Kviknaði í út frá eldamennsku

Talsverður reykur var í íbúðinni.
Talsverður reykur var í íbúðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þegar eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Íbúum tókst að mestu leyti að slökkva eld sjálfir og á endanum fór ein stöð á vettvang.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kviknaði í út frá eldamennsku.

Talsverður reykur var í íbúðinni og var hún reykræst. Tveir íbúar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

Talsvert tjón varð en slökkviliðsmenn segja að það hafi skipt sköpum að íbúar voru með handslökkvitæki sem þeir gátu notað og er störfum á vettvangi lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert