Leiguíbúðum fjölgaði um 13,6%

Reykjavík.
Reykjavík. mbl.is/Hjörtur

Leiguíbúðum á vegum sveitarfélaga fjölgaði um 13,6% í Reykjavík og 10% í Kraganum á árabilinu 2012-2017. Þeim fækkaði annars á landsbyggðinni nema á Norðurlandi eystra, samkvæmt niðurstöðum könnunar Varasjóðs húsnæðismála á stöðu leiguíbúða sem sveitarfélögin reka.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu, þar sem skýrslan hefur verið birt með niðurstöðunum.

Svarhlutfall var mun lægra en áður. Svör bárust frá 44 sveitarfélögum af 74, en í sveitarfélögunum 44 búa tæp 90% landsmanna.

Meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni er mat sveitarfélaga á rekstrarvanda vegna leiguíbúða, framboð húsnæðis á leigumarkaði innan hvers þeirra, áform sveitarfélaga um fjölgun eða fækkun íbúða, upplýsingar um fjölda umsókna um félagslegt leiguhúsnæði, biðlista og biðitíma, leigugjald á fermetra, greiðslur sérstaks húsnæðisstuðnings, ástand og viðhald leiguíbúða sveitarfélaganna og fleira, að því er kemur fram í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert