Brotið gegn innkaupareglum

Bragginn í Nauthólsvík. Borgarlögmaður telur verkið ekki hafa verið útboðsskylt.
Bragginn í Nauthólsvík. Borgarlögmaður telur verkið ekki hafa verið útboðsskylt. mbl.is/Árni Sæberg

Brotið var gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Þetta er mat borgarlögmanns, sem segir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hins vegar ekki hafa brotið lög með gjörningum sínum.

Borgarlögmaður lagði á fundi innkauparáðs í dag fram álit sitt um fylgni við innkaupareglur við gerð samninga um braggann, sem er birt á vef Reykjavíkurborgar

Segir í áliti borgarlögmanns að tafir við framlagningu álitsins stafi af því „að upplýsingar frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar lágu ekki fyrir fyrr en 15. október sl.“ Ítrekað frá því í júní 2017 hafi hins vegar verið óskað eftir nánari úrvinnslu gagna, en það hafi ekki verið fyrr en í þessum mánuði sem „embættinu bárust nægilegar upplýsingar til að leggja mat“ á málið. Borgarlögmaður hafi áður upplýst innkauparáð um tafir á afhendingu upplýsinga og gagna á fundum ráðsins, en að ráðið hafi ekki bókað um þær sérstaklega á fundum sínum. 

Munnlegt samkomulag í stað skriflegra samninga

Gögnin sýni fram á að þeir samningar sem gerðir voru hafi ekki verið skriflegir heldur hafi verið um að ræða munnlegt samkomulag um að verkið skyldi unnið. Aðeins í einu tilfelli hafi verið til gögn sem sýndu samanburðartilboð, en að öðru leyti hafi ekki verið til staðar gögn sem sýndu fram á að leitað hefði verið hagkvæmustu tilboða. „Af þessum upplýsingum leiðir að engir skriflegir verksamningar liggi til grundvallar framkvæmdinni eða formlegt innkaupaferli heldur hefur samningum verið komið á með tilboðum og munnlegum hætti,“ segir í álitinu.

Það er þó niðurstaða borgarlögmanns að verkefnið hafi ekki verið útboðsskylt samkvæmt þágildandi lögum um opinber innkaup, þar sem samkvæmt þeirri kostnaðaráætlun sem verkfræðistofan Efla hafði unnið fyrir borgina var kostnaður við verkið á bilinu 146-158 milljónir króna. Það sé því ekki um brot á þeirri löggjöf að ræða.

Skylt að afla fyrirframsamþykkis innkauparáðs

Samkvæmt þeim innkaupareglum sem í gildi voru, sé hins vegar skylt að viðhafa innkaupaferli er áætluð samningsfjárhæð verklegra framkvæmda nemur hærri fjárhæð en 28 milljónum.

Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hafi bent á að ekki hafi verið hægt að bjóða verkefnið út þar sem ekki lægi ljóst fyrir hvað ætti að varðveita og hvað ætti að endurgera. Í því samhengi þurfi að skoða hvort að heimilt hafi verið að undanþiggja verkefnið formlegum innkaupaferlum samkvæmt innkaupareglum borgarinnar, en slíkt megi m.a. gera við varðveislu sögulegra bygginga. Enga sundurliðun sé hins vegar að finna í göngunum á því hvaða verk- og kostnaðarþættir slík undanþága geti átt við og „telur borgarlögmaður því ekki unnt að fullyrða að hún eigi við um hluta þjónustu hönnuða eða mögulega annarra sem að verkinu komu.“ 

Því sé rétt að benda á skylt sé að afla fyrirframsamþykkis innkauparáðs fyrir beitingu undanþáguheimilda. Engin gögn hafi hins vegar komið fram sem sýni að skilyrði undanþágu hafi verið uppfyllt og að einungis eitt fyrirtæki hafi komið til greina sem verktaki að einstökum verkþáttum. „Því hefur ekki verið sýnt fram á að heimilt hafi verið að semja beint við aðila um einstaka verkþætti á grundvelli einstakra tæknilegrar þekkingar þeirra,“ segir í álitinu.

Ástæða sé því til að benda á að samkvæmt innkaupareglum borgarinnar er óheimilt að skipta upp samningum í því skyni að komast hjá útboðsskyldu. Ekki sé unnt að fullyrða að slíkt hafi verið gert af ásettu ráði, enda liggi fyrir skýringar þess efnis að verkefnið sé þess eðlis að erfitt sé að sjá umfang þess fyrir. „Ljóst er þó að í innkaupareglum Reykjavíkurborgar er ekki að finna heimild til þess að leggja slíkar forsendur til grundvallar undanþágu frá útboðsskyldu."

Segir í frétt á vef Reykjavíkurborgar að innkauparáð telji álitið nýtast vel við endurskoðun innkaupareglna sem nú stendur yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Í beinni: Er gætt að geðheilbrigði?

13:48 Öryrkjabandalag Íslands heldur í dag málþing þar sem farið er yfir stöðuna á stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum sem nú er á miðju tímabili. Fylgjast má með fundinum í beinni útsendingu. Meira »

Fresti sjóböðum og fjöruferðum

13:16 Vegna viðhalds á dælustöð við Arnarnesvog á morgun, þar sem sett verður á yfirfall á meðan, er ekki mælst til þess að fólk stundi sjóböð eða fjöruferðir við Arnarnesvog fram yfir helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Garðbæ. Meira »

Sagt upp vegna frammistöðuvanda

13:15 Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni hjá Orku náttúrunnar, var sagt upp vegna frammistöðuvanda. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Áslaugar Thelmu, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. Meira »

Hnífstungurannsókn á lokametrunum

13:02 Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hnífaárás við útibú Arion banka á Geislagötu á Akureyri er á lokastigum. Skýrslutökum er lokið en beðið er eftir niðurstöðum úr sýnarannsóknum. Þetta staðfestir rannsóknarlögreglan á Akureyri. Meira »

Furðar sig á kæru Landverndar

13:02 Erfitt er að skilja markmið Landverndar með kæru samtakanna til ESA, sem varðar samþykki Alþingis til að veita sjávarútvegsráðherra heimild til framlengingar fiskeldisleyfa. Þetta segir Sigurður Pétursson, stofnandi laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish, í opnu bréfi til framkvæmdastjóra Landverndar. Meira »

Barn beindi geisla að umferðinni

12:27 Sterkum grænum geisla var beint að umferð í Reykjanesbæ um helgina. Geislanum var meðal annars beint að bifreið lögreglumanns sem var á ferðinni og lék enginn vafi á hvaðan geislinn kom að sögn lögreglu. Meira »

Kanna hvort um fjárkúgun sé að ræða

12:02 Stjórn Orkuveitunnar hefur falið Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra OR, að fara yfir alla skýrsluna og gera tillögur um meðferð einstakra þátta sem fjallað er um í skýrslunni og leggja til viðeigandi málsmeðferð. Meira »

Setja 4,5 milljarða í kísilverksmiðju

11:58 Félagið Stakksberg áætlar að fjárfesta fyrir um 4,5 milljarða króna í úrbótum á kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. Samkvæmt tilkynningu miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar. Meira »

Freista þess að flytja félagana heim

11:46 Fjallaleiðsögumaðurinn Leifur Örn Svavarsson er á leið til Nepal þar sem hann mun kanna möguleika á að flytja jarðneskar leifar þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar niður úr fjallinu Pumori og til höfuðborgarinnar Katmandú. Meira »

17 ára á 140 km hraða

11:40 Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á tæplega 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Viðgerðir ganga vel

11:01 Bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik hófust í fyrradag og ganga vel. Ljóst er að umfang skemmda á skipinu er gríðarlegt og að mikið verk verður að gera skipið hæft til siglinga. Meira »

Skýrslan kynnt í borgarráði á fimmtudag

09:50 Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur verður kynnt fyrir fulltrúum í borgarráði á fimmtudag. Meira »

Sýknudómar í stóra skattsvikamálinu

08:58 Landsréttur sýknaði fyrir helgi karl og konu í umfangsmiklu skattsvikamáli sem kom upp fyrir átta árum, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hafi verið fyrnd þegar að ákæra var gefin út. Héraðsdómur hafði áður sakfellt fólkið fyrir peningaþvætti af gáleysi. Meira »

Friða þyrfti stór svæði fyrir netum

08:30 Ef ætlunin er að fjölga í landselsstofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunetum og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Meira »

Framkvæmdum er lokið í Kubba

08:18 Framkvæmdum lokið í fjallinu Kubba á Ísafirði. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins.   Meira »

Segja að ný ylströnd gæti lyktað illa

07:57 Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði í Sundahöfn. Breytingin mun nú fara í hefðbundið auglýsingarferli. Meira »

„Sjáum skýr sóknarfæri“

07:37 „Við erum að undirbúa okkur fyrir þessa lotu. Við höfum ekki hitt fulltrúa Samtaka atvinnulífsins enn sem komið er til að leggja fram kröfugerð en erum að máta okkur aðeins inn í hugmyndir um breytingar á skattkerfinu og fleiri slíkar áherslur.“ Meira »

Fannst heill á húfi

06:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk beiðni um klukkan 17:00 í gær um að hefja eftirgrennslan eftir manni sem ekki hafði skilað sér heim. Meira »

Hæglætisveður næstu daga

06:44 Spáð er hægri suðaustanátt í dag en strekkingi við ströndina sunnan- og vestanlands fram eftir degi.  Meira »
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...