Legsteinninn stórlega laskaður

Legsteinn Jóns. Platan framan á honum er brotin og í …
Legsteinn Jóns. Platan framan á honum er brotin og í geymslu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Legsteinn Jóns Magnússonar, fyrrverandi forsætisráðherra, í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu er ófögur sjón. Hann er stórlega laskaður eftir að marmaraplatan framan á honum brotnaði fyrir nokkrum árum. Hún er nú í geymslu og gröfin því í reynd ómerkt.

Enginn virðist telja það í sínum verkahring að sýna leiðinu tilhlýðilega ræktarsemi. Jón var forsætisráðherra þegar Ísland fékk fullveldi 1918 og einn af lykilmönnunum í atburðarásinni sem leiddi til sambandslaganna það ár. Þau Þóra kona hans voru barnlaus, en kjördóttir þeirra lést í spænsku veikinni um sama leyti og Jón var að leggja lokahönd á samningana við Dani.

„Mér finnst þetta alls ekki vansalaust,“ segir Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur, sem er að senda frá sér bók um sögu fullveldismálsins þar sem Jón Magnússon kemur mjög við sögu. Hann hvetur til þess að legsteinninn verði lagfærður fyrir 1. desember þegar 100 ára afmælis fullveldisins verður minnst, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert