Förin sjáanleg í marga áratugi

Hér má sjá hvernig bíllinn spólar um í viðkvæmum mosanum.
Hér má sjá hvernig bíllinn spólar um í viðkvæmum mosanum. Skjáskot/YouTube

„Þetta er viðvarandi vandamál,“ segir Andrés Arnalds, verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Úkraínskur ferðamaður spólaði um og spændi upp mosa á smájeppa sem hann leigði þegar hann var hér á landi í september.

Málið verður formlega sent ti lögreglu í dag en Andrés segir að það sé breytilegt eftir aðstæðum hversu langan tíma það taki fyrir mosann að jafna sig. „Svona för geta verið sjáanleg í marga áratugi.

Um­rædd­ur smájeppi var leigður hjá bíla­leig­unni City Car Rental en eigandi bílaleigunnar sagði um helgina að málið væri niðurlægjandi fyrir bílaleiguna. Þar reyndu menn allt sem hægt væri til að koma í veg fyrir að fólk keyrði utan vega.

„Fólk þyrfti almennt að vera vakandi fyrir því að koma með ábendingar þegar svona á sér stað,“ segir Andrés og bætir við að á síðustu árum hafi orðið vitundarvakning á þessu sviði. 

„Þessi umfjöllun og sektargreiðslur hafa haft sitt að segja. Bílaleigurnar eru enn duglegri að koma þessu á framfæri þó að það virðist ekki takast alveg alltaf að koma því alla leið.“

mbl.is