Hafa safnað yfir 2.000 undirskriftum

Fossinn Drynjandi í Hvalá. Landvernd safnar nú undirskriftum til stuðnings …
Fossinn Drynjandi í Hvalá. Landvernd safnar nú undirskriftum til stuðnings friðlýsingar á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar. mbl.is/Golli

Yfir 2.000 manns hafa skrifað undir áskorun Landverndar til umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar um að hraða vinnu við friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu, þannig að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi.

Landvernd hóf að safna undirskriftum þessu til stuðnings í gær, en samtökin segja að virkjunin muni valda óafturkræfum spjöllum á einstöku landsvæði.

„Vegna virkj­un­ar­inn­ar þarf að reisa fimm stífl­ur, mynda fjög­ur lón, grafa skurði og göng, reisa stöðvar­hús og leggja vegi. Stíflug­arðarn­ir verða á hæð við tíu og tólf hæða blokk­ir á heiði þar sem nátt­úr­an ræður nú ein ríkj­um. Gríðar­stórt uppistöðulón mun drekkja fjöl­mörg­um stöðuvötn­um og þurrka upp tugi fossa, þar á meðal Drynj­anda sem er eitt stór­brotn­asta vatns­fall Íslands,“ sagði í frétta­til­kynn­ingu frá Land­vernd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert