrunarheimila.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert