„Lýsir menningu innan þessa hóps“

Orðin sem notuð eru til að gera konur tortryggilegar og draga úr trúverðugleika þeirra í stjórnmálum og heyrast í samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á barnum Klaustri lýsa menningu hópsins. Þetta segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.

mbl.is ræddi við Oddnýu í hádeginu eftir fund hennar með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, og Silju Dögg Gunn­ars­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, vegna um­mæla þing­manna Miðflokks­ins og Flokks fólks­ins á barn­um Klaustri 20. nóv­em­ber þar sem m.a. farið var niðrandi orðum um þær.  

Á fundinum heyrist í þeim Sig­mundi Davíð Gunnlaugssyni, Gunn­ari Braga Sveins­syni, Bergþóri Ólasyni og Önnu Kol­brúnu Árna­dótt­ur, þingmönnum Miðflokksins, ásamt þeim Karli Gauta Hjalta­syni og Ólafi Ísleifs­syni, þing­mönn­um Flokks fólks­ins.

Oddný segist ekki ætla að tjá sig um það hvort hún geri kröfu um að einhverjir þingmannanna ættu að segja af sér vegna málsins. Það er eitthvað sem þeir þurfi að fara yfir sjálfir ásamt grasrótinni í sínum flokkum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert