Stóð ekki til að segja neinum upp

Kristján Gunnarsson, til hægri, ásamt Guðjóni Skúlasyni, starfsmanni Airport Associates, …
Kristján Gunnarsson, til hægri, ásamt Guðjóni Skúlasyni, starfsmanni Airport Associates, að loknum fundinum í dag. Ljósmynd/Páll Ketilsson

„Þetta er sorgardagur mikill. Þetta er rúmlega 500 manna vinnustaður sem er að segja upp 237 manns. Þetta eru ákaflega þungbærar og erfiðar fréttir,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélags- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis um hópuppsagnir Airport Associates.

Að loknum starfsmannafundinum.
Að loknum starfsmannafundinum. Ljósmynd/Páll Ketilsson

Hann segir að samráðsferli hafi verið í gangi við fyrirtækið, samkvæmt lögum um hópuppsagnir. Það hafi lagt fram metnaðarfullar áætlanir um að gera skipulagsbreytingar í stað þess að segja nokkrum upp. „Svo eru búnar að vera neikvæðar fréttir hver á fætur annarri og þau urðu að grípa til þess að segja upp,“ segir Kristján og nefnir að uppsagnarbréfin séu í pósti, auk þess sem fólki hafi verið gert viðvart með tölvupósti

„Framundan er að aðstoða fólk. Þetta er mikið áfall að missa vinnuna, hvað þá svona rétt fyrir jól.“

Ljósmynd/Páll Ketilsson

„Blákaldur veruleikinn“

Varðandi starfsmannafund Airport Associates segir Kristján að forstjóri fyrirtækisins hafi gefið vonarneista undir fótinn um að hægt verði að draga mikið af uppsögnunum til baka. „Ef það mun gerast fagna ég því á hverjum degi en þetta lítur ekki vel út. Þetta er blákaldur veruleikinn eins og hann er ógeðfelldur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert