Vefurinn hökti vegna mikils áhuga

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins.

Vefur Alþingis hökti mikið og fjölmargir áttu í vandræðum með að fylgjast með beinni útsendingu þegar þingfundur hófst klukkan 15.00. Var það fyrsti þingfundurinn eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp.

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Alþing­is, segir að vefurinn hafi ekki hrunið en höktið hafi verið talsvert og býst hann við því að margir hafi fylgst með beinni útsendingu. Starfsmenn Alþingis hafi átt í vandræðum með að setja inn yfirlýsingu Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis.

Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson.
Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson. Samsett mynd

Steingrímur greindi frá því við upphaf þingfundar að mál sexmenninganna sem viðhöfðu gróft orðalag á bar á dögunum væri komið í viðeig­andi far­veg hjá for­sæt­is­nefnd þings­ins sem mögu­legt siðabrota­mál.

Stein­grím­ur greindi einnig frá því að for­sæt­is­nefnd hefði í hyggju að leita ráðgef­andi álits siðanefnd­ar Alþing­is.

mbl.is