Að halda áfram og gefast ekki upp

Amman Elísabet Kristín Jökulsdóttir á litríku heimili sínu með heimspekilegt ...
Amman Elísabet Kristín Jökulsdóttir á litríku heimili sínu með heimspekilegt skilti. Umvafin teikningum frá barnabörnunum sínum. mbl.is/​Hari

„Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir.

„Þessi bók er í raun um lífið, um lifandi tilfinningar sem kvikna. Daginn sem bókin fór í prentsmiðju uppgötvaði ég að það er stærri saga í þessari bók, það er sagan um það að halda áfram, gefast ekki upp. Þetta er sagan um það þegar myrkrið er svo óskaplegt að enginn ratar nema penninn, það er einhver æðri máttur sem stýrir honum. Ég sagði þetta við Jónsa í Sigur Rós þegar ég hitti hann um helgina og hann sagði að penninn gæti líka verið gítar. Listin er eitthvað æðra, það fæðast lög og ljóð og við erum verkfæri. Listin og tjáningin hafa svo mikinn lækningamátt,“ segir Elísabet sem sendi frá sér nýja ljóðabók í síðustu viku, Stjarna á himni, lítil sál sem aldrei komst til jarðar, en þar segir hún frá reynslu sinni sem amma þegar sonur hennar og tengdadóttir fóru fyrir allmörgum árum í tæknifrjóvgun og gekk ekki í nokkur ár eins og vonast var eftir.

„Amman ég fékk að taka þátt og vita framvindu mála og þá fór ég að velta fyrir mér hvert væri mitt hlutverk í þessu ferli. Ég spurði þau reglulega hvort þau væru ekki að taka lýsi, borða bláber og fleira í þeim dúr. Við lá að ég setti mig sem aðalpersónu og þá var ég stundum sett á pásu,“ segir Elísabet og hlær.

„Ef ég sá kirkju þá óð ég inn í hana, kraup og bað um að allt færi vel á meðgöngunni. Ég endaði á að skrifta í kirkju á Írlandi, af því mér fannst mér að kenna ef ekki gengi vel, ég hefði ekki verið nógu góð af því ég var virkur alkóhólisti í gamla daga. En smám saman komst ég að því að ég þyrfti ekki að hafa samviskubit eða sektarkennd.“

Fá þau ekki hafragraut?

Elísabet segist hafa tekið nærri sér fósturmissi tengdadóttur sinnar en fræðsla hafi hjálpað sér mest í að takast á við sorgina sem fylgir því að missa ófætt barnabarn.

„Ég fræddist til dæmis um að fólk sem fer í tæknifrjóvganir upplifir fósturmissi miklu sterkar en aðrir, af því það er meira fyrir því haft og meira á sig lagt. En ég tek það fram að það kom barn að lokum; eftir sex ár fæddist þeim stúlka og önnur þremur árum síðar.“

Elísabet segist hafa fengið leyfi hjá syni sínum og tengdadóttur áður en hún gaf út bókina, enda varðar málið þau þó svo að textinn fjalli um reynslu ömmunnar.

„Ég veit ég er óskaplega dramatísk manneskja en ég á rétt á þeim tilfinningum sem bærast innra með mér. Ég hef alltaf miklar áhyggjur af börnunum mínum, þótt þau séu orðin fullorðin. Það kemur líka til af því að ég er með geðhvarfasýki og býst stundum við hinu versta. Jafnvel þegar þau fara í ferðalag held ég að eitthvað komi fyrir þau. Ætli það sé ekki eitthvað gamalt úr bernskunni að vera alltaf að mála skrattann á vegginn. En mamma hjálpaði mér við slíkar aðstæður; hún sagði mér að fara ekki inn í óttann heldur sleppa tökunum og treysta, ég gæti ekki stjórnað hvað kæmi fyrir og hvað ekki. Ég held það taki mig alla ævi að sleppa tökunum og nú er ég farin að spyrja hvort barnabörnin fái ekki örugglega hafragraut,“ segir hún og hlær.

„Ég verð að passa mig að taka ekki yfir líf barnanna minna, en það kemur til af því að ég er svo vön að vernda þau. Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir Elísabet, sem á átta barnabörn.

„Þegar ég fékk nöfnu fannst mér ég ekki þurfa að gera neitt meira í lífinu; nafnið mitt væri komið áfram. Hún stríðir mér stundum og segist vera hætt að heita Elísabet, og þá fær amman alveg áfall,“ segir hún og hlær og bætir við að þetta sé sennilega einhver formæðraforneskja.

Líka um vanmáttinn

Elísabet segir að ljóðin í bókinni hafi komið til sín eins og lítill lækur fyrir átta árum. „Þetta var alveg magískt. Ég held að litla sálin hafi komist til jarðar í gegnum ljóðin mín. Ég held hún hafi með sínum hætti pikkað í mig og sagt: Er ekki tími til kominn að þú, amma, notir þína aðferð til að koma mér til skila? Þetta er mjög tært, um lífið í frummynd sinni,“ segir Elísabet bætir við að bókin fjalli líka um vanmáttinn gagnvart sorgum og erfiðleikum sinna nánustu.

„Fólk leggur mikið á sig til að búa til líf, en á sama tíma hrannast dáin börn upp á ströndum Miðjarðarhafsisns og börn eru drepin í stríðinu í Jemen núna. Þá get ég ekki annað en velt fyrir mér hvort mannkynið hati börn. Hvaða úrkynjun er í gangi í veröldinni? Börnin eru það sem við eigum að vernda til að viðhalda mannkyninu,“ segir Elísabet og bætir við að það að verða amma hafi gefið lífi hennar nýja merkingu.

„Þegar ég hengdi upp mynd af ömmustelpunni minni henni Emblu Karen, hér í húsinu mínu þar sem ég hef búið í áratugi og alið upp börnin mín, þá fann ég að það var algerlega í réttu framhaldi að hengja upp mynd af henni. Lífið heldur áfram og ég er þakklát fyrir að fá að upplifa djúpar og sterkar tilfinningar í tengslum við börnin og barnabörnin. Allt okkar líf er til þess að skila áfram. Viðhalda lífinu,“ segir Elísabet, sem situr ekki auðum höndum, hún hefur lokið við að skrifa barnabók sem væntanlega kemur út í janúar á nýju ári.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Starfsmönnum fjölgaði um 29,5%

15:09 Starfsmönnum forsætisráðuneytisins fjölgaði um um 13 frá janúar 2016 til apríl 2019, sem jafngildir 29,5% fjölgun á tímabilinu. Þetta kemur fram í svari Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við skriflegri fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Meira »

„Bíræfnir“ reiðhjólaþjófar í borginni

15:02 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að mikilvægt sé að fólk tilkynni það til lögreglu, vakni hjá því grunur um að reiðhjól sem það ætlar að kaupa sé illa fengið. Lögregla segir að „ansi bíræfnir“ þjófar á höfuðborgarsvæðinu láti hvorki keðjur né lása stöðva sig við iðju sína. Meira »

Smá bið í að Blíða fari aftur að fljóta

14:57 Blíða SH-277, fiskiskip sem er strand 1,3 sjómílur frá Stykkishólmi, ætti að komast aftur á flot eftir eina og hálfa til tvær klukkustundir, að sögn þess sem stýrir aðgerðum á vettvangi úr landi. Meira »

Skip strandaði við Stykkishólm

13:37 Um klukkan hálfeitt í dag voru björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi kallaðar út vegna skips sem strandað hafði rétt utan við Stykkishólm. Skipið er staðsett um 1,5 sjómílur frá bænum, nærri Hvítabjarnarey, en um er að ræða 22 tonna fjölveiðiskip. Meira »

Systir Sigmundar sest á þing

13:33 Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi og systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn er þingfundur hófst kl. 13:30, en hún kemur inn í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem er fjarverandi. Meira »

Milljarðalækkun framlags til öryrkja

13:21 Í tillögu að breyttri fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyrir 4,7 milljarða króna minna framlagi til sjúkrahúsþjónustu en í fyrri áætlun á tímabilinu og 7,9 milljörðum minna framlagi vegna örorku og málefni fatlaðs fólks, að því er fram kemur í gögnum sem mbl.is hefur undir höndum. Meira »

„Lúsmýið er komið á Skagann“

13:19 Lúsmýið er komið á Skagann að sögn Söndru Steingrímsdóttur, lyfjafræðings í Apóteki Vesturlands á Akranesi, en þangað leituðu fjölmargir um helgina eftir að hafa verið bitnir af lúsmýi eða til að fyrirbyggja bit. Meira »

45% aukning í grunnskólakennaranám

13:11 Umsóknum í grunnskólakennaranám fjölgar um 45% og helmingi fleiri karlar sóttu um grunnskólakennaranám á grunn- og framhaldsstigi í Háskóla Íslands en í fyrra. Meira »

Viljayfirlýsing um kolefnishreinsun

12:44 Í hádeginu var undirrituð í Ráðherrabústaðnum viljayfirlýsing um kolefnishreinsun- og bindingu.  Meira »

Seldu tónlist fyrir 663 milljónir króna

12:24 Heildarverðmæti vegna sölu á hljóðritaðri tónlist á Íslandi árið 2018 var rúmar 663 milljónir króna og hefur ekki verið hærra síðan árið 2007 en hæst náði tónlistarsalan árið 2005. Meira »

Greiða miskabætur vegna Hlíðamáls

12:10 Þær Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir hádegi dæmdar til greiðslu miskabóta vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna hins svokallaða Hlíðamáls, en þær sökuðu mennina um þaulskipulagðar nauðganir. Meira »

Ljúka skýrslutökum í vikunni

11:26 Lögreglan á Suðurlandi áformar að ljúka skýrslutökum vegna flugslyssins við Múlakot 9. júní síðastliðinn í þessari viku, en skoðun lögreglu á flaki flugvélarinnar sem hrapaði við flugbrautina í Múlakoti er lokið. Meira »

Vilja úttekt á aðkomu að WOW

11:15 Umhverfis- og samgöngunefnd leggur fyrir Alþingi í dag beiðni um að Ríkisendurskoðun geri úttekt á aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air hf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. Þingmaður Samfylkingarinnar vill fá skýra mynd af því sem eftirlitsaðilar vissu. Meira »

Halda leyfi fyrir 4.000 tonna eldi

10:43 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu um ógildingu ákvörðunar Matvælastofnunar frá 22. desember 2017 um að veita Artic Sea Farm hf. rekstrarleyfi fyrir 4.000 tonna ársframleiðslu á laxi eða regnbogasilungi í sjókvíum í Dýrafirði. Meira »

Hraðaksturinn reyndist dýrkeyptur

10:14 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund og reyndist það honum dýrkeypt. Meira »

Hætta að fljúga til Tampa

08:30 Icelandair hefur hætt áætlunarflugi til og frá Tampa-flugvelli í Flórída en flugfélagið hóf áætlunarflug til borgarinnar árið 2017. Í fyrstu var flogið þangað tvisvar í viku en í fyrra var bætt við og flogið á milli Íslands og Tampa fjórum sinnum í viku. Meira »

Fá ekki að nota nafnið Eden

08:18 Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar neitaði á dögunum að veita eigendum ísbúðar í bænum leyfi til þess að nota nafnið Eden. Meira »

Vel gengur að selja íbúðir

07:37 Fjöldi íbúða er í byggingu í nýju íbúðahverfi á Hellu, Ölduhverfi. Andri Leó Egilsson, verktaki hjá Naglafari ehf., segir að vel hafi gengið að selja. Þótt nú sé heldur þyngra yfir sölu sé ekki ástæða til að kvarta. Meira »

Alþingi eftirsótt á þjóðhátíðardegi

07:16 Yfir þrjú þúsund gestir heimsóttu Alþingishúsið í gær á 75 ára afmæli lýðveldisins en í dag verður þingfundi framhaldið og verður meðal annars rætt um úttekt á aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air. Meira »
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Til leigu 2-3ja herb.íbúðir fyrir fjölskyldur og erlenda ferðamenn. ALLT til ALL...
Ýmsar áhugaverðar bækur til sölu
il sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasög...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...