Að halda áfram og gefast ekki upp

Amman Elísabet Kristín Jökulsdóttir á litríku heimili sínu með heimspekilegt ...
Amman Elísabet Kristín Jökulsdóttir á litríku heimili sínu með heimspekilegt skilti. Umvafin teikningum frá barnabörnunum sínum. mbl.is/​Hari

„Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir.

„Þessi bók er í raun um lífið, um lifandi tilfinningar sem kvikna. Daginn sem bókin fór í prentsmiðju uppgötvaði ég að það er stærri saga í þessari bók, það er sagan um það að halda áfram, gefast ekki upp. Þetta er sagan um það þegar myrkrið er svo óskaplegt að enginn ratar nema penninn, það er einhver æðri máttur sem stýrir honum. Ég sagði þetta við Jónsa í Sigur Rós þegar ég hitti hann um helgina og hann sagði að penninn gæti líka verið gítar. Listin er eitthvað æðra, það fæðast lög og ljóð og við erum verkfæri. Listin og tjáningin hafa svo mikinn lækningamátt,“ segir Elísabet sem sendi frá sér nýja ljóðabók í síðustu viku, Stjarna á himni, lítil sál sem aldrei komst til jarðar, en þar segir hún frá reynslu sinni sem amma þegar sonur hennar og tengdadóttir fóru fyrir allmörgum árum í tæknifrjóvgun og gekk ekki í nokkur ár eins og vonast var eftir.

„Amman ég fékk að taka þátt og vita framvindu mála og þá fór ég að velta fyrir mér hvert væri mitt hlutverk í þessu ferli. Ég spurði þau reglulega hvort þau væru ekki að taka lýsi, borða bláber og fleira í þeim dúr. Við lá að ég setti mig sem aðalpersónu og þá var ég stundum sett á pásu,“ segir Elísabet og hlær.

„Ef ég sá kirkju þá óð ég inn í hana, kraup og bað um að allt færi vel á meðgöngunni. Ég endaði á að skrifta í kirkju á Írlandi, af því mér fannst mér að kenna ef ekki gengi vel, ég hefði ekki verið nógu góð af því ég var virkur alkóhólisti í gamla daga. En smám saman komst ég að því að ég þyrfti ekki að hafa samviskubit eða sektarkennd.“

Fá þau ekki hafragraut?

Elísabet segist hafa tekið nærri sér fósturmissi tengdadóttur sinnar en fræðsla hafi hjálpað sér mest í að takast á við sorgina sem fylgir því að missa ófætt barnabarn.

„Ég fræddist til dæmis um að fólk sem fer í tæknifrjóvganir upplifir fósturmissi miklu sterkar en aðrir, af því það er meira fyrir því haft og meira á sig lagt. En ég tek það fram að það kom barn að lokum; eftir sex ár fæddist þeim stúlka og önnur þremur árum síðar.“

Elísabet segist hafa fengið leyfi hjá syni sínum og tengdadóttur áður en hún gaf út bókina, enda varðar málið þau þó svo að textinn fjalli um reynslu ömmunnar.

„Ég veit ég er óskaplega dramatísk manneskja en ég á rétt á þeim tilfinningum sem bærast innra með mér. Ég hef alltaf miklar áhyggjur af börnunum mínum, þótt þau séu orðin fullorðin. Það kemur líka til af því að ég er með geðhvarfasýki og býst stundum við hinu versta. Jafnvel þegar þau fara í ferðalag held ég að eitthvað komi fyrir þau. Ætli það sé ekki eitthvað gamalt úr bernskunni að vera alltaf að mála skrattann á vegginn. En mamma hjálpaði mér við slíkar aðstæður; hún sagði mér að fara ekki inn í óttann heldur sleppa tökunum og treysta, ég gæti ekki stjórnað hvað kæmi fyrir og hvað ekki. Ég held það taki mig alla ævi að sleppa tökunum og nú er ég farin að spyrja hvort barnabörnin fái ekki örugglega hafragraut,“ segir hún og hlær.

„Ég verð að passa mig að taka ekki yfir líf barnanna minna, en það kemur til af því að ég er svo vön að vernda þau. Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir Elísabet, sem á átta barnabörn.

„Þegar ég fékk nöfnu fannst mér ég ekki þurfa að gera neitt meira í lífinu; nafnið mitt væri komið áfram. Hún stríðir mér stundum og segist vera hætt að heita Elísabet, og þá fær amman alveg áfall,“ segir hún og hlær og bætir við að þetta sé sennilega einhver formæðraforneskja.

Líka um vanmáttinn

Elísabet segir að ljóðin í bókinni hafi komið til sín eins og lítill lækur fyrir átta árum. „Þetta var alveg magískt. Ég held að litla sálin hafi komist til jarðar í gegnum ljóðin mín. Ég held hún hafi með sínum hætti pikkað í mig og sagt: Er ekki tími til kominn að þú, amma, notir þína aðferð til að koma mér til skila? Þetta er mjög tært, um lífið í frummynd sinni,“ segir Elísabet bætir við að bókin fjalli líka um vanmáttinn gagnvart sorgum og erfiðleikum sinna nánustu.

„Fólk leggur mikið á sig til að búa til líf, en á sama tíma hrannast dáin börn upp á ströndum Miðjarðarhafsisns og börn eru drepin í stríðinu í Jemen núna. Þá get ég ekki annað en velt fyrir mér hvort mannkynið hati börn. Hvaða úrkynjun er í gangi í veröldinni? Börnin eru það sem við eigum að vernda til að viðhalda mannkyninu,“ segir Elísabet og bætir við að það að verða amma hafi gefið lífi hennar nýja merkingu.

„Þegar ég hengdi upp mynd af ömmustelpunni minni henni Emblu Karen, hér í húsinu mínu þar sem ég hef búið í áratugi og alið upp börnin mín, þá fann ég að það var algerlega í réttu framhaldi að hengja upp mynd af henni. Lífið heldur áfram og ég er þakklát fyrir að fá að upplifa djúpar og sterkar tilfinningar í tengslum við börnin og barnabörnin. Allt okkar líf er til þess að skila áfram. Viðhalda lífinu,“ segir Elísabet, sem situr ekki auðum höndum, hún hefur lokið við að skrifa barnabók sem væntanlega kemur út í janúar á nýju ári.

Innlent »

Vetur konungur ræður ríkjum

Í gær, 23:02 Vetrarfærð er á öllu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og víða éljagangur og skafrenningur á vegum á norðanverðu landinu. Meira »

Sex þingmenn metnir hæfir

Í gær, 22:30 Sex þingmenn koma til greina til setu í nýrri forsætisnefnd Alþingis með það eina verkefni að koma svokölluðu Klaustursmáli áfram til siðanefndar Alþingis, en nefndin verður skipuð í næstu viku í kjölfar þess að allir fulltrúar í forsætisnefnd lýstu sig vanhæfa í málinu vegna þess að þeir höfðu tjáð sig um það. Meira »

Var síbrosandi og hafði tíma fyrir alla

Í gær, 21:54 „Ég þekkti Adamowicz persónulega. Hann var yngri en ég en við gengum í sama skóla,“ segir Alexander Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi. Þeir hafi átt marga sameiginlega vini og því hafi verið erfitt að frétta af láti Pawel Adamowicz borgarstjóra Gdansk. Meira »

Tillaga Vigdísar og Kolbrúnar felld

Í gær, 20:41 Tillaga borgarfulltrúanna Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur um að embætti borgarlögmanns yrði falið að vísa skýrslu innri endurskoðunar um braggamálið til „þar til bærra yf­ir­valda til yf­ir­ferðar og rann­sókn­ar“ var felld í borgarstjórn Reykjavíkur laust eftir kl. 19 í kvöld. Meira »

Sýknaður af ákæru vegna banaslyss

Í gær, 20:27 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru vegna banaslyss, sem átti sér stað á Reykjanesbraut í febrúar árið 2017. Sannað þótti að maðurinn hefði ekið inn á rangan vegarhelming, en ekki að hann hefði sýnt af sér refsivert gáleysi. Meira »

Íbúar til fyrirmyndar

Í gær, 20:19 Íbúar í Fornhagablokkinni í Vesturbæ Reykjavíkur láta umhverfismál sig varða og stofnuðu umhverfisnefnd í fyrra. Hún stefnir að því að leggja umhverfisstefnu fyrir blokkina á aðalfundi íbúanna í vor. Meira »

Hjúkrunarfræðingar bíða óþreyjufullir

Í gær, 19:38 Hjúkrunarfræðingar bíða óþreyjufullir eftir því að losna undan gerðardómi í lok mars, að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vinna stendur yfir við nýja kröfugerð og hyggur félagið á ferðalag um landið til að heyra hljóðið í hjúkrunarfræðingum. Meira »

Dýrara að leggja í bílastæðahúsum

Í gær, 19:25 Stöðumælagjald í langtímastæðum í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar hækkaði um áramótin. Auk þess hækkar fyrsta klukkustundin í skammtímastæði. Meira »

Versta afkoman í áratug

Í gær, 19:20 Framlegð fiskvinnslufyrirtækja á Íslandi reyndist að meðaltali 10,61% á árinu 2017 og hafði ekki mælst lægri í áratug þar á undan. Hæst reyndist framlegðin árið 2009 þegar hún var 20,79% en lækkaði án afláts frá árinu 2011 þegar hún mældist 19,1%. Meira »

„Erum að ýta á að fá svör“

Í gær, 19:08 „Það er kominn tími á að fara að hreyfa við þessum málum hvernig sem það verður gert,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Allsherjar verkföll séu þó ekki leiðin til að ná saman. Þriðji fundur stéttarfélaganna fjögurra með Samtökum atvinnulífsins verður hjá sáttasemjara á morgun. Meira »

Vildu að fjárveiting yrði stöðvuð

Í gær, 19:01 „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið. Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem bendir á að sjálfstæðismenn hafi þegar 2015 lagt til að fjárveiting til braggans í Nauthólsvík yrði stöðvuð. Meira »

Óeðlilegt að óska eftir sakamálarannsókn

Í gær, 18:12 „Undir engum kringumstæðum finnst mér eðlilegt að ósk um sakamálarannsókn komi frá pólitískum vettvangi borgarstjórnar. Gætum þess hvaða fordæmi við viljum setja hér í dag,“ sagði Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í umræðum um braggamálið í borgarstjórn í dag. Meira »

Möguleiki á opnun Bláfjalla í næstu viku

Í gær, 17:09 „Við fengum mikið af snjó í gær sem við unnum úr í nótt þar sem hægt var,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, sem er bjartsýnn á opnun skíðasvæðisins í næstu viku. Meira »

Dagur segir Eyþór hafa hlaupið á sig

Í gær, 16:41 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hörðum orðum um þá fulltrúa minnihlutans sem stóðu að og studdu tillögu um að vísa braggaskýrslu til héraðssaksóknara og lét að því liggja að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks segir borgarstjóra skorta auðmýkt. Meira »

Útgáfu bókar Jóns Baldvins frestað

Í gær, 16:06 Útgáfu bókar með ræðum, ritum og greinum Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem gefa átti út í tilefni áttræðisafmælis hans í febrúar, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta staðfestir Steingrímur Steinþórsson hjá útgáfufélaginu Skruddu í samtali við mbl.is. Meira »

„Eins og er þá er þetta lítið hlaup“

Í gær, 15:56 Hlaupið í Múlakvísl er lítið og vatnsborð, sem hækkaði fyrir hádegi, er á niðurleið. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að áfram verði fylgst með ánni. Meira »

Framkvæmdaleyfi veitt vegna tvöföldunar

Í gær, 15:49 Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðarbæjar hefur samþykkt að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að tvöfalda vegakaflann á Reykjanesbraut frá Kaldárselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót með því að byggja nýja akbraut sunnan núverandi vegar. Meira »

Miðflokksmenn hafa ekki boðað komu sína

Í gær, 15:01 Hvorki Gunnar Bragi Sveinsson né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa boðað komu sína á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á morgun, eins og nefndin hefur beðið um. Þetta staðfestir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í samtali við mbl.is. Meira »

Breyttu framlagðri tillögu sinni

Í gær, 14:56 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lögðu fram breytingartillögu við framlagða tillögu sína til borgarstjórnar um að vísa skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 til héraðssaksóknara. Meira »