Mál gegn hjónum þingfest í næstu viku

Fólkið hef­ur viður­kennt að hafa beitt dótt­ur kon­unn­ar grófu of­beldi …
Fólkið hef­ur viður­kennt að hafa beitt dótt­ur kon­unn­ar grófu of­beldi og enn frem­ur að hafa gert það á meðan önn­ur dótt­ir þeirra horfði á. mbl.is/Ófeigur

Mál gegn hjónum sem grunuð eru um gróf kynferðisbrot gegn dótt­ur sinni og stjúp­dótt­ur verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudaginn í næstu viku. Verður þinghald lokað eins og vaninn er í kynferðisbrotamálum.

Ruv.is greinir frá.

For­saga máls­ins er sú að stjúp­dótt­ir­in kom á lög­reglu­stöðina á Suðurnesjum og lagði fram kæru á hend­ur mann­in­um og móður sinni. Við yf­ir­heyrslu í júlí játaði fólkið að hafa framið brot­in. Kon­an sætti gæslu­v­arðhaldi en var síðan sleppt þar sem hlut­ur manns­ins í brot­inu var tal­inn meiri.

Eftir að ákæra var gefin út í málinu 1. október var konan aftur úrskurðuð í gæsluvarðhald. Kom þá fram að héraðssak­sókn­ari teldi að ef kon­an hefði gerst sek um jafnal­var­leg brot og henni væru gef­in að sök myndi það valda hneyksl­un og særa rétt­ar­vit­und al­menn­ings gengi hún laus.

Fólkið hef­ur viður­kennt að hafa beitt dótt­ur kon­unn­ar grófu of­beldi og enn frem­ur að hafa gert það á meðan önn­ur dótt­ir þeirra horfði á. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert