Suðurlandsvegur opinn á ný

Tveir voru fluttir til aðhlynningar í Reykjavík eftir áreksturinn.
Tveir voru fluttir til aðhlynningar í Reykjavík eftir áreksturinn. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Tveir voru fluttir slasaðir til aðhlynningar í Reykjavík eftir árekstur nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar síðdegis. Ekki liggur fyrir hve alvarleg meiðsli þeirra eru, en báðir voru með meðvitund er þeir voru klipptir út úr bifreiðum sínum.

Búið er að opna Suðurlandsveg að nýju fyrir umferð og var það gert laust eftir kl. 17:30. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi mun lögregla stýra umferð á svæðinu til að byrja með.

mbl.is