Vonar að Ágúst hafi fengið samþykki

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Sigurður Bogi Sævarsson

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segist vona að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður flokksins, hafi birt yfirlýsingu og frásögn frá sínu sjónarhorni með samþykki þolandans, sem varð fyrir áreitni af hans hálfu. 

Spurð hvort birting yfirlýsingarinnar samræmist verklagi flokksins segir hún svo ekki vera. Verklag flokksins nái fram að áminningu, „og svo er það hann sem ákveður að gera þetta með þessum hætti. Þess vegna geri ég ráð fyrir því að hann hafi fengið samþykki konunnar fyrir því“. Spurð hvort orðið hafi trúnaðarbrestur gagnvart konunni, sem leitaði með málið til trúnaðarnefndarinnar, segir Heiða: „Það að birta yfirlýsinguna er algerlega á hans ábyrgð.“

Ágúst Ólafur greindi frá því á Facebook í gær að hann hefði í síðustu viku hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar vegna „framkomu“ sinnar í garð konu. Atvikið hafi átt sér stað snemma í sumar í miðborg Reykjavíkur. Hans lýsing á atvikum er sú að hann hafi nálgast konuna, sem hann þekkti lítillega, tvívegis og spurt hvort þau ættu að kyssast. Konan hafi sagt nei og gefið skýrt til kynna að það væri ekki í boði með því að banda honum frá sér.

Hann segist hafa orðið sér til „háborinnar skammar“, þar sem hann lét „særandi orð falla“ um konuna eftir að hún hafnaði honum eindregið. Í framhaldinu af áminningunni hafi hann ákveðið að fara í tveggja mánaða launalaust leyfi.

Guðrún Ögmundsdóttir, formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, tjáði mbl.is að úrskurður nefndarinnar yrði ekki gerður opinber þar sem málið væri trúnaðarmál.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Spurð hvort að lýsing Ágústs Ólafs sé samhljóða úrskurði trúnaðarnefndarinnar segir Heiða að stjórnin hafi ekki aðgang að úrskurðinum. 

Er yfirlýsingin birt í samráði við flokkinn?

„Hann lætur flokkinn vita.“

Nú birtir Ágúst þetta á Facebook-síðu sinni, segir sína hlið. Er þar verið að gæta hagsmuna konunnar að þínu mati? Eða er þetta varnarræða hans?

„Það er eitthvað sem hann sjálfur þarf að svara, hvernig hann ætlar að vinna úr þessu. Minn hugur er hjá konunni og mér finnst að allt sem við gerum eigi að miða að því að hún sé sátt, ég vona bara að hún sé sátt við það að hann stígi þetta skref, segi frá og taki ábyrgð á málinu með þessum hætti.“

Genguð þið í stjórn Samfylkingarinnar úr skugga um það að konan hafi verið því samþykk að málið yrði opinberað með þessum hætti, trúnaðarmál sem hún kom með fyrir trúnaðarnefnd flokksins?

„Það er auðvitað hann sem ákveður að opinbera þetta en ég vona að hann hafi gert það í samráði við hana.“

Er ekki trúnaðarbrestur að Ágúst hafi opinberað málið, sem konan fór með til trúnaðarnefndar, með þessum hætti?

Það að birta yfirlýsinguna er algerlega á hans ábyrgð.“

Finnst ykkur, í stjórn Samfylkingarinnar, þetta samræmast ykkar verklagi, að gerandi sem hefur fengið áminningu, fari sjálfur fram með málið og lýsi atvikum þess út frá sínu sjónarhorni?

Þetta er ekki hluti af okkar verklagi, okkar verklag nær fram að áminningunni og svo er það hann sem ákveður að gera þetta með þessum hætti. Þess vegna geri ég ráð fyrir því að hann hafi fengið samþykki konunnar fyrir því.“  

Hefði verið eðlilegra ef flokkurinn hefði greint frá þessu frekar en gerandinn?

„Ekki eins og ferlið er sett upp núna. Eins og þetta er núna þá fær hann áminningu en það er ekki tillaga að honum sé vikið úr trúnaðarstörfum. Það er mismunandi verkfæri sem trúnaðarnefndin hefur og þetta er hennar mat á málsatvikum og hún gerir ráð fyrir að þetta sé fullnægjandi, að hann fengi þessa áminningu. Ef niðurstaðan væri að víkja honum úr trúnaðarstörfum þá myndi málið fara til stjórnar Samfylkingarinnar en málið fór í raun til hans, ekki til stjórnar, og hann bregst við því með því að segja frá opinberlega.“

Hversu alvarlegt finnst þér þetta sem Ágúst Ólafur lýsir?

„Mér finnst þetta alveg jafnalvarlegt og konan upplifir það. Ef hún upplifir þessar aðstæður þannig að öryggi hennar hafi verið ógnað, þá trúi ég henni. Hún hlýtur að hafa metið þetta sem alvarlegt, þar sem hún fer með þetta fyrir trúnaðarnefndina. Það er mikilvægt að við trúum þolendum hverju sinni.“

Á siðanefnd þingsins að taka þetta mál fyrir?

„Ég hef í raun engar forsendur til að meta það, ég held að það væri alveg fordæmalaust en það er eitthvað sem ég held að fólk á Alþingi á að meta og skoða.“

 Á hann að segja af sér?

„Ég hef farið varlega að segja fólki fyrir verkum í svona málum. Hann tekur þetta skref núna og fær einhvers konar aðstoð við að vinna úr þessu og síðan verður hann að meta sjálfur hvað honum finnst rétt í framhaldinu.“

Hvers vegna tekur Ágúst tveggja mánaða leyfi?

„Mér sýnist að hann ætli að leita sér einhvers konar hjálpar þannig að hann komi ekki svona fram aftur. Ég vona bara að hann finni réttan farveg.“

 Er það lokahnykkur þessa ferils, sem málið fór í að það yrði opinberað með einhverjum hætti?

„Það er ekki krafa frá trúnaðarnefndinni að mál séu opinberuð. Við viljum að þetta sé vettvangur sem fólk getur treyst og að það komi niðurstaða í mál.“

 Hefði málið verið opinberað ef hann hefði sjálfur kosið að gera það ekki?

„Mögulega ekki. Við eigum eftir að vinna með þann enda, hvort það komi árlegar skýrslur frá trúnaðarnefndinni eða hvernig þau láti vita af niðurstöðu sinna mála en það er ekki víst að það hefði verið.“

Mbl.is hefur ítrekað reynt að ná tali af Ágústi Ólafi í dag en án árangurs. Sömuleiðis hefur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ekki svarað símtölum í dag.

mbl.is

Innlent »

Rigning eða skúrir síðdegis

07:25 Á þjóðhátíðardegi Íslendinga er spáð norðan 5 til 13 metrum á sekúndu með morgninum. Skýjað verður og úrkomulítið norðan- og austanlands og verður hiti á bilinu 7 til 13 stig. Meira »

Bílvelta í miðbæ Reykjavíkur

07:17 Karlmaður var fluttur á slysadeild eftir að bílvelta varð á gatnamótum Barónsstígs og Grettisgötu í Reykjavík um klukkan þrjú í nótt. Maðurinn hafði ekið bíl sínum á kyrrstæðan jeppa og annan bíl sem einnig var kyrrstæður með þeim afleiðingum að bíll hans valt á hliðina. Meira »

Hliðarvindsprófanir í Keflavík

05:30 Flugvélaframleiðendur geta núna farið með flugvélar í hliðarvindsprófanir á Keflavíkurflugvelli á ný.  Meira »

Mikið um að vera í borginni

05:30 Mikil hátíðarhöld verða í höfuðborginni í dag í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Margskonar skemmtiatriði verða á dagskránni víða um borgina og því ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Meira »

Skákmót og hátíðarhöld

05:30 Efnt hefur verið til fagnaðarfundar í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn klukkan 14 í dag. Skákfélagið Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, standa að baki hátíðinni. Meira »

Stofa á Þjóðminjasafni opnuð í dag

05:30 Í dag, þjóðhátíðardaginn 17. júní, verður í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu í Reykjavík opnað nýtt rými sem nefnt er Stofa . Þar er aðstaða þar sem börn, fjölskyldur, skólahópar og aðrir geta kynnt sér safnkostinn í meira návígi en áður hefur boðist. Meira »

Ráðuneytið með öryggisátt til skoðunar

05:30 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið er með erindi Rannsóknarnefndar samgönguslysa til skoðunar, en það snýr að álagningu vanrækslugjalds ef skráð ökutæki er ekki fært til lögmætrar skoðunar innan tilskilins tíma. Meira »

Óttast mismunun fyrirtækja

05:30 „Þetta er stórt högg fyrir framtíðaráform okkar, ef af verður,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax hf., spurður um fyrirhugaðar breytingar á meðferð leyfisumsókna um sjókvíaeldi í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Gera íslensku krónuna að rafeyri

05:30 Nú þegar leyfi FME er í höfn má Monerium gefa út rafeyri í íslenskum krónum fyrir bálkakeðjur.  Meira »

Fljúga 1.100 kílómetra á svifvængjum

Í gær, 22:30 Hans Kristján er staddur í Sviss og mun næstu daga þvera Alpana á svifvængjum. „Þetta er ein magnaðasta keppni í heimi,“ segir hann en drífur sig svo að sofa, því að á morgun flýgur hann 100 kílómetra. Meira »

Lokanir gatna og akstur Strætó 17. júní

Í gær, 22:26 Mörgum götum verður lokað vegna hátíðarhalda í miðborg Reykjavíkur á morgun, 17. júní, og hvetur lögregla vegfarendur til að fara varlega og leggja löglega, en frekari upplýsingar um götulokanir er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Víða væta á þjóðhátíðardegi Íslendinga

Í gær, 21:59 „Það er útlit fyrir norðlæga átt hjá okkur á morgun og skýjað fyrir norðan og austan, en léttskýjað suðvestan lands fram eftir degi,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur um veðurspána fyrir 17. júní, þjóðhátíðardag Íslands, í samtali við mbl.is. Meira »

Flugkennslu aflýst vegna óánægju

Í gær, 20:40 Eftir að póstur var sendur til flugkennara í verktakavinnu hjá Keili þess efnis að þeim yrði gert að gangast undir kjarasamninga við fyrirtækið, lögðu sumir þeirra niður störf vegna óánægju. Meira »

Græni herinn kom saman á ný

Í gær, 19:30 Græni herinn svokallaði var endurvakinn í dag með táknrænni athöfn á sama stað og hann var upphaflega stofnaður fyrir 20 árum. Efnt var til gróðursetningar í Hveragerði sem mun marka upphaf starfsemi Græna hersins í nýrri 5 ára áætlun hans. Meira »

Costco sýknað af bótakröfu vegna tjóns

Í gær, 19:05 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Costco af kröfu konu um bætur vegna innkaupakerru sem rann á bíl hennar framan við verslunina í Garðabæ. Fór konan fram á rúmar 262 þúsund krónur í bætur vegna viðgerðar. Meira »

Fara í Garðabæ eftir 80 ár í Borgartúni

Í gær, 18:25 Vegagerðin mun á næstu 14 mánuðum flytja höfuðstöðvar sínar frá Borgartúni í Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Reginn og framkvæmasýsla ríkisins hafa gert samning um uppbyggingu og leigu á nýjum höfuðstöðvum á þessum stað, en þangað verður einnig flutt þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði. Meira »

Engin lending komin um þinglok

Í gær, 18:13 Enn þá virðist engin lending komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Viðræðurnar eru í gangi en hljóðið í mönnum er á þá leið að ekki sé mikill kraftur í viðræðunum. Meira »

Fjórir mjög hæfir í starf seðlabankastjóra

Í gær, 18:05 Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög hæfa, en það eru þeir Gylfi Magnússon, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­son, pró­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra. Meira »

„Besta vor sem ég hef upplifað“

Í gær, 17:40 „Þetta er nú bara besta vor sem ég hef upplifað,“ segir Anne Melén sem hefur um áratugaskeið ræktað garðinn sinn í Garðabæ af mikilli alúð. Þar ræktar hún grænmeti, ber og jurtir og er uppskeran oft svo mikil að hún fær um kíló af tómötum á hverjum degi á uppskerutímabilinu. Meira »
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...
NP þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...