„Átti að taka þá í klikkaða ævintýraferð“

Neil og Si voru mjög sáttir með heimsóknina.
Neil og Si voru mjög sáttir með heimsóknina. Skjáskot/GCN

Á síðustu árum hafa malarhjólreiðar (e. gravel) sótt mikið í sig veðrið víða um heim og nú í síðasta mánuði komu hjólreiðamenn frá einum vinsælasta hjólamiðli heims, ef ekki þeim vinsælasta og tóku upp myndskeið þar sem þeir ferðast um Fjallabak. Eiga þeir vart orð til að lýsa íslenskri náttúru og undirlaginu sem þeir segja einstaklega gott fyrir bæði fjalla- og malarhjólreiðar.

Tvö myndbönd af ferðalagi þeirra voru birt í vikunni á Youtube og hafa þegar um 220 þúsund manns horft á þau og eru viðbrögðin öll á sömu leið. Það dást allir að þessum hjólastað.

Magne Kvam, einn eigandi og framkvæmdastjóri Icebike Adventures, var fenginn til að skipuleggja ferð þeirra Simon Richardson (Si) og Neil Donoghue. Eru þeir kynnar hjá Global cycling network (GCN) og Global moutain bike network (GMBN), en um er að ræða systurstöðvar sem eru með daglega þætti á Youtube um allt mögulegt tengt hjólreiðum.

Magne hefur rekið fyrirtækið hér á landi í áratug ásamt fjölskyldu sinni og segir að þau hafi reglulega tekið að sér verkefni sem þessi. Þetta sé þó klárlega einn af stærri miðlum sem fjalli um hjólreiðar í heiminum.

Frá ferðalagi þeirra Si og Neil. Náttúrunni eru gerð góð ...
Frá ferðalagi þeirra Si og Neil. Náttúrunni eru gerð góð skil í myndbandinu. Skjáskot/GCN

„Ég átti að taka þá í klikkaða ævintýraferð, mikla áskorun og gera eitthvað erfitt,“ segir Magne. Upphaflega voru hugmyndirnar vel ævintýralegar, en Magne segir að þær hafi aðeins verið dempaðar þegar leið nær ferðinni. „Fyrsta hugmyndin var að henda þeim úr þyrlu og láta þá hjóla til baka,“ segir hann og hlær.

Að endingu var ákveðið að Magne myndi fylgja þeim á bíl, enda var myndatökumaður með í för sem þurfi að fylgja hjólurunum. Voru þeir keyrðir upp í nágrenni Hrafntinnuskers þar sem ferðin byrjaði í snjó og þoku. Á myndbandinu má sjá að Si og Neil eru á báðum áttum um ágæti ferðarinnar á þessum tímapunkti, en það breytist fljótt.

Glæsileg myndskeið af íslenskri náttúru fylgja sem gera umhverfinu sem hjólararnir eru í góð skil. Enda eru þeir Neil og Si ekkert að skafa af aðdáun sinni á íslenskri náttúru. Segir Neil, sem er meiri fjallahjólamaður en Si, að útsýnið sé æðislegt og að fara niður brekkurnar sé einstaklega þægilegt. Segja þeir undirlagið, sem er að megninu til er á vikurbreiðum, vera fullkomið fyrir reiðhjólamenn.

Fara þeir frá Hrafntinnuskeri um Fjallabak og í Hungurfit og svo Hekluleiðina.

Myndband GCN fókusar á ferðina út frá malarhjólreiðum og upplifun Si.

Myndband GMBN fókusar á ferðina meira út frá sjónarhorni fjallahjólreiða og upplifun Neil.

Magne tekur undir þetta við blaðamann og segir að það finnist varla betri aðstaða fyrir malarhjólreiðar en á þessu svæði. Segir hann að þjöppuð eldfjallaaskan hafi þessa þægilegu eiginleika og að menn trúi því varla þegar þeir fari um gróft eldfjallalandslagið.

Icebike adventures hefur í ár verið með nokkrar sérferðir þar sem horft er til malarhjólreiða og segir Magne að með þeirri sprengingu sem sé á þessu sviði erlendis ætli fyrirtækið að taka skrefið til fulls á næsta ári og bjóða upp á mikinn fjölda slíkra ferða. „Þetta var varla til fyrir þremur árum, en er nú orðið risastórt. Menn eru ekki byrjaðir að kveikja almennilega á þessu hér,“ segir hann.

Magne segir að aðstaðan fyrir malarhjólreiðar hér á landi sé ...
Magne segir að aðstaðan fyrir malarhjólreiðar hér á landi sé í heimsklassa. Ljósmynd/Icebike adventures

Munurinn á venjulegum fjallahjólaferðum og malarhjólaferðum er að í fjallahjólaferðum er farið um grófari og tæknilegri leiðir. Eru það oft svokallaðir einstígar og slóðar, en í malarhjólreiðum er oftast farið um vegslóða og svo að litlu leyti inn á tæknilegri slóða. Magne segir að þetta höfði því í raun til alveg nýs markhóps. Fjallahjólarar sækist lítið í þetta, þeir vilji tæknilegri leiðir, en götuhjólreiðamenn sem hingað til hafa sótt í malbik sjái þarna tækifæri á komast í betri tengingu við náttúruna og prófa eitthvað nýtt. Á sama tíma séu þeir á hjóli sem líkist götuhjóli og hjóli mun fleiri kílómetra en í hefðbundinni fjallahjólaferð. „Gravel-fólk vill kílómetra og fer auðveldlega 100 kílómetra á dag, en fjallahjólaliðið er meira í að njóta útsýnisins og taka myndir,“ segir hann og bætir við að það vilji svo meiri bratta og tæknilegri leiðir.

Ferðamenn sem koma hingað til lands og sækja í malarhjólaferðir eru að sögn Magne fólk sem stendur nokkuð vel fjárhagslega. „Þetta er útivistarþenkjandi fólk með talsverða peninga.“ Hann segir markhópinn vel getað orðið svipað stóran á stuttum tíma og er með fjallahjólahópinn sem kemur hingað til lands á hverju ári.

Hann segir að myndbönd sem þessi séu auðvitað mjög góð auglýsing. Hann á þó ekki von á sprengju, en að þetta sé mjög góð byrjun fyrir að kynna malarhjólreiðar hér á landi.

Í malarhjólreiðum er farið um vegslóða meirihluta af tímanum.
Í malarhjólreiðum er farið um vegslóða meirihluta af tímanum. Ljósmynd/Icebike adventures
mbl.is

Innlent »

Skora á ráðuneyti að bregðast við

16:19 Hjúkrunarráð Landspítala skorar á heilbrigðisyfirvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í áskorun sem hjúkrunarráð sendi heilbrigðisráðuneyti í gær. Meira »

Pattstaða í fatasöfnun yfir jólin

16:00 „Allt þetta hökt í keðjunni hafði mikil áhrif. Við gátum ekki annað öllu sem okkur barst, en við erum að ná þessu upp aftur og fólk þarf ekki að óttast að ekki verði tekið við fötum í Sorpu um helgina,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins. Meira »

Skoða aðstæður barnshafandi á landsbyggðinni

15:56 Félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu á ríkisstjórnarfundi í morgun áform um skoða í sameiningu breytingar til að styðja betur við barnshafandi konur á landsbyggðinni og fjölskyldur þeirra. Meira »

Greiðir fyrir beinu flugi milli Íslands og Japans

15:28 Sendinefnd utanríkisráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fundaði með fulltrúum samgönguráðuneytis Japans í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti. Meira »

Flugvirkjar semja við Bluebird

14:53 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara. Meira »

Mikill meirihluti vill seinkun klukku

14:48 Rúm 63% Íslendinga eru hlynnt því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er, en rúm 36% vilja óbreytta stöðu klukkunnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Meira »

Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

14:11 Sextán ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í september árið 2017, hefur verið staðfestur af Landsrétti. Cairo mun una niðurstöðu Landsréttar. Meira »

Vatnsmýri verði 102 Reykjavík

13:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að þess verði farið á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts að Vatnsmýri fái póstnúmerið 102. Íbúar í Skerjafirði eru mótfallnir breytingunni og segja að íbúðaverð muni lækka við póstnúmerabreytinguna. Meira »

Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel

13:45 „Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann útskrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeindaskanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknaður af krabbameininu,“ segir móðir hans. Meira »

Nauðungarvistun litlar skorður settar

13:38 Sérfræðinefnd Evrópuráðsins hefur ítrekað farið fram á endurbætur á lögræðislögum Íslands, en það er ekkert í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að saga Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, endurtaki sig. Meira »

Umræðan drifin áfram af tilfinningu

13:37 Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra er ekki kunnugt um að nokkrum stað hafi verið gerður jafn ítarlegur gagnagrunnur um tekjur íbúa en nú er til um Íslendinga. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í dag vegna nýs vefs þar sem hægt er að skoða tekjuþróun Íslendinga 1991 til 2017. Meira »

Fleiri hjónabönd og færri skilnaðir

13:30 Alls gengu 3.979 einstaklingar í hjónaband á síðasta ári en 1.276 skildu, samkvæmt skráningu í Þjóðskrá Íslands.  Meira »

Vantaði innsýn þeirra sem hafa reynslu

13:07 Notendasamtökin Hugarafl segja að það hafi vantað innsýn einstaklinga með persónulega reynslu af því öngstræti sem það er að vilja ekki lifa lengur, í umtöluðu Kastljósviðtali vegna ummæla Öldu Karenar Hjaltalín um geðheilbrigðismál á þriðjudag. Meira »

Réðst á mann með skefti af álskóflu

13:06 Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 275 þúsund króna í miskabætur fyrir líkamsárás. Meira »

Fullyrðingarnar ósannaðar

12:27 Neytendastofa hefur bannað fyrirtækinu Törutrix ehf. að fullyrða í auglýsingu að varan Golden Goddess vinni gegn bólum, minnki fínar hrukkur og styrki húðina. Neytendastofa telur að fullyrðingarnar séu ósannaðar. Meira »

Hægt að árangursmæla stjórnvöld

12:12 „Hann býður upp á ótrúleg tækifæri til þess að taka góðar ákvarðanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is um nýjan gagnagrunn stjórnvalda um tekjur landsmanna. Þá segir hún gagnagrunninn gera stjórnvöldum kleift að meta félagslegan hreyfanleika á Íslandi. Meira »

Tekjuþróun allra landsmanna birt

11:05 Stjórnvöldum verður nú kleift að meta áhrif breytinga á sköttum og bótum á lífskjör einstakra hópa með nýjum gagnagrunni sem byggir á skattframtölum allra Íslendinga. Vefurinn tekjusagan.is veitir aðgengi að upplýsingum um lífskjör Íslendinga frá 1991 til ársins 2017. Meira »

Lottó og pylsa í Staðarskála

10:46 Hjón að norðan duttu í lukkupottinn á laugardag þegar þau keyptu lottómiða með pylsunni í Staðarskála því miðinn skilaði þeim 22 milljónum. Eldri borgari af Suðurlandi varð einnig milljónamæringur nýverið en hann tók þátt í EuroJackpot. Hann var alsæll enda snúið að lifa á lífeyrinum einum saman. Meira »

Hafnarvörður dróst með lyftara

10:35 Lyftara var ekið á hafnarvörð í Grindavík í vikunni að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Þrjú fiskikör voru á lyftaranum þegar atvikið átti sér stað og féll hafnarvörðurinn í jörðina við ákeyrsluna og dróst með honum nokkurn spöl áður en stjórnandi tækisins varð hans var. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...