Bílslys á Borgarfjarðarbraut

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna óhapps á Borgarfjarðarbraut.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna óhapps á Borgarfjarðarbraut. mbl.is/Árni Sæberg

Borgarfjarðarbraut er nú lokuð tímabundið vegna umferðaróhapps, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins og er komin aftur til Reykjavíkur, þar sem hún lenti við Landspítala í Fossvogi.

Vegagerðin segir að hjáleið sé um Flókadalsveg, veg 515.

mbl.is