Allt á hálfvirði í Víði eftir gjaldþrot

Víðisverslanirnar fimm hafa verið lokaðar síðan á fimmtudag.
Víðisverslanirnar fimm hafa verið lokaðar síðan á fimmtudag. mbl.is/Árni Sæberg

Skiptastjóri þrotabús Víðis hefur ákveðið að opna tvær af verslunum þrotabúsins og selja allar vörur á hálfvirði. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla.

Víðisverslanirnar hafa verið lokaðar síðan á fimmtudag og kom lokunin mörgum á óvart. Í yfirlýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í gær sögðust eigendurnir, Eiríkur Sigurðsson og Helga Gísladóttir, hafa hætt rekstri þar sem reksturinn hafi ekki gengið sem skyldi. 

Samkvæmt upplýsingum frá Köru Borg Fannarsdóttur, lögmanni hjá skiptastjóra þrotabús Víðis, fór stjórnin fram á gjaldþrotaskipti á þriðjudag og var úrskurðað um það á miðvikudag. 

Verslunin í Garðabæ verður opnuð klukkan 16 í dag en verslanir í Skeifunni og Garðabæ verða opnar frá klukkan 12 á morgun á föstudag. „Þetta er í mjög góðu standi, verslunin lítur vel út eins og hún hefur alltaf gert,“ segir Kara spurð út í ástand verslananna eftir að hafa verið lokaðar í viku.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir