Kosið um sameiningu tveggja félaga

Starfsmenn borgarinnar hreinsa götur.
Starfsmenn borgarinnar hreinsa götur. mbl.is/​Hari

Kosið verður um sameiningu SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í dag. Verði sameiningin samþykkt verða félagsmenn sameinaðs félags 10.300 talsins, sem er nærri helmingur félagsmanna BSRB og þriðja stærsta stéttarfélag landsins.

Formenn félaganna, sem eru þau langstærstu innan BSRB, tala fyrir sameiningu. Áður höfðu félögin augljósa aðgreiningu; SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu var félag ríkisstarfsmanna en Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar var félag borgarstarfsmanna.

Skiptingin hefur riðlast nokkuð, m.a. vegna færslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga og stofnunar opinberra hlutafélaga um rekstur opinberra stofnana, að því er fram kemur í umfjöllun um sameiningaráform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert