Hálka víða

Hálka er víða á vegum.
Hálka er víða á vegum. mbl.is

Hálka er víða á vegum og snjóþekja á stöku stað. 

Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar var færð á vegum þessi klukkan 8 í morgun:

Suðvesturland: Hálka er á Hellisheiði og Þrengslum og víða eru hálkublettir.

Vesturland: Hálka er á Fróðárheiði og á Vatnaleið annars eru hálkublettir mjög víða. 

Vestfirðir: Hálka er á fjallvegum en hálkublettir á láglendi. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.

Norðurland: Greiðfært er að mestu í Húnavatnssýslum en hálka eða snjóþekja á útvegum. Hálka er á Þverárfjalli en hálkublettir víða í Skagafirði. Hálka er á Öxnadalsheiði og í Eyjafirði.

Norðausturland: Hálka er á Norðausturvegi (85) og í Mývatnssveit en snjóþekja í Ljósavatnsskarði.  

Austurland: Hálka er á Héraði og á Fagradal en snjóþekja er á Fjarðarheiði. Snjóþekja eða hálkublettir eru með ströndinni í Höfn.  

Suðausturland: Hálkublettir eru frá Höfn í Kirkjubæjarklaustur en hálka í Eldhrauni. 

Suðurland: Hálkublettir eru á þjóðvegi 1 frá Þjórsá að Eyjafjöllum eins eru hálkublettir á Reynisfjalli og í Mýrdal en greiðfært að öðru leyti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert