„Átti að taka þá í klikkaða ævintýraferð“

Neil og Si voru mjög sáttir með heimsóknina.
Neil og Si voru mjög sáttir með heimsóknina. Skjáskot/GCN

Á síðustu árum hafa malarhjólreiðar (e. gravel) sótt mikið í sig veðrið víða um heim og nú í síðasta mánuði komu hjólreiðamenn frá einum vinsælasta hjólamiðli heims, ef ekki þeim vinsælasta og tóku upp myndskeið þar sem þeir ferðast um Fjallabak. Eiga þeir vart orð til að lýsa íslenskri náttúru og undirlaginu sem þeir segja einstaklega gott fyrir bæði fjalla- og malarhjólreiðar.

Tvö myndbönd af ferðalagi þeirra voru birt í vikunni á Youtube og hafa þegar um 220 þúsund manns horft á þau og eru viðbrögðin öll á sömu leið. Það dást allir að þessum hjólastað.

Magne Kvam, einn eigandi og framkvæmdastjóri Icebike Adventures, var fenginn til að skipuleggja ferð þeirra Simon Richardson (Si) og Neil Donoghue. Eru þeir kynnar hjá Global cycling network (GCN) og Global moutain bike network (GMBN), en um er að ræða systurstöðvar sem eru með daglega þætti á Youtube um allt mögulegt tengt hjólreiðum.

Magne hefur rekið fyrirtækið hér á landi í áratug ásamt fjölskyldu sinni og segir að þau hafi reglulega tekið að sér verkefni sem þessi. Þetta sé þó klárlega einn af stærri miðlum sem fjalli um hjólreiðar í heiminum.

Frá ferðalagi þeirra Si og Neil. Náttúrunni eru gerð góð ...
Frá ferðalagi þeirra Si og Neil. Náttúrunni eru gerð góð skil í myndbandinu. Skjáskot/GCN

„Ég átti að taka þá í klikkaða ævintýraferð, mikla áskorun og gera eitthvað erfitt,“ segir Magne. Upphaflega voru hugmyndirnar vel ævintýralegar, en Magne segir að þær hafi aðeins verið dempaðar þegar leið nær ferðinni. „Fyrsta hugmyndin var að henda þeim úr þyrlu og láta þá hjóla til baka,“ segir hann og hlær.

Að endingu var ákveðið að Magne myndi fylgja þeim á bíl, enda var myndatökumaður með í för sem þurfi að fylgja hjólurunum. Voru þeir keyrðir upp í nágrenni Hrafntinnuskers þar sem ferðin byrjaði í snjó og þoku. Á myndbandinu má sjá að Si og Neil eru á báðum áttum um ágæti ferðarinnar á þessum tímapunkti, en það breytist fljótt.

Glæsileg myndskeið af íslenskri náttúru fylgja sem gera umhverfinu sem hjólararnir eru í góð skil. Enda eru þeir Neil og Si ekkert að skafa af aðdáun sinni á íslenskri náttúru. Segir Neil, sem er meiri fjallahjólamaður en Si, að útsýnið sé æðislegt og að fara niður brekkurnar sé einstaklega þægilegt. Segja þeir undirlagið, sem er að megninu til er á vikurbreiðum, vera fullkomið fyrir reiðhjólamenn.

Fara þeir frá Hrafntinnuskeri um Fjallabak og í Hungurfit og svo Hekluleiðina.

Myndband GCN fókusar á ferðina út frá malarhjólreiðum og upplifun Si.

Myndband GMBN fókusar á ferðina meira út frá sjónarhorni fjallahjólreiða og upplifun Neil.

Magne tekur undir þetta við blaðamann og segir að það finnist varla betri aðstaða fyrir malarhjólreiðar en á þessu svæði. Segir hann að þjöppuð eldfjallaaskan hafi þessa þægilegu eiginleika og að menn trúi því varla þegar þeir fari um gróft eldfjallalandslagið.

Icebike adventures hefur í ár verið með nokkrar sérferðir þar sem horft er til malarhjólreiða og segir Magne að með þeirri sprengingu sem sé á þessu sviði erlendis ætli fyrirtækið að taka skrefið til fulls á næsta ári og bjóða upp á mikinn fjölda slíkra ferða. „Þetta var varla til fyrir þremur árum, en er nú orðið risastórt. Menn eru ekki byrjaðir að kveikja almennilega á þessu hér,“ segir hann.

Magne segir að aðstaðan fyrir malarhjólreiðar hér á landi sé ...
Magne segir að aðstaðan fyrir malarhjólreiðar hér á landi sé í heimsklassa. Ljósmynd/Icebike adventures

Munurinn á venjulegum fjallahjólaferðum og malarhjólaferðum er að í fjallahjólaferðum er farið um grófari og tæknilegri leiðir. Eru það oft svokallaðir einstígar og slóðar, en í malarhjólreiðum er oftast farið um vegslóða og svo að litlu leyti inn á tæknilegri slóða. Magne segir að þetta höfði því í raun til alveg nýs markhóps. Fjallahjólarar sækist lítið í þetta, þeir vilji tæknilegri leiðir, en götuhjólreiðamenn sem hingað til hafa sótt í malbik sjái þarna tækifæri á komast í betri tengingu við náttúruna og prófa eitthvað nýtt. Á sama tíma séu þeir á hjóli sem líkist götuhjóli og hjóli mun fleiri kílómetra en í hefðbundinni fjallahjólaferð. „Gravel-fólk vill kílómetra og fer auðveldlega 100 kílómetra á dag, en fjallahjólaliðið er meira í að njóta útsýnisins og taka myndir,“ segir hann og bætir við að það vilji svo meiri bratta og tæknilegri leiðir.

Ferðamenn sem koma hingað til lands og sækja í malarhjólaferðir eru að sögn Magne fólk sem stendur nokkuð vel fjárhagslega. „Þetta er útivistarþenkjandi fólk með talsverða peninga.“ Hann segir markhópinn vel getað orðið svipað stóran á stuttum tíma og er með fjallahjólahópinn sem kemur hingað til lands á hverju ári.

Hann segir að myndbönd sem þessi séu auðvitað mjög góð auglýsing. Hann á þó ekki von á sprengju, en að þetta sé mjög góð byrjun fyrir að kynna malarhjólreiðar hér á landi.

Í malarhjólreiðum er farið um vegslóða meirihluta af tímanum.
Í malarhjólreiðum er farið um vegslóða meirihluta af tímanum. Ljósmynd/Icebike adventures
mbl.is

Innlent »

Skýjað sunnan- og austanlands

07:09 Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.  Meira »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er viðtað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Í gær, 20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »

Fimm í bílveltu á Vesturlandi

Í gær, 19:55 Fimm manns voru í bíl sem valt á Snæfellsvegi skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld.  Meira »

Gekk upp og niður Esjuna í sólarhring

Í gær, 19:07 „Ég ligg bara og tek því mjög rólega. Ég stend eiginlega ekki í lappirnar ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Svanberg Halldórsson í samtali við mbl.is. Hann náði því ótrúlega afreki að ganga upp og niður Esjuna tólf sinnum í einum rykk og er því líklega íslandsmethafi í Esjugöngu. Meira »

Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan?

Í gær, 18:15 Þjóðkirkjan er stærst trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Meira »

Fjölmennt á torfærukeppni Bíladaga

Í gær, 17:50 Torfærukeppni Bíladaga á Akureyri stendur nú yfir á þessari árlegu hátíð sem haldin er um helgina. Mikill fjöldi fólks er mættur til að horfa á ökumenn sýna listir sínar og er stemningin góð. Þór Þormar Pálsson var fljótastur í tímabraut og kom í mark á 46 sekúndum. Meira »

„Hér eru allir í skýjunum“

Í gær, 17:37 „Þetta var í alla staði frábær dagur. Við fengum hér stútfulla hafnarstétt af fólki, athöfnin sjálf var frábær og hér eru allir í skýjunum,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, um móttöku skipsins í samtali við mbl.is. Meira »

Ríkisvæðingarstefna dauðans

Í gær, 16:30 Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana. Meira »

Fékk sér Billie Eilish-tattú

Í gær, 16:10 Allt bendir til þess að Birta Líf Bjarkadóttir sé helsti aðdáandi poppstjörnunnar bandarísku Billie Eilish hér á landi. Vitnisburður um það er nýja húðflúrið hennar Birtu, sem er mynd af Billie. Meira »

300 hlupu kvennahlaup á Akureyri

Í gær, 15:30 Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta sinn í blíðskaparveðri um allt land, en frábær þátttaka var í hlaupinu og talið er að 10.000 konur hafi tekið þátt í því á yfir 80 stöðum um land allt og víða erlendis. Meira »

Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

Í gær, 14:43 Á meðan þingið bíður eftir að fjármálaáætlun komi frá fjárlaganefnd bíður fjárlaganefnd eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu til að vinna úr. Nefndin er í „algerri biðstöðu,“ segir Björn Leví Pírati. Meira »

Rigningin stoppaði stutt við

Í gær, 14:17 Þau tíðindi urðu á öðrum tímanum í dag að regnskúr gerði á höfuðborgarsvæðinu. Rigningin stoppaði þó stutt við en ekki hefur rignt að ráði undanfarnar vikur. Meira »

Hefur verið á göngu síðan átta í gær

Í gær, 13:00 Einar Hansberg Árnason hefur gengið 50 kílómetra síðan klukkan átta í gærkvöldi. Hann á 50 kílómetra fram undan. Hann er í sérstöku þyngdarvesti og stoppar á tveggja tíma fresti og tekur æfingu. Meira »

Eðlilegt að E. coli greinist í kjöti

Í gær, 12:56 „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt því E. coli er í þarmaflóru nautgripa og sauðfjár og hluti þeirra getur borið shigatoxín,“ segir Dóra Gunnardóttir, forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar, spurð hvort það hafi komið á óvart að shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) hafi fundist í kjöti á markaði. Meira »

Sáu Herjólf leggjast að bryggju

Í gær, 11:59 Hópur fólks fylgdist með nýjum og glæsilegum Herjólfi leggjast að bryggju í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.  Meira »
Borðfætur stál
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...
Bátakerra .
Tilboð óskast uppl. 8691204....
35 " Toyota LandC árg. sept. 2002
Dísel 164 hestöf sjálfskiptur. Akstur 256 þús: gott viðhald. Búið að sjóða í s...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...