Vilja að Ólafur og Karl segi af sér

Ólafur Ísleifsson.
Ólafur Ísleifsson. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Flokks fólksins samþykkir einróma að skora á alþingismennina Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason að segja af sér þingmennsku ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Stjórn flokksins kemur saman á ný á morgun klukkan 14 þar sem næstu skref verða tekin.

Undir tilkynninguna ritar Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Karl Gauti Hjaltason.
Karl Gauti Hjaltason. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina