Vertíðinni lauk í gærkvöldi

Ocean Dream við Skarfabakka.
Ocean Dream við Skarfabakka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns.

Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum hafa á þessu ári alls 72 skemmtiferðaskip komið, mörg þeirra oftar en einu sinni, og eru skipakomur 166 talsins. Farþegafjöldi með skipunum er hátt í 150 þúsund.

Fyrsta skip vertíðarinnar var Magellan sem lagðist að Skarfabakka 9. mars síðastliðinn. Kom það hingað til lands í sérstaka norðurljósasiglingu en slíkar ferðir hafa sótt nokkuð í sig veðrið að undanförnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert