Hreinar hendur bjarga

Mikilvægt er að hendur heilbrigðisstarfsfólks séu vel hreinsaðar fyrir og …
Mikilvægt er að hendur heilbrigðisstarfsfólks séu vel hreinsaðar fyrir og eftir samskipti við sjúklinga. Ljósmynd/Landspítalinn

Meira en fjórir sjúklingar sýkjast á Landspítalanum á hverjum einasta degi ársins. Þótt markvisst hafi verið unnið að úrbótum, meðal annars með því að minna heilbrigðisstarfsfólk á að hreinsa hendurnar á sér rétt og vel, eru spítalasýkingar hlutfallslega algengari en nágrannalöndum.

„Við vitum að hreinar hendur geta hreinlega bjargað mannslífum,“ segir Þórdís Hulda Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild Landspítalans, en hún vinnur ásamt fleirum að nýju átaki í handhreinsun til að draga úr spítalasýkingum og auka þannig öryggi sjúklinga.

Ef heilbrigðisstarfsfólk hreinsar hendurnar á sér ekki nógu vel aukast líkur á spítalasýkingum um 20-40%. Sýkingar geta orðið til þess að sjúklingar veikjast meira og sjúkrahúsdvöl þeirra lengist en einnig eru dæmi um að sjúklingar deyi af þessum ástæðum.

Mikilvægt þegar álag er mikið

Á þessu ári fá 6,2% innlagðra sjúklinga spítalasýkingar en sambærilegt hlutfall á sjúkrahúsum í þeim löndum sem Íslendingar bera sig helst saman við er um 5%. Hlutfallið hér hefur aðeins versnað á milli ára en batnað þegar litið er lengra aftur.

Mikið álag er á starfsfólki spítalans, meðal annars út af skorti á starfsfólki. Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Þórdís ekki síður mikilvægt að fólk muni eftir að hreinsa hendurnar á sér við þessar aðstæður en þegar álag er minna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert