Friðun á borði ráðherra

Skiptar skoðanir eru um byggingu hótels í Víkurgarði og voru …
Skiptar skoðanir eru um byggingu hótels í Víkurgarði og voru mótmæli haldin í síðasta mánuði. mbl.is/​Hari

Tillaga Minjastofnunar um friðlýsingu Víkurgarðs, hins forna kirkjugarðs í miðbæ Reykjavíkur, barst Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, á þriðjudaginn.

Kristrún Heiða Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, sagði í gær að tillagan væri vinnugagn að mati ráðuneytisins og ferill málsins rétt hafinn. Hún sagði að ekki hefðu átt sér stað viðræður milli ráðuneytisins og stofnunarinnar um málið enn sem komið er.

Næstum tveir mánuðir eru síðan Minjastofnun tilkynnti um áform sín að óska eftir sérstakri friðlýsingu Víkurgarðs sem þegar nýtur aldursfriðunar samkvæmt lögum um menningarminjar. Var öllum hagsmunaaðilum ritað bréf um málið og óskað eftir athugasemdum fyrir 22. október síðastliðinn. Meðal þeirra sem brugðust við var Reykjavíkurborg sem lagðist gegn tillögunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »