17. júní gjaldþrota

Gjaldþrot Veitingasalan gekk ekki.
Gjaldþrot Veitingasalan gekk ekki. mbl.is/Árni Sæberg

Það hefur eflaust ýmsum brugðið í brún þegar þeir skoðuðu Lögbirtingablaðið í gærmorgun.

Þar birtist tilkynning um gjaldþrot félagsins 17. júní ehf., til heimilis við Hraunbæ í Reykjavík. Lýstar kröfur voru tæpar þrjár milljónir og engar eignir fundust í búinu.

17. júní ehf. var stofnað árið 2012 og var hlutafé 500 þúsund krónur. Tilgangur félagsins var rekstur bars, veitingasala, svo og kaup, sala og rekstur fasteigna og lausafjár ásamt lánastarfsemi tengdri rekstrinum og annar skyldur rekstur.

Oft gætir mikils frumleika þegar einkahlutafélögum er gefið nafn. Sem dæmi um félög sem tekin hafa verið til gjaldþrotaskipta á liðnum mánuðum má nefna Tryllt ehf., Skálkaskjól ehf., Haldleysi ehf., Raddsvið ehf., Steypusuð ehf. og Diskó eða Dauði ehf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert