Ljúf stemning í Heiðmörk

Jólatrén afgreidd í Heiðmörk.
Jólatrén afgreidd í Heiðmörk. mbl.isÁrni Sæberg

Það er ljúf jólastemning í skógræktinni í Heiðmörk nú um helgina á hinum sívinsæla jólamarkaði. Hugmyndin með markaðnum er að þangað geti fjölskyldur komið og notið þess að vera í ró og næði úti í náttúrunni. Jólamarkaðurinn er hluti af markmiði Skógræktarfélags Reykjavíkur að efla skógarmenningu.

Jólamarkaðurinn hefur verið haldinn við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk undanfarinn áratug og er heimsókn á markaðinn orðin hluti af aðventuvenjum margra.

Markaðurinn er opinn allar helgar til jóla, laugardaga og sunnudaga, milli klukkan tólf og fimm.

Í Rjóðrinu er kveiktur varðeldur og barnabókahöfundar lesa upp úr verkum sínum klukkan 14. Í dag mun Guðrún Eva Mínervudóttur lesa, tónlistarmaðurinn ira Kira og Andri Ásgrímsson flytja tónlist og Huginn Þór Grétarsson lesa í Rjóðrinu.     

Notaleg stemning í jólamarkaðnum í Heiðmörk í gær.
Notaleg stemning í jólamarkaðnum í Heiðmörk í gær. mbl.is/Árni Sæberg
Á markaðnum kennir ýmissa grasa.
Á markaðnum kennir ýmissa grasa. mbl.is/Árni Sæberg
Gærur á jólamarkaðnum.
Gærur á jólamarkaðnum. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert