Hviður allt að 50 metrum á sekúndu

Rigning og rok verður á höfuðborgarsvæðinu á morgun en hvassast …
Rigning og rok verður á höfuðborgarsvæðinu á morgun en hvassast verður í Öræfum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðausturlandi og spáð er austanstormi eða -roki, 18-25 metrum á sekúndu, á sunnanverðu landinu á morgun.

Hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Mýrdal og Öræfum má búast við hviðum allt að 40-50 metrum á sekúndu frá klukkan sex í fyrramálið og fram eftir degi. Undir Eyjafjöllum og við Seljalandsfoss verður vindur um 25 metrar á sekúndu og eru ökumenn beðnir um að fara varlega.

Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir vaxandi austanátt, 10-18 metrum á sekúndu og rigningu með köflum á morgun, en hvassara á Kjalarnesi. Lægir með kvöldinu. Hiti verður á bilinu 1 til 6 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert