Stendur stolt með Sigmundi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Sigurlaug Pálsdóttir.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Sigurlaug Pálsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum nú búin að taka nokkra slagina síðustu árin en nú er ég kjaftstopp,“ segir Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins, á Facebook-síðu sinni um Klaustursmálið svokallað.

Vísar Anna Sigurlaug þar til þeirra sem gagnrýnt hafa Sigmund Davíð vegna málsins. 

Ég bara skil ekki hvert íslenskt samfélag er komið. Hatrið og þörfin fyrir að smána aðra til upphefja sjálfan sig. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað hefur gengið á í partýum meðal stjórnmálamanna síðustu árin en það kannski segir allt að við SDG höfum gengið út.“

Þakkar hún fyrir stuðning sem þau Sigmundur Davíð hafi fundið fyrir vegna málsins. Lýsir hún yfir fullum stuðningi við Sigmund.

„Ég stend stolt með Sigmundi mínum enda veit ég hvaða mann [hann] hefur að geyma og veit hver líðan hans er núna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina