Landvernd safnar undirskriftum

Til stendur að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum.
Til stendur að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum. mbl.is/Golli

Landvernd hefur hafið söfnun undirskrifta til þess að hvetja til friðlýsingar á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, sem er fyrirhuguð á óbyggðum víðernum á Ströndum.

„Virkjun mun valda óafturkræfum spjöllum á einstöku landssvæði. Vegna virkjunarinnar þarf að reisa fimm stíflur, mynda fjögur lón, grafa skurði og göng, reisa stöðvarhús og leggja vegi. Stíflugarðarnir verða á hæð við tíu og tólf hæða blokkir á heiði þar sem náttúran ræður nú ein ríkjum. Gríðarstórt uppistöðulón mun drekkja fjölmörgum stöðuvötnum og þurrka upp tugi fossa, þar á meðal Drynjanda sem er eitt stórbrotnasta vatnsfall Íslands,“ segir í fréttatilkynningu frá Landvernd.

„Svæðið er metið mjög verðmætt óraskað af Náttúrufræðistofnun Íslands og samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar eru umhverfisáhrif virkjunarinnar talin verulega neikvæð og samfélagsleg áhrif óveruleg. Í skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að ávinningur af friðlýsingu er ótvíræður til langs tíma og ný skýrsla Environice sýnir að friðlýsing svæðisins er hagfelldari en virkjun fyrir Árneshrepp.

Með undirskriftarsöfnuninni er skorað á umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar að hraða vinnu við  á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu, þannig að hægt sé að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Jafnframt er biðlað til hreppsnefndar Árneshrepps að taka til skoðunar friðlýsingu á óbyggðum víðernum á skipulagssvæði hreppsins í stað Hvalárvirkjunar,“ segir í tilkynningu.

Hér er hægt að skrifa undir 

mbl.is
Loka