Þar sem vegurinn endar ... ekki lengur

Malarvegir liggja um allan Árneshrepp. Nú stendur til að byggja ...
Malarvegir liggja um allan Árneshrepp. Nú stendur til að byggja upp veginn um Veiðileysuháls sem yrði veruleg samgöngubót. mbl.is/Golli

Þeir sem eiga erindi í eyðifirðina norðan Trékyllisvíkur á Ströndum fara þangað fótgangandi eða aka vegslóða sem oft er aðeins fær stærri bílum. Trékyllisvíkin er því sá staður þar sem vegurinn endar í dag, svo vísað sé til titils endurminningabókar Hrafns Jökulssonar sem var í sveit í Árneshreppi sem barn og bjó þar um hríð á fullorðinsárum.

En nú er ráðgert að byggja upp veginn inn í Ingólfsfjörð og Ófeigsfjörð og einnig að leggja vegi um Ófeigsfjarðarheiðina. Þá stendur til að leggja línuveg yfir heiðina og ofan í Ísafjarðardjúp. Veglagningar þessar tengjast allar fyrirhugaðri Hvalárvirkjun.

Í tillögum að breytingum á aðalskipulagi Árneshrepps og deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun, sem er í auglýsingaferli til mánudagsins 16. október, er gert ráð fyrir vinnuvegum um fyrirhugað virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar.

Samkvæmt tillögunum sem Verkís vann fyrir framkvæmdaaðilann VesturVerk er gert ráð fyrir vegum frá Ófeigsfjarðarvegi í Ófeigsfirði sunnan Hvalár að Neðra-Hvalárvatni og þaðan að Neðra-Eyvindarfjarðarvatni annars vegar og Rjúkanda hins vegar, samtals um 25 kílómetra. Um 600 metrum ofan Hvalárfoss er gert ráð fyrir að vegurinn liggi um brú yfir Hvalá. Brúin yrði einbreið stálbrú, um 22 metrar að lengd og tæplega sex metra breið í heild. Fjallað var um þessa veglagningu í mati á umhverfisáhrifum Hvalárvirkjunar.

Upphaflega stóð til að gera einnig tillögu að endurbótum á veginum frá Melum í Trékyllisvík, um Ingólfsfjörð og inn í Ófeigsfjörð í skipulagsbreytingunum nú en nauðsynlegt verður, ef til virkjunarframkvæmdar kemur, að byggja þann veg upp vegna þungaflutninga inn á svæðið. Einnig var gert ráð fyrir að lýsa betur tilhögun virkjunar en gert er í gildandi skipulagi, svo sem nákvæmari legu mannvirkja og lóna auk þess að breyta raflínu í jarðstreng yfir í Djúp.

Friðsældin umlykur firðina og víkurnar í Árneshreppi.
Friðsældin umlykur firðina og víkurnar í Árneshreppi. mbl.is/Golli

Samkvæmt upplýsingum Vesturverks er ástæðan fyrir því að ákveðið var að skipta skipulagsbreytingunum í tvennt sú að afla þarf frekari gagna til að hægt sé að ljúka rannsóknum á svæðinu samkvæmt útgefnu rannsóknarleyfi, fyrir hönnun virkjunarinnar og gerð skipulagsins. Í áliti Skipulagsstofnunar á framkvæmdinni var kallað eftir frekari rannsóknum á fornleifum, vatnalífi og á fuglum en þeim rannsóknum lauk í sumar.

Skipulagsbreytingar í sveitarfélögum eru langt og flókið ferli. Þær þarf að auglýsa opinberlega í sex vikur og afgreiða svo í sveitarstjórnum. Að því loknu þarf að leita samþykkis Skipulagsstofnunar á breytingunum.

VesturVerk telur að vegurinn frá Trékyllisvík og inn í Ófeigsfjörð sé nægilega góður til að hægt sé að nota hann til að flytja rannsóknartæki, eða þungavinnuvélar eins og það er orðað í greinargerð með skipulagstillögunni, inn á svæðið. Ekki þurfi að ráðast í uppbyggingu hans strax.

Raski haldið í lágmarki

Í greinargerð deiliskipulagsins segir um vinnuvegina um virkjunarsvæðið: „Gert er ráð fyrir að vegirnir verði 4 metra breiðir með útskotum til mætinga, malaryfirborði og almennt í um það bil 0,5 til 1 m hæð yfir flötu landi og hannaðir þannig að þeir geti borið umferð þungavinnuvéla á seinni stigum framkvæmda. Þó verður leitast við að halda vegaframkvæmdum í lágmarki á þessu stigi, þ.e. einungis þannig að nauðsynleg tæki komist að rannsóknarsvæðum. [...] Þar sem því verður viðkomið verður ekki um vegagerð að ræða, svo sem á flatlendi með góðum burði. Samhliða vegagerðinni verður hugað að frágangi svæðisins og öllu raski haldið í lágmarki. Áhersla verður einnig lögð á að raska ekki umhverfinu utan skilgreindra vinnuvega.“

Í tengslum við lagningu veganna þarf einnig að ráðast í efnisnám á svæðinu og gert er ráð fyrir staðsetningu náma í þeim tilgangi í skipulagstillögunum. Þá er ennfremur gert ráð fyrir starfsmannabúðum ofan Hvalár.

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Túlkunaratriði hvort raski óbyggðum víðernum

„Þetta verður lágmarksvegagerð og eingöngu til þess gerð að koma bor til bergrannsókna og aðföngum fyrir hann þarna upp,“ segir Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmastjóri VesturVerks. Hann segir það að sínu mati túlkunaratriði hvort vinnuvegir sem þessir skerði óbyggð víðerni, eins og þau eru skilgreind í náttúruverndarlögum. Bent hafi verið á að lögin séu nokkuð óljós hvað veglagningar varðar. Í þeim segi að uppbyggðir vegir skerði óbyggð víðerni en nákvæma skilgreiningu á uppbyggðum vegi vanti hins vegar.

Verði skipulagsbreytingarnar samþykktar mun Vesturverk sækja um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningunni til hreppsnefndarinnar. Verði það samþykkt er stefnt á að hefja lagningu veganna og rannsóknir er snjóa leysir næsta vor.

Vinna við seinni breytingu á skipulagsmálunum, þar sem gert verður ráð fyrir endurbótum á veginum inn í Ófeigsfjörð, nákvæmari legu virkjunarmannvirkja og rafstrengs þaðan í Ísafjarðardjúp, hefst fljótlega.

mbl.is

Innlent »

Sigríður fer fram á Seltjarnarnesi

10:44 Sigríður Sigmarsdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, gefur kost á sér í 3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri þann 20. janúar næstkomandi. Meira »

Íbúar sjóði vatnið í Norðfirði

10:44 Fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum neysluvatnsreglugerðar í neysluvatni Norðfirðinga.  Meira »

UMFÍ kannar umfang ofbeldis

10:09 Rúmlega 300 stjórnendur sambandsaðila og aðildarfélaga Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) fengu í gær sendan ítarlegan lista með spurningum um ýmis mál sem varða möguleg kynferðisbrot, ofbeldisverk og kynbundna áreitni innan félaganna og úrlausn slíkra mála. Meira »

Heilsuspillandi lakkrís er víða

09:45 „Það er áhyggjuefni að lakkrís er kominn alls staðar. Þú ferð varla út að borða án þess að fá lakkrís í sósuna út á lambakjötið, lakkrís í eftirréttinn eða lakkrís í bjórnum sem er drukkinn með matnum,“ segir prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Meira »

Ekkert að hugsa um að hætta

09:14 Ég er ekkert að hugsa um að hætta, sagði Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, i morgunþætti K-100 í dag og kveðst ekki hafa hug á að setjast í helgan stein á næstunni. „Ég er sjötugur eins og fram hefur komið. Mogginn, hann er 105 ára og ekki hætti hann þegar hann varð sjötugur.“ Meira »

Mál Glitnismanna til aðalmeðferðar

08:59 Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákært er fyrir meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik fyrir hrun bankans í október árið 2008. Meira »

Ástand vega á Austurlandi ógnar öryggi

08:18 „Þetta er bara fyrir neðan allar hellur. Það fyllast öll dekk hjá okkur og hefur áhrif á alla akstureiginleika bílanna,“ segir Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Tímamót í endurnýtingu úrgangs

08:35 Fyrirtæki sem sem nota endurnýttan úrgang til framleiðslu geta nú flokkað afurðirnar sem vöru í stað úrgangs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun. Þar segir að stofnunin hafi í desember sl. gefið út fyrsta ráðgefandi álit sitt um endurnýtingu úrgangs. Meira »

Ekki bara Afríka

07:59 Þrátt fyrir að flest verkefni mannúðarsamtakanna Læknar án landamæra séu í Afríku þá sinna samtökin verkefnum í Evrópu. Meðal annars í Svíþjóð, Grikklandi og víðar. Þar eru það verkefni tengd flóttafólki og andlegri líðan þess sem eru efst á baugi. Meira »

Aldrei fleiri útlendingar í vinnu

07:57 Alls voru 24.340 útlendingar á vinnumarkaði hér á landi í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Fjölgaði þeim umtalsvert frá árinu 2016 en þá voru þeir 20.605. Pólverjar eru sem fyrr fjölmennastir útlendinga á vinnumarkaði hér, alls 10.766 í fyrra. Meira »

Auka þarf löggæsluna í Leifsstöð

07:37 Löggæslumönnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur ekki fjölgað samhliða fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll þó að þörf sé talin á því. Meira »

Lokað um Súðavíkurhlíð

07:34 Vegurinn um Súðavíkurhlíð er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en á Vestfjörðum er snjóþekja eða þæfingsfærð en unnið að hreinsun. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði. Meira »

„Ég er fædd á vitlausum áratug“

06:30 Salka Sól stígur á svið næstkomandi föstudag sem Janis Joplin. Hún segir að um leið og hún hafa uppgötvað Janis þá hafi henni liðið líkt og hún hafi fæðst á vitlausum áratug. Síðan þá hefur Salka verið undir miklum áhrif frá Janis og hennar söngstíl og túlkun. Meira »

Kólnar hressilega í veðri

05:55 Veðurstofan varar við allhvassri norðanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum á Vestfjörðum, einkum norðan til. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er lokaður vegna snjóflóðahættu en óvissustig er í gildi á norðanverðum Vestfjörum vegna snjóflóðahættu. Meira »

Ofrannsökum D-vítamín

05:30 Í fyrra fóru 31.000 Íslendingar í rannsókn á stöðu D-vítamíns í líkamanum. Er það áttföld aukning frá árinu 2010 þegar 4.000 íslendingar létu athuga D-vítamínið hjá sér. Meira »

Davíð Oddsson í viðtali á K100

06:18 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, verður gestur þeirra Ásgeirs Páls, Jóns Axels og Kristínar í morgunþætti K100 í dag. Davíð er sjötugur í dag og mætir í spjall til þeirra klukkan 8:30. Meira »

Stóðu í ströngu á Landspítalanum

05:30 Töluvert aukaálag myndaðist á Landspítalanum í gær í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lýsti því yfir að jarðvegsgerla væri að finna í neysluvatni í Reykjavík. Meira »

Afmælinu líka fagnað úti í heimi

05:30 Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær að veita 10 milljóna framlag vegna afmælisdagskrár á vegum sendiráðanna í Kaupmannahöfn og Berlín í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
Vatnstúrbínur
Getum boðið allar gerðir af turbínusettum Hagstætt verð. Vélasala Holts Snæ...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
Lok á heita potta og hitaveitu-skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...