Málþing um þjóðaröryggi í beinni

Málþingið fer fram í Hörpu.
Málþingið fer fram í Hörpu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Málþing um þjóðaröryggi og fullveldi er haldið í salnum Silfurbergi í Hörpu í dag. Hófst fundurinn klukkan 13 og er hann sýndur í beinni á mbl.is. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands eru meðal þeirra sem ávarpa fundargesti.

Skipuleggjendur segja að það sé vel við hæfi að fjalla um fullveldishugtakið með tilliti til þjóðaröryggis þar sem í ár er 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

 

 

 

Fjöldi stofnana kemur að skipulagningu fundarins sem lýkur klukkan 18 og er það Þjóðaröryggisráð og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst, Háskólann á Akureyri og Listaháskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert