Atli Þór hættir í Pírötum

Atli Þór segir ekkert eins ógeðslegt og að upplifa einelti …
Atli Þór segir ekkert eins ógeðslegt og að upplifa einelti sem hluta af strúktúr. mbl.is/Eggert

Atli Þór Fanndal mun hvorki taka þátt í flokksstarfi Pírata né kjósa eða styðja flokkinn á nokkurn hátt nema hann sjái áhrifafólk innan flokksins setja þeim sem standa að „aðförinni“ innan flokksins stól fyrir dyrnar. Þetta kemur fram í pistli sem Atli Þór birti á Facebook fyrr í dag og vísar í viðtal mbl.is við Rannveigu Ernudóttur.

Atli Þór er blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata og í færslunni segist hann hafa orðið fyrir hrottalegu einelti sem barn og að það hafi kennt honum að hlutleysi sé ekki til í slíkum málum.

Atli Þór Fanndal.
Atli Þór Fanndal. mbl.is/Golli

Hann segir ekkert eins ógeðslegt og að upplifa einelti sem hluta af strúktúr, vandlega hönnuðum og bestum þeim sem engin mörk virða og tala um háleit markmið en vilja fyrst og fremst skapa sér hóp þar sem þau ráða öllu.

„Tuddar þrífast í markaleysi og umhverfi þar sem allir upplifa sig eina og án stuðnings. Þess vegna verða þeir sem standa félagslega sterkast í öllum hópum að stoppa þá sem græða mest á frekjuræðinu strax en ekki formgera eineltið með úrskurði eins og úrskurðarnefndar.“

„Ég mun ekki starfa fyrir Pírata, veita neina ráðgjöf, vera í flokknum né kjósa hann eða styðja nema ég sjái áhrifafólk flokksins setja þeim sem standa að aðförinni stólinn fyrir dyrnar. Ítrekuðum ráðleggingum mínum um hvernig takast á við svona hegðun hefur ekki verið fylgt.“

Atli Þór segist ekki geta tengst hreyfingu sem setji kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun og segir ástandið „kafkaeskt“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert