Hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlög

Þingmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Helga Vala Helgadóttir voru gestir ...
Þingmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Helga Vala Helgadóttir voru gestir í Silfrinu þar sem þriðji orkupakkinn var ræddur. Skjáskot úr Silfrinu

„Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Helga Vala lét þessi orð falla í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun og sagði flokkana sem hvað mest hafi sig frammi í umræðunni, Miðflokk, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, vera þá sömu og hvað mest hafi staðið gegn nauðsynlegum breytingum á stjórnarskrá landsins.

„Þeir sem vilja gjarnan breyta stjórnarskránni, þar hefur einmitt verið fjallað um að það þurfi að setja auðlindir okkar skýrt í stjórnarskrá í eigu þjóðarinnar. Það er algjört grundvallaratriði sem við verðum að koma í stjórnarskrána,“ sagði Helga Vala. Þeir tali núna „fjálglega um að það þurfi að verjast hinu illa í Evrópu. „Þarna eru holur hljómur sem að ég átta mig ekki á,“ sagði hún. Sæstrengur sé ekki í umræðunni í þriðja orkupakkanum. „Það er önnur ákvörðun sem kemur til seinna og ef. Það er búið að vera að tala um þetta í 20 ár. Það að leggja sæstreng kostar jafn mikið og að reka íslenska ríkið í heilt ár.“ 

Gerir athugasemdir við síðbúnar athugasemdir Sigmundar 

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist þeirrar skoðunar að enn væri nokkrum spurningum ósvarað og því hafi utanríkisráðherra tekið þá ákvörðun að fresta framlagningu málsins.

„Ég verð þó að gera athugasemd við síðbúnar athugasemdir Sigmundar [Davíðs Gunnlaugssonar  formanns Miðflokksins] við þennan samning,“ sagði Páll. „Á því kjörtímabili þegar hann leiddi ríkisstjórnina og flokksbróðir hans þá og nú Gunnar Bragi Sveinsson var utanríkisráðherra, á tveggja ára tímabili 2014 og 2015  voru lögð fram 3 minnisblöð frá utanríkisráðuneyti Gunnars Braga til utanríkismálanefndar Alþingis sem öll áttu það sameiginlegt að komast að þeirri niðurstöðu að þriðji orkupakki Evrópusambandsins væri í fullu samræmi við tveggja stoða kerfið og væri ekki með neinum hætti að höggva að stjórnarskrá eða  fullveldi Ísland."

Síðan hafi komið álit að minnsta kosti tveggja þingnefnda, utanríkismálanefndar Alþingis og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og jafnvel líka atvinnuveganefndar sem hafi líka komist að þeirri niðurstöðu um þetta samræmdist  tveggja stoða kerfið og vægi ekki að fullveldinu. Á þeim grundvelli hafi ríkisstjórnin samþykkt þetta að orkupakkinn  verði tekinn upp í EES löggjöf.

„Nú ber ég fulla virðingu fyrir því að menn skipti um skoðun og geri það oft sjálfur, en menn verða samt að kannast við fyrri skoðun,“ sagið Páll. „Við erum á þeim stað núna að taka ákvörðun vegna þess að settur var stjórnskipulegur fyrirvari og auðvitað hefur Alþingi síðasta orðið.“  Alþingi geti því bæði fellt eða samþykkt málið. „Sigmundur Davíð verður samt að kannast við aðdraganda þess að málið sé á þeim stað nú.“

„Hef aldrei verið hlynntur þessu“

„Það er alrangt að setja þetta þannig upp að málið hafi með einhverjum hætti verið klárað á sínum tíma,“ sagði Sigmundur Davíð.

„Sjálfstæðismenn hafa oft bent á það með réttu á að aðrir flokkar virðist ekki kannast við veru sína í ríkisstjórn. Nú allt í einu eru þeir búnir að steingleyma þátttöku sinni í ríkisstjórnum undanfarinna ára. Þeir hafa setið óslitið frá 2013 og allan tímann farið með ráðuneytið sem orkupakkinn heyrir undir, iðnaðarráðuneytið,“ sagði hann.

Iðnráðuneytið sé það ráðuneyti sem hafi yfirsýn yfir áhrifin af innleiðingu orkupakkans og það hafi sent Evrópusambandinu athugasemdir 2014 um að Ísland gæti ekki samþykkt málið óbreytt og þyrfti undanþágur, en þær hafi ekki verið veittar. „Þá ætlum við ekki að samþykkja orkupakkann,“ bætti hann við.

„Aðkoma minnar stjórnar var að gera athugasemdir við og taka fram að við gætum ekki innleitt hann óbreyttan,“ bætti hann við og kvaðst ekki kannast við að hafa skipt um skoðun varðandi málið. „Ég hef aldrei verið hlynntur þessu, en skal segja hvað sem er, sem gerir Sjálfstæðismönnum auðveldara að koma með í þessa baráttu.

mbl.is

Innlent »

Óttast ástandið þegar flensan bætist við

09:24 „Það er eðli bráðaþjónustunnar að þar verða sveiflur. Álagið hefur verið að aukast að meðaltali og við óttumst sérstaklega tímann þegar flensan kemur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Meira »

Víkingaklappið höggvið í tré

08:18 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur vísað umsókn listamanns um tveggja milljóna króna styrk til að gera höggmyndir af landsliði Íslands í víkingaklappi og setja upp fyrir utan íþróttaleikvanginn í Laugardal til borgarráðs til afgreiðslu. Meira »

Stormur sunnan- og vestanlands síðdegis

08:01 Það gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-25 m/s, sunnan- og vestanlands síðdegis og í kvöld og slær jafnvel í staðbundið rok með rigningu á láglendi að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og miðhálendinu. Meira »

Tekið á loftslagsvanda með timburhúsum

07:57 Vegna mikillar koltvísýringslosunar sem hlýst af notkun stáls og steinsteypu verða hönnuðir bygginga að snúa sér að því að hanna byggingar úr timbri, sem er auðveld og árangursrík loftslagsaðgerð. Meira »

Taka stöðuna í lok vikunnar

07:37 Starfsgreinasambandið og VR halda áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins í vikunni. Staða viðræðna verður gerð upp í vikulok hjá hvorum tveggja samtökum. Meira »

Amber enn föst á strandstað

07:22 Ekki tekst að losa hollenska flutningaskipið Amber, sem strandaði á sandrifi í innsiglingu Hornafjarðarhafnar í gærmorgun, á háflóðinu nú í morgun. Þetta staðfesti Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Lá ofurölvi á gangstétt við bar

06:15 Lögregla hafði í nótt afskipti af ofurölvaðri konu þar sem hún lá á gangstétt við bar í Bústaða- og Háaleitishverfi, en nokkur slík atvik þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ofurölvuðu fólki voru skráð í dagbók lögreglu eftir þessa nóttina. Meira »

Um 80% eru prentuð erlendis

05:30 Um 80% allra þeirra 614 bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2018 eru prentuð erlendis.   Meira »

Tvöfalt meira af svefnlyfjum

05:30 34 þúsund einstaklingar fengu ávísuð svefnlyf á Íslandi á síðustu tólf mánuðum. Notkun svefnlyfja er hlutfallslega miklu meiri hér en í flestum öðrum löndum, samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis. Meira »

Gera þarf ítarlegri kröfur

05:30 Gera þarf ítarlegri kröfur um áhrif bygginga á vind hér á landi, einnig vantar frekari eftirfylgni með núverandi kröfum, að mati Harðar Páls Steinarssonar verkfræðings. Meira »

Götur, sléttur og básar

05:30 Götunafnanefnd Reykjavíkur hefur gert tillögur að nýjum götuheitum á Landspítalalóð, í Gufunesi og á Esjumelum.  Meira »

Andlát: Kristrún Eymundsdóttir

05:30 Kristrún Eymundsdóttir, fyrrverandi framhaldsskólakennari, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 8. desember. Hún var 82 ára að aldri. Meira »

Lýsa áhyggjum af vegstikum

05:30 „Drullan, tjaran og saltið slettist upp á stikurnar og þær verða mjög skítugar á þessum árstíma,“ segir Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni. Meira »

Veiking krónu örvar ferðaþjónustuna

05:30 Útlit er fyrir að næsta ár verði gott í ferðaþjónustunni. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu segir að bókunartímabilið fyrir árið 2019 fari betur af stað en það gerði fyrir árið 2018. Meira »

Hreinar hendur bjarga

05:30 Meira en fjórir sjúklingar sýkjast á Landspítalanum á hverjum einasta degi ársins. Þótt markvisst hafi verið unnið að úrbótum, meðal annars með því að minna heilbrigðisstarfsfólk á að hreinsa hendurnar á sér rétt og vel, eru spítalasýkingar hlutfallslega algengari en nágrannalöndum. Meira »

Skipið náðist ekki á flot

Í gær, 22:00 Tilraun til þess að ná hollenska flutningaskipinu Amber á flot á flóðinu í kvöld heppnuðust ekki en skipið tók niðri á sandrifi í innsiglingunni til Hafnar í Hornafirði í morgun. Meira »

Hyggst sitja áfram í velferðarnefnd

Í gær, 21:07 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hyggst sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis. Sérfræðingar sem starfa við rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að vinna með nefndinni á meðan Anna Kolbrún á þar sæti. Meira »

„Maður er að gera eitthvað af sér“

Í gær, 19:20 „Maður er að gera eitthvað af sér,“ segir Helga Kolbrún Magnúsdóttir um íþróttina axarkast sem hún stundar af miklum móð. „Innri víkingur“ fólks brjótist fram þegar öxum er hent þéttingsfast í tréfleka svo hún festist. Stefnan hefur verið sett á að setja á fót deildarkeppni í axarkasti hérlendis. Meira »

Heiðra minningu Stefáns Karls

Í gær, 19:10 Á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í fyrra sungu þeir Stefán Karl saman lagið „Aleinn um jólin”. Lagið hefur nú verið gefið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls. Máni Svavarsson, höfundur lagsins, og Björgvin Halldórsson rifjuðu upp söguna á bak við lagið. Meira »