Vill skoða riftunarmál í tengslum við þrot Víðis

Aðeins 24 milljónir fengust upp í 700 milljóna kröfur í …
Aðeins 24 milljónir fengust upp í 700 milljóna kröfur í þrotabú Víðis. Kristinn Ingvarsson

Lýstar kröfur í þrotabú verslunarinnar Víðis eru tæpar 700 milljónir króna, um 140 kröfuhafar eru að baki krafnanna og er Landsbankinn stærsti kröfuhafinn. Þetta staðfestir Valtýr Sigurðsson skiptastjóri þrotabúsins.

Aðeins 24 milljónir fengust upp í fyrrgreindar kröfur og hefur skiptastjóri óskað eftir afstöðu kröfuhafa til þess að kosta aðgerðir til þess að rifta aðgerðum sem framkvæmdar voru áður en Víðir fór í þrot. 

Ákveðið var að opna tvær verslanir Víðis í kjölfar þrotsins í júní og selja allar vörur á hálfvirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert