Brotið gegn innkaupareglum

Bragginn í Nauthólsvík. Borgarlögmaður telur verkið ekki hafa verið útboðsskylt.
Bragginn í Nauthólsvík. Borgarlögmaður telur verkið ekki hafa verið útboðsskylt. mbl.is/Árni Sæberg

Brotið var gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Þetta er mat borgarlögmanns, sem segir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hins vegar ekki hafa brotið lög með gjörningum sínum.

Borgarlögmaður lagði á fundi innkauparáðs í dag fram álit sitt um fylgni við innkaupareglur við gerð samninga um braggann, sem er birt á vef Reykjavíkurborgar

Segir í áliti borgarlögmanns að tafir við framlagningu álitsins stafi af því „að upplýsingar frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar lágu ekki fyrir fyrr en 15. október sl.“ Ítrekað frá því í júní 2017 hafi hins vegar verið óskað eftir nánari úrvinnslu gagna, en það hafi ekki verið fyrr en í þessum mánuði sem „embættinu bárust nægilegar upplýsingar til að leggja mat“ á málið. Borgarlögmaður hafi áður upplýst innkauparáð um tafir á afhendingu upplýsinga og gagna á fundum ráðsins, en að ráðið hafi ekki bókað um þær sérstaklega á fundum sínum. 

Munnlegt samkomulag í stað skriflegra samninga

Gögnin sýni fram á að þeir samningar sem gerðir voru hafi ekki verið skriflegir heldur hafi verið um að ræða munnlegt samkomulag um að verkið skyldi unnið. Aðeins í einu tilfelli hafi verið til gögn sem sýndu samanburðartilboð, en að öðru leyti hafi ekki verið til staðar gögn sem sýndu fram á að leitað hefði verið hagkvæmustu tilboða. „Af þessum upplýsingum leiðir að engir skriflegir verksamningar liggi til grundvallar framkvæmdinni eða formlegt innkaupaferli heldur hefur samningum verið komið á með tilboðum og munnlegum hætti,“ segir í álitinu.

Það er þó niðurstaða borgarlögmanns að verkefnið hafi ekki verið útboðsskylt samkvæmt þágildandi lögum um opinber innkaup, þar sem samkvæmt þeirri kostnaðaráætlun sem verkfræðistofan Efla hafði unnið fyrir borgina var kostnaður við verkið á bilinu 146-158 milljónir króna. Það sé því ekki um brot á þeirri löggjöf að ræða.

Skylt að afla fyrirframsamþykkis innkauparáðs

Samkvæmt þeim innkaupareglum sem í gildi voru, sé hins vegar skylt að viðhafa innkaupaferli er áætluð samningsfjárhæð verklegra framkvæmda nemur hærri fjárhæð en 28 milljónum.

Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hafi bent á að ekki hafi verið hægt að bjóða verkefnið út þar sem ekki lægi ljóst fyrir hvað ætti að varðveita og hvað ætti að endurgera. Í því samhengi þurfi að skoða hvort að heimilt hafi verið að undanþiggja verkefnið formlegum innkaupaferlum samkvæmt innkaupareglum borgarinnar, en slíkt megi m.a. gera við varðveislu sögulegra bygginga. Enga sundurliðun sé hins vegar að finna í göngunum á því hvaða verk- og kostnaðarþættir slík undanþága geti átt við og „telur borgarlögmaður því ekki unnt að fullyrða að hún eigi við um hluta þjónustu hönnuða eða mögulega annarra sem að verkinu komu.“ 

Því sé rétt að benda á skylt sé að afla fyrirframsamþykkis innkauparáðs fyrir beitingu undanþáguheimilda. Engin gögn hafi hins vegar komið fram sem sýni að skilyrði undanþágu hafi verið uppfyllt og að einungis eitt fyrirtæki hafi komið til greina sem verktaki að einstökum verkþáttum. „Því hefur ekki verið sýnt fram á að heimilt hafi verið að semja beint við aðila um einstaka verkþætti á grundvelli einstakra tæknilegrar þekkingar þeirra,“ segir í álitinu.

Ástæða sé því til að benda á að samkvæmt innkaupareglum borgarinnar er óheimilt að skipta upp samningum í því skyni að komast hjá útboðsskyldu. Ekki sé unnt að fullyrða að slíkt hafi verið gert af ásettu ráði, enda liggi fyrir skýringar þess efnis að verkefnið sé þess eðlis að erfitt sé að sjá umfang þess fyrir. „Ljóst er þó að í innkaupareglum Reykjavíkurborgar er ekki að finna heimild til þess að leggja slíkar forsendur til grundvallar undanþágu frá útboðsskyldu."

Segir í frétt á vef Reykjavíkurborgar að innkauparáð telji álitið nýtast vel við endurskoðun innkaupareglna sem nú stendur yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Snjókomubakki með allhvössum vindi

09:38 Snjókomubakki með allhvössum vindi, skafrenningi og blindu nálgast suðvestanvert landið um klukkan 10 til 12. Veðrið lagast svo um tíma en skellur aftur á eftir klukkan 14. Meira »

„Taka því rólega og gefa sér tíma“

09:14 Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgun hefur gengið hægt en vel. Fólk hefur tekið mið af aðstæðum en éljagangur hefur verið af og til. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ráðleggur fólki að fara ekki á göturnar á sumardekkjum eða að aka um á slæmum hjólbörðum. Meira »

Dæmdur fyrir ítrekuð umferðarlagabrot

08:33 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og svipt hann ökurétti í fimm ár vegna umferðarlagabrota. Ákæran er í þrettán liðum. Meira »

Lengja beinar útsendingar úr Eldey

08:18 Vinnu við að endurnýja búnað „súluvarpsins“ úr Eldey er lokið. Útsendingar lágu niðri frá því um miðjan desember vegna skemmda á sólarrafhlöðum en þær komast í samt lag einhvern næstu daga. Stefnt er að því að lengja beinar útsendingar úr Eldey. Meira »

Heyin skutu þeim á toppinn

07:57 Afburðagóð hey sem bændurnir á Hóli í Svarfaðardal öfluðu sumrin 2017 og 2018 skjóta þeim á topp listans yfir afurðamestu kúabúin á nýliðnu ári. „Ég held að við höfum aldrei verið með jafngóð hey og þessi tvö sumur. Nytin er ekki að aukast vegna kjarnfóðurgjafar því við höfum heldur minnkað hana.“ Meira »

Hæst laun í stóriðju og orkugeira

07:37 Mánaðarlaun félagsmanna í VM, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, sem starfa í landi, eru einna hæst í orkuverum og stóriðju ef litið er á niðurstöður eftir mismunandi starfsgreinum í nýbirtri launakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir félagið, sem gerð var meðal félagsmanna. Meira »

Hálka á Reykjanesbrautinni

07:10 Lögreglan á Suðurnesjum biður ökumenn um að fara varlega á Reykjanesbrautinni en þar er hálka líkt og víðar á Suðvesturlandi en enn er éljagangur þar. Krýsuvíkurvegur er lokaður. Meira »

Vonskuveður um hádegi

07:01 Varað er við versnandi veðri um hádegi en þá gengur í suðvestanhvassviðri eða -storm á Suðurlandsundirlendinu um hádegi og með því fylgja öflug él eða slydduél. Að sögn veðurfræðings má búast við því að skyggni og færð geti orðið slæm um tíma á þessu svæði. Meira »

Segir þingforseta svala hefndarþorsta

06:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, forseta Alþingis, Steingrím J. Sigfússon, ekki hafa áhuga á að rannsaka brot heldur eigi lög og réttur eiga að víkja í tilraunum forseta til að svala hefndarþorsta sínum. Meira »

Slæm færð í efri byggðum

06:27 Ekki hefur verið jafn slæmt færi á höfuðborgarsvæðinu í vetur og er þennan morguninn og ráðleggja snjóruðningsmenn þeim sem eru á illa búnum bifreiðum að fara ekki út í umferðina. Snjórinn er sá mesti sem við höfum séð í vetur, segir Þröstur Víðisson, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Grunaðir um ólöglega dvöl og fíkniefnasölu

06:10 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá karlmenn um fimm í nótt sem eru grunaðir um ólöglega dvöl í landinu og sölu fíkniefna. Meira »

Bílbelti og líknarbelgir björguðu

05:57 Lögreglan segir að bílbelti og líknarbelgir hafi bjargað ökumönnum tveggja bifreiða sem lentu í árekstri á Korpúlfsstaðavegi frá teljandi meiðslum. Meira »

Veiðileyfissviptingu frestað

05:30 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um að svipta togarann Kleifaberg RE 70 veiðileyfi sínu í tólf vikur vegna brottkasts, á meðan kæra Útgerðarfélags Reykjavíkur (ÚR) er til skoðunar. Meira »

Þurfa að komast lengra

05:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samningsaðila þurfa að komast lengra í viðræðum sínum áður en stjórnvöld grípi til aðgerða til að greiða fyrir samningum. „Hins vegar erum við reiðubúin til að gera allt sem við getum til að greiða fyrir því að hægt sé að lenda málunum,“ segir Katrín. Meira »

Netöryggissveitin fái ekki næg gögn

05:30 Netöryggissveit mun ekki geta sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpi til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða þar sem það tryggir ekki aðgengi sveitarinnar að nauðsynlegum upplýsingum með ótvíræðum hætti. Meira »

Þingmenn taka upp þráðinn í dag

05:30 Alþingi kemur saman á ný í dag eftir jólahlé og hefst þingfundur með munnlegri skýrslu forsætisráðherra og almennum umræðum um stöðuna í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan. Meira »

Ekkert erindi borist póstnúmeranefnd

05:30 Póstnúmeranefnd hefur ekki fengið neitt formlegt erindi varðandi breytingu á póstnúmeri á Vatnsmýrinni í 102.  Meira »

„Þetta er stórt skref í rétta átt“

05:30 Kennsla hefst seinna í grunnskólanum NÚ í Hafnarfirði heldur en hjá skólum hins opinbera og hefur fyrirkomulagið reynst vel, en í janúar og desember hefst kennslan klukkan 10 og er til kl. 15. Meira »

Töp gegn stórþjóðunum í Köln á HM

05:30 Ísland tapaði fyrir Þýskalandi og Frakklandi á HM karla í handknattleik í Köln um helgina. Liðið mætir Brasilíu á morgun og þá kemur í ljós um hvaða sæti íslenska liðið spilar í keppninni. Meira »
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
Bókaveisla
Bókaveizla Hjá Þorvaldi í Kólaportinu 30% afsláttur af bókum í janúar Opið lauga...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...