„Hörmung að horfa upp á“

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir orðbragðið hjá þingmönnum á barnum Klaustri „óviðeigandi, óverjandi og óafsakanlegt“ sem sé hörmung að horfa upp á.

Aðspurður segir Steingrímur að hann vilji gefa þingmönnunum tækifæri á að líta í eigin barm og meta hvort þeir eigi að segja af sér áður en hann tjáir sig um það.

mbl.is ræddi við Steingrím í hádeginu sem tekur málið mjög alvarlega og er að eigin sögn eyðilagður vegna þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina