Vilja friðlýsa Dranga á Ströndum

Drangaskörð í Árneshreppi.
Drangaskörð í Árneshreppi. mbl.is/Sigurður Bogi

Tekin hefur verið ákvörðun um það af hálfu eigenda jarðarinnar Dranga í Árneshreppi á Ströndum að kanna fýsileika þess að friðlýsa jörðina að hluta eða öllu leyti og hefur greinargerð þess efnis verið send til umhverfisráðuneytisins. Markmiðið er ekki síst að sögn eigenda að verjast vaxandi ásókn sterkra aðila til að nýta vatnsföll og vatnasvæði til virkjana eða annarra athafna en til stendur að reisa Hvalárvirkjun í hreppnum.

Fram kemur í greinargerðinni að Drangar séu landnámsjörð, þar hafi numið land Þorvaldur Ásvaldsson, faðir Eiríks rauða sem síðar flutti til Grænlands, en Eiríkur var faðir Leifs heppna Eiríkssonar. Þar segir enn fremur að Eiríkur hafi búið á Dröngum eftir föður sinn og færa megi líkur að því að jörðin sé fæðingarstaður Leifs sonar hans. Jörðin er yfir 100 ferkílómetrar að flatarmáli og nær frá hábungu Drangajökuls að sjó á milli Bjarnarfjarðar og Drangavíkur.

Mikil náttúrufegurð á svæðinu

„Tveir einstaklingar eiga nú lögheimili að Dröngum og er þar stunduð atvinnustarfsemi, s.s. dúntekja, fiskveiðar, selveiði og rekaviðarnytjar. Eitt íbúðarhús og þrjú sumarhús eru á Dröngum. Í deiliskipulagi fyrir jörðina er gert ráð fyrir 14 sumarhúsalóðum við heimatúnin. Vegasamband er ekki við Dranga og samgöngur því á sjó,“ segir enn fremur í greinargerðinni.

Sömuleiðis kemur fram að land jarðarinnar sé að langmestu leyti óbyggð víðerni. „Landslag er tilkomumikið, jarðfræði fjölbreytileg, gróðurfar sérstakt og náttúrufegurð almennt mikil á svæðinu. Dalir og hvilftir eru grafnar af jöklum ísaldar í almennt einsleitan og mjög reglulegan jarðlagastafla. Á milli basalthraunlaga eru rauðleit setlög, oftast forn jarðvegur að uppruna. Víðernisupplifun er mikil og svæðið nær óraskað. Svæðið er hluti af víðáttumesta samfellda óbyggða víðerni á Vestfjörðum.“

Þinglýstur eigandi jarðarinnar Dranga er félagið Fornasel ehf., en hlutahafar eru börn og barnabörn Kristins Halls Jónssonar og Önnu Jakobínu Guðjónsdóttur, sem voru síðustu ábúendur að Dröngum. Tekin var ákvörðun um að kanna með mögulega friðlýsingu á fundi eigenda jarðarinnar í síðusta mánuði og hefur verið óskað eftir fundi með Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra hið fyrsta um málið.

Vilja verjast ásókn sterkra aðila

Rakið er í bréfi til umhverfisráðherra að á fundi landeigendanna í síðasta mánuði hafi komið fram afdráttarlaus sjónarmið um mikilvægi þess að huga að verndun víðerna á Ströndum. Landeigendur horfi einkum til vaxandi ásóknar sterkra aðila til að nýta vatnsföll og vatnasvæði til virkjana eða annarra athafna. Vilji eigenda standi til þess að beita sér fyrir verndun þeirra miklu víðerna er tilheyra jörðinni í þeim tilgangi að núlifandi fólk og kynslóðir framtíðar gætu notið þeirra óspilltra og óraskaðra.

„Við fórum að tala um þessa friðlýsingu fyrir mörgum árum, systkinin. Við nytjum enn jörðina og höfum hugsað okkur að gera það áfram, enda teljum við það fara vel saman við friðlýsingu hennar. Nú höfum við loksins stigið þetta skref, og haft frumkvæði að því að tala við stjórnvöld um það og eigum ekki von á öðru en að hugmyndum okkar verði vel tekið. Vonum við að þetta hreyfi líka við fleirum, bæði á Ströndum og á öðrum stöðum á landinu þar sem við eigum enn þá víðerni,“ segir Sveinn Kristinsson, einn eigendanna.

Frá Árneshreppi.
Frá Árneshreppi. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »

Kveðst hafa haft samráð við AFL

17:03 Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða ehf., segist hafa haft gott samráð við stéttarfélagið AFL í öllum þeim breytingum sem voru gerðar á samningum starfsmanna í síðustu viku. Meira »

Umferðin inn í Reykjavík þyngist

16:30 Umferðin ætti að þyngjast inn í Reykjavík núna síðdegis og með kvöldinu. Veður var gott í dag þannig að ætla má að fólk hafi staldrað lengur við en ella í sumarbústöðum til að njóta sólarinnar. Meira »

Dísa farin til dýpkunar

15:47 Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra. Meira »

„Vatnar út umsamdar launahækkanir“

14:54 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, telur fréttirnar af breytingum á samningum starfsmanna hjá Fiskeldi Austfjarða ehf. setja kjarasamningana í uppnám. Meira »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

13:57 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »

Ræða við foreldra ungmennanna

13:55 Ráðist var á ungan pilt af erlendum uppruna við verslunarkjarnann í Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kannast lögreglan við málið og verður rætt við hlutaðeigandi foreldra og barnaverndaryfirvöld í dag og á morgun vegna þessa. Meira »

Segir íbúum haldið í gíslingu

12:37 Lóðsinn mældi dýpið í Landeyjahöfn síðdegis í gær. Á mælingunni má sjá að talsvert af sandi hefur safnast aftur fyrir á milli hafnargarðanna, sem og innan hafnar. Dýpið er nú minnst um 3,7 metrar en Herjólfur ristir 4,2 metra. Meira »

Húsasmiðjan líklega opnuð á morgun

12:10 Þrif standa yfir í verslun Húsasmiðjunnar í Dalshrauni og þar er búist við að hægt verði að opna í fyrramálið. Alltént verður timbursalan opin. Meira »

Töluvert tjón á bílum og húsnæði

11:14 Töluvert tjón varð á bílum og húsnæði þegar eldur kviknaði í bílakjallara blokkar á Sléttuvegi 7. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í en upptökin eru talin hafa verið í dekkjum og einhvers konar hrúgu í kringum þau. Meira »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »

Ofurölvi við verslun

06:53 Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »
Bækur til sölu
Bækur til sölu Svartar Fjaðrir, 1919, Davíð Stefánsson, frumútg., Det Höje Nord ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...