Um 80% eru prentuð erlendis

Bækur í bókabúð.
Bækur í bókabúð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 80% allra þeirra 614 bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2018 eru prentuð erlendis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bókasambandi Íslands. Titlar prentaðir innanlands eru 124 og fækkar um 78 frá fyrra ári. Eru það um 20% af heildinni en í fyrra var hlutfallið um þriðjungur.

Bækur prentaðar í Evrópu í ár eru 412 eða 67% sem er mikil aukning milli ára. Tæp 13%, eða 78 titlar, eru Asíuprent, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert