Boltinn er hjá Sjúkratryggingum

Hella á Rangárvöllum
Hella á Rangárvöllum mbl.is/Árni Sæberg

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarforstjóri hjúkrunarheimilisins Lundar á Hellu, segir að boltinn sé nú hjá Sjúkratryggingum Íslands hvort samningar um viðeigandi mönnun náist þannig að Tryggvi Ingólfsson, sem lamaður er frá hálsi, geti flutt á Lund.

Tryggvi hefur beðið eftir dvalarúrræði frá því í vor eftir að hjúkrunarheimilið Kirkjuhvoll á Hvolsvelli, þar sem hann var búsettur áður, treysti sér ekki til þess að veita honum þjónustu lengur. Tryggvi hefur ekki getað útskrifast af Landspítalanum eftir aðgerð sem gerð var á honum í vor vegna skorts á búsetuúrræði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Samningar við velferðarráðuneytið hafa tekið langan tíma. Af hálfu Lundar erum við öll af vilja gerð til þess að taka á móti Tryggva ef við getum tryggt nægjanlega mönnun. Þegar samningar við ráðuneytið um sértækt hjúkrunarrými náðust ekki sáum við þann eina kost í stöðunni að láta gera úttekt á okkar kostnað hjá KPMG á mönnunarþörf,“ segir Margrét, sem lagði úttektina fyrir ráðuneytið en það hafi ekki liðkað fyrir samningum og ráðuneytið ákveðið að senda Rangárþingi ytra erindi til þess að leita lausna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert