„Átti að taka þá í klikkaða ævintýraferð“

Neil og Si voru mjög sáttir með heimsóknina.
Neil og Si voru mjög sáttir með heimsóknina. Skjáskot/GCN

Á síðustu árum hafa malarhjólreiðar (e. gravel) sótt mikið í sig veðrið víða um heim og nú í síðasta mánuði komu hjólreiðamenn frá einum vinsælasta hjólamiðli heims, ef ekki þeim vinsælasta og tóku upp myndskeið þar sem þeir ferðast um Fjallabak. Eiga þeir vart orð til að lýsa íslenskri náttúru og undirlaginu sem þeir segja einstaklega gott fyrir bæði fjalla- og malarhjólreiðar.

Tvö myndbönd af ferðalagi þeirra voru birt í vikunni á Youtube og hafa þegar um 220 þúsund manns horft á þau og eru viðbrögðin öll á sömu leið. Það dást allir að þessum hjólastað.

Magne Kvam, einn eigandi og framkvæmdastjóri Icebike Adventures, var fenginn til að skipuleggja ferð þeirra Simon Richardson (Si) og Neil Donoghue. Eru þeir kynnar hjá Global cycling network (GCN) og Global moutain bike network (GMBN), en um er að ræða systurstöðvar sem eru með daglega þætti á Youtube um allt mögulegt tengt hjólreiðum.

Magne hefur rekið fyrirtækið hér á landi í áratug ásamt fjölskyldu sinni og segir að þau hafi reglulega tekið að sér verkefni sem þessi. Þetta sé þó klárlega einn af stærri miðlum sem fjalli um hjólreiðar í heiminum.

Frá ferðalagi þeirra Si og Neil. Náttúrunni eru gerð góð ...
Frá ferðalagi þeirra Si og Neil. Náttúrunni eru gerð góð skil í myndbandinu. Skjáskot/GCN

„Ég átti að taka þá í klikkaða ævintýraferð, mikla áskorun og gera eitthvað erfitt,“ segir Magne. Upphaflega voru hugmyndirnar vel ævintýralegar, en Magne segir að þær hafi aðeins verið dempaðar þegar leið nær ferðinni. „Fyrsta hugmyndin var að henda þeim úr þyrlu og láta þá hjóla til baka,“ segir hann og hlær.

Að endingu var ákveðið að Magne myndi fylgja þeim á bíl, enda var myndatökumaður með í för sem þurfi að fylgja hjólurunum. Voru þeir keyrðir upp í nágrenni Hrafntinnuskers þar sem ferðin byrjaði í snjó og þoku. Á myndbandinu má sjá að Si og Neil eru á báðum áttum um ágæti ferðarinnar á þessum tímapunkti, en það breytist fljótt.

Glæsileg myndskeið af íslenskri náttúru fylgja sem gera umhverfinu sem hjólararnir eru í góð skil. Enda eru þeir Neil og Si ekkert að skafa af aðdáun sinni á íslenskri náttúru. Segir Neil, sem er meiri fjallahjólamaður en Si, að útsýnið sé æðislegt og að fara niður brekkurnar sé einstaklega þægilegt. Segja þeir undirlagið, sem er að megninu til er á vikurbreiðum, vera fullkomið fyrir reiðhjólamenn.

Fara þeir frá Hrafntinnuskeri um Fjallabak og í Hungurfit og svo Hekluleiðina.

Myndband GCN fókusar á ferðina út frá malarhjólreiðum og upplifun Si.

Myndband GMBN fókusar á ferðina meira út frá sjónarhorni fjallahjólreiða og upplifun Neil.

Magne tekur undir þetta við blaðamann og segir að það finnist varla betri aðstaða fyrir malarhjólreiðar en á þessu svæði. Segir hann að þjöppuð eldfjallaaskan hafi þessa þægilegu eiginleika og að menn trúi því varla þegar þeir fari um gróft eldfjallalandslagið.

Icebike adventures hefur í ár verið með nokkrar sérferðir þar sem horft er til malarhjólreiða og segir Magne að með þeirri sprengingu sem sé á þessu sviði erlendis ætli fyrirtækið að taka skrefið til fulls á næsta ári og bjóða upp á mikinn fjölda slíkra ferða. „Þetta var varla til fyrir þremur árum, en er nú orðið risastórt. Menn eru ekki byrjaðir að kveikja almennilega á þessu hér,“ segir hann.

Magne segir að aðstaðan fyrir malarhjólreiðar hér á landi sé ...
Magne segir að aðstaðan fyrir malarhjólreiðar hér á landi sé í heimsklassa. Ljósmynd/Icebike adventures

Munurinn á venjulegum fjallahjólaferðum og malarhjólaferðum er að í fjallahjólaferðum er farið um grófari og tæknilegri leiðir. Eru það oft svokallaðir einstígar og slóðar, en í malarhjólreiðum er oftast farið um vegslóða og svo að litlu leyti inn á tæknilegri slóða. Magne segir að þetta höfði því í raun til alveg nýs markhóps. Fjallahjólarar sækist lítið í þetta, þeir vilji tæknilegri leiðir, en götuhjólreiðamenn sem hingað til hafa sótt í malbik sjái þarna tækifæri á komast í betri tengingu við náttúruna og prófa eitthvað nýtt. Á sama tíma séu þeir á hjóli sem líkist götuhjóli og hjóli mun fleiri kílómetra en í hefðbundinni fjallahjólaferð. „Gravel-fólk vill kílómetra og fer auðveldlega 100 kílómetra á dag, en fjallahjólaliðið er meira í að njóta útsýnisins og taka myndir,“ segir hann og bætir við að það vilji svo meiri bratta og tæknilegri leiðir.

Ferðamenn sem koma hingað til lands og sækja í malarhjólaferðir eru að sögn Magne fólk sem stendur nokkuð vel fjárhagslega. „Þetta er útivistarþenkjandi fólk með talsverða peninga.“ Hann segir markhópinn vel getað orðið svipað stóran á stuttum tíma og er með fjallahjólahópinn sem kemur hingað til lands á hverju ári.

Hann segir að myndbönd sem þessi séu auðvitað mjög góð auglýsing. Hann á þó ekki von á sprengju, en að þetta sé mjög góð byrjun fyrir að kynna malarhjólreiðar hér á landi.

Í malarhjólreiðum er farið um vegslóða meirihluta af tímanum.
Í malarhjólreiðum er farið um vegslóða meirihluta af tímanum. Ljósmynd/Icebike adventures
mbl.is

Innlent »

Eiríkur hlýt­ur verðlaun Jónas­ar

16:32 Eiríkur Rögnvaldsson hlaut í dag verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar þegar þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Höfn. Við sama tækifæri tók Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson við sérstakri viðurkenningu á degi íslenskrar tungu fyrir verkefnið Skáld í skólum. Meira »

Dómur í kynferðisbrotamáli mildaður

16:30 Landsréttur hefur dæmt karlmann í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára stúlku árið 2015 og dæmt hann til að greiða henni 1.3 milljónir króna í miskabætur. Héraðsdómur Reykjaness hafði einnig dæmt manninn í 18 mánaða fangelsi en það var ekki bundið skilorði. Meira »

Mengunin hverfur með „Soda Stream“

16:22 „Þetta er í sjálfu sér einföld aðferð,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, verkefnastjóri hjá CarbFix teymi á Hellisheiði. Undanfarin 11 ár hefur aðferð verið þróuð sem hefur skilað sér í því að nú eru þau farin að binda um 10 þúsund tonn árlega af losun Hellisheiðarvirkjunar og meirihlutann af brennisteinsvetninu sem verksmiðjan losaði. Meira »

Mikið vatnsveður á höfuðborgarsvæðinu

16:15 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðarfirði. Búast má við hvössum vindi og snörpum vindkviðum við fjöllum og færð er varasöm fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er beðið um að kanna hvort niðurföll séu í lagi. Meira »

Sagt upp fyrirvarlaust eftir 44 ár

15:56 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vöku hf, björgunarfélag, til að greiða karlmanni á sjötugsaldri rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum í skaðabætur fyrir að hafa sagt honum fyrirvaralaust upp störfum, án uppsagnarfrest, eftir 44 ára starf hjá fyrirtækinu. Meira »

Vilja lækka skatta og auka útgjöld

15:55 Miðflokkurinn segir of mikinn útgjaldavöxt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og leggur til að auka útgjöld ríkissjóðs um 2,4 milljarða króna. Þá leggur flokkurinn einnig til í breytingartillögum sínum við frumvarpið að tekjur verði 4,8 milljörðum minni. Meira »

Banksy lofi nýju verki verði Jón dæmdur

15:42 Listamaðurinn Banksy virðist hafa fengið veður af umræðunni um verk Jóns Gnarr, en hann sendi borgarstjóranum fyrrverandi skilaboð í dag og sagðist myndu senda Jóni nýtt verk yrði hann dæmdur fyrir að eyðileggja verkið. Meira »

Margir lesa á íslensku sér til gamans

14:59 Nær helmingur landsmanna sagðist að jafnaði lesa sér til gamans í hverri viku samkvæmt nýjustu könnun MMR á lestrarvenjum, eða 42%. 68% svarenda kváðust hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar síðustu tólf mánuði. Meira »

Fleiri innbrot og kynferðisbrot

14:34 Kynferðisbrotum og innbrotum fjölgaði nokkuð í október miðað við meðaltal síðustu sex mánuði, að því er segir í afbrotatölfræði lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu fyrir október. Voru kynferðisbrot 21 talsins sem er 30% fleiri en meðaltal síðustu sex mánuði. Meira »

Geta nú samið um Síberíuflugleiðina

14:33 Rússar gera ekki lengur kröfu um að íslenskir flugrekendur sem vilja nota Síberíuflugleiðina haldi jafnframt uppi beinu áætlunarflugi til áfangastaðar í Rússlandi. Hingað til hafa skilmálar Rússa verið mjög strangir og þannig komið í veg fyrir að íslensk félög gætu samið um notkun flugleiðarinnar. Meira »

Brugðist við lyfjaskorti

14:01 Lyfjastofnun hefur gripið til aðgerða til þess að bregðast við lyfjaskorti og er markmið þeirra að bæta yfirsýn stofnunarinnar og auðvelda henni að grípa til ráðstafana þegar nauðsyn krefur. Meira »

Mótmæla að grafarró verði raskað

13:45 Á sunnudaginn verður gjörningur í Víkurgarði í miðborg Reykjavíkur frá klukkan 14:00 til 16:00 til að mótmæla því að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel. Meira »

Krónan fylgir ekki lengur sjávarútvegi

12:59 Það kom mörgum á óvart að krónan skyldi ekki veikjast þegar sjómenn fóru í verkfall á síðasta ári, en gjaldeyristekjur streyma núna inn úr fleiri áttum, s.s. í gegnum ferðaþjónustu. Meira »

Vélar WOW og Southwest rákust saman

12:33 Bandarísk flugmálayfirvöld hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað á alþjóðaflugvellinum í St. Louis í gær þegar flugvélar WOW air og Southwest Airlines rákust saman. Meira »

Útilokar ekki frekari frestun orkupakka

11:39 Ekki er útilokað að framlagning frumvarps um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins frestist lengur en til vorþings. Þetta segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Nýtt neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur

11:36 Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til samninga um kaup á húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur. Í skýlinu, sem er fyrir unga karlmenn í neyslu, verður sólarhringsvakt og er áætlaður rekstrarkostnaður um 115 milljónir á ári. Meira »

Þörf á 4.000 íbúðum í borginni

11:08 Samkvæmt nýrri greiningu Capacent á stöðu og horfum á fasteignamarkaði í Reykjavík vantar um 4.000 íbúðir á næstu árum til að fullnægja þörf fyrir nýjar íbúðir í borginni. Eins og staðan er í dag verða hins vegar aðeins byggðar um 1.350 íbúðir í borginni á næstu tveimur árum. Meira »

Fordæmir vinnubrögð Sjómannafélagsins

10:38 Stéttarfélagið Framsýn fordæmir „ólýðræðisleg vinnubrögð“ trúnaðarráðs Sjómannafélags Íslands, vegna brottreksturs Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem boðið hefur sig fram til formanns í félaginu. Meira »

Frekar verkfall en 4% launahækkun

10:26 „Það er alveg ljóst að í þeim kjaraviðræðum sem fram undan eru mun íslenskt verkafólk fremur velja harða kjarabaráttu og jafnvel vinnustöðvanir en að þiggja að hámarki 4% launahækkun í þriggja ára samningi,“ segir í tilkynningu frá Framsýn, stéttarfélagi Þingeyinga. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alina...
Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir, þorrablót, einkas...