Varna því að Jökulsá renni í Skjálftavatn

Jökulsá á Fjöllum hefur verið að sækja í vesturátt og …
Jökulsá á Fjöllum hefur verið að sækja í vesturátt og brjóta úr vesturbakkanum. Á að hindra að hún nái að streyma inn í Skjálftavatnið. Ljósmynd/Landgræðsla

Landgræðsla ríkisins hefur samið við Þ.S. Verktaka ehf. á Egilsstöðum um að gera varnargarð í Jökulsá á Fjöllum við Skjálftavatn í Kelduhverfi. Varnargarðurinn verður 430 metra langur og er tilgangur hans að verja vesturbakka árinnar fyrir landbroti. Verkinu skal að fullu lokið 1. mars 2019.

Landgræðslan hefur frá árinu 2000 byggt fimm varnargarða við vesturbakkann og er þessi sá sjötti í röðinni og líklega sá síðasti, samkvæmt upplýsingum Sigurjóns Einarssonar, verkefnastjóra hjá Landgræðslunni.

Varnaraðgerðir Landgræðslunnar hafa einkum beinst að því að hindra að Jökulsá nái að streyma inn í Skjálftavatnið. Jökulsáin hefur verið að sækja í vesturátt og brjóta úr vesturbakkanum. Nái hún að brjóta sér leið inn í vatnið stofnar það í hættu grónu nytjalandi og ræktun bæja vestan og sunnan vatnsins, auk þess sem vegir, girðingar og jafnvel önnur mannvirki kynnu að vera í hættu, segir Sigurjón í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert