Með glerpípu og kannabisefni

mbl.is/Eggert

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um fund fíkniefna á bifreiðastæðinu framan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þegar lögreglumenn komu á vettvang reyndist vera um að ræða poka með kannabisefni og litla glerpípu. Efnið og pípan voru haldlögð og þeim fargað.

Frá þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum.

Þá segir hún frá því, að farþegaflugvél varð að lenda á Keflavíkurflugvelli í vikunni vegna veikinda farþega. Vélin var á leiðinni frá Amsterdam til Seattle þegar farþeginn veiktist. Viðkomandi var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert