Hrun hjá haustfeta

Haustfeti finnst í birkiskógum og kjarri á sunnanverðu landinu auk …
Haustfeti finnst í birkiskógum og kjarri á sunnanverðu landinu auk þess að vera algengur í húsagörðum í byggð.

Eftir að haustfeti hafði varla sést í haust kom smáskot í síðustu viku og sjá mátti fiðrildið við útiljós við heimili fólks.

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir í Morgunblaðinu í dag, að sumarið hafi verið erfitt fyrir mörg skordýr vegna vætutíðar.

„Stöðug rigning á uppvaxtartíma lirfanna í júní og fram í júlí gerði það að verkum að aldrei hefur sést eins lítið af haustfeta. Í síðustu viku var nokkuð hlýtt heila sjö daga í röð og þeir haustfetar sem voru á lífi á annað borð sáu að ekki þýddi að hangsa lengur og fóru af stað. Því var nokkuð um stráka á flögri í leit að stelpum, þótt það hafi ekki verið neitt í líkingu við þann fjölda sem verið hefur síðustu haust,“ segir Erling.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert