Lækka álagningu á fasteignir og holræsagjald

Ráðhús Garðabæjar við Garðatorg. Mynd úr safni.
Ráðhús Garðabæjar við Garðatorg. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bæjarstjórnar Garðabæjar ákvað á fundi sínum í gær að lækka álagningahlutföll fasteignaskatta, vatnsskatts og holræsisgjald.  Felur lækkunin í sér að álögur verða 110 milljónum kr. lægri en annars hefði orðið að því er fram kemur í frétt á vef bæjarfélagsins.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 var samþykkt á fundinum og er fjárhagsáætlun Garðabæjar til næstu fjögurra ára sögð sýna „sterka fjárhagsstöðu bæjarins“ og bera vott um fjármálastjórn. „Framundan er mikil uppbygging sem kallar á fjárfestingu innviða en á sama tíma er þess gætt að tryggja íbúum áfram góða þjónustu, lækka álögur gjalda og greiða niður skuldir,“ segir í fréttinni.

Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hjá Garðabæ lækka úr 1,65% í 1,63% og álagningarhlutfall íbúðarhúsnæðis lækkar úr 0,20% í 0,19, Þá er  álagningarhlutfall vatnsskatts og holræsagjalds einnig lækkað.  

Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur A-sjóðs verði 192 milljónir kr. og A og B sjóðs 572 milljónir.  Útsvar verður áfram 13,7%, flest önnur sveitarfélög landsins eru hins vegar sögð leggja á 14,52% útsvar.

Til stendur að fjárfesta fyrir 2.340 milljarða kr. á árinu og eru stærstu verkefnin viðbygging við Álftanesskóla, fjölnota íþróttahús, Urriðaholtsskóli, búsetukjarni fyrir fatlað fólk auk gatnaframkvæmda.

Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall verði 93,6% og skuldaviðmið 79,6%.

Gert er ráð fyrir hóflegri íbúafjölgun, eða um 300 íbúum. Íbúafjölgun í Garðabæ hefur þó  verið langt yfir landsmeðaltali síðustu ár eða á bilinu 1,5 - 3%. Segir í fréttinni að hafi til þessa geta fylgt fjölgun íbúa eftir að og áfram verði lögð áhersla á að veitt góða þjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert