Dómur yfir Júlíusi „mjög fordæmisgefandi“

Júlíus Vífill Ingvarsson í Héraðsdómi Reykjavíkur við þingfestingu málsins í ...
Júlíus Vífill Ingvarsson í Héraðsdómi Reykjavíkur við þingfestingu málsins í september. mbl.is/Valli

Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur um að dæma Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti, er mjög mikilvægt fordæmi. Ekki var farið fram á kyrrsetningu eða haldlagningu fjármunanna vegna meðalhófs, segir Björn Þorvaldsson saksóknari.

Héraðssak­sókn­ari ákærði Júlí­us fyr­ir pen­ingaþvætti með því að hafa geymt sem nem­ur á bil­inu 131-146 millj­ón­um króna á er­lend­um banka­reikn­ing­um, en hluti fjár­mun­anna var sagður ávinn­ing­ur refsi­verðra brota.

Við aðalmeðferð máls­ins kom skýrt fram að málið væri upp­runnið í skatt­brot­um sem hefðu átt sér stað á ní­unda og í byrj­un tí­unda ára­tug­ar­ins. Voru þau því löngu fyrnd og voru bæði sak­sókn­ari og verj­andi sam­mála um það. Hins veg­ar var Júlí­us ekki ákærður fyr­ir skatt­brot­in, held­ur fyr­ir pen­ingaþvætti. Sak­sókn­ari taldi að með því að milli­færa fjármunina inn á sjóð í Sviss hefði Júlí­us gerst sek­ur um pen­ingaþvætti, þótt fjár­mun­irn­ir væru fengn­ir með broti sem væri löngu fyrnt.

Málið sérstakt og gæta þurfti meðalhófs

Ólíkt því sem gert er við rannsókn flestra mála er varða peningaþvætti var ekki farið fram í kyrrsetningu eða haldlagningu fjármunanna í máli Júlíusar. Björn Þorvaldsson saksóknari segir að þá ákvörðun megi rekja til þess að málið hafi verið að vissu leyti sérstakt og nauðsynlegt hafi verið að gæta meðalhófs við rannsóknina.

„Þetta var mjög ólíkt öðrum peningaþvættis málum. Frumbrotið var framið á 9. og 10. áratug síðustu aldar og var þess vegna löngu fyrnt. Þetta hafði ekki reynt á í máli hér á landi áður og vegna ákveðins meðalhófs í málinu var ekki farið út í kyrrsetningu og haldlagningu,“ segir Björn.

Björn Þorvaldsson, saksóknari.
Björn Þorvaldsson, saksóknari. mbl.is/Golli

Prófmál sem er fordæmisgefandi

Í dómi héraðsdóms var fall­ist á þá rök­semd sak­sókn­ara að brotið væri ófyrnt vegna milli­færsl­unn­ar árið 2014, en ekki nán­ar farið út í aft­ur­virkn­is­rök­semd­ir verj­anda. Í grein­ar­gerð Júlí­us­ar sem fjallað var um fyr­ir aðalmeðferðina og í mál­flutn­ingi verj­anda við aðalmeðferðina var meðal ann­ars vísað til þess að lög um pen­ingaþvætti hefðu ekki verið sett í lög fyrr en eft­ir að skatt­brot­in fyrndu voru sett í lög árið 1993. Þá hafi lögin heldur ekki átt við fyrr en eftir árið 2009, þegar þau voru rýmkuð.

„Sjálfþvætti varð ekki refsivert hérna fyrr en í lok árs 2009. Fram að þeim tíma gat maður bara framið peningaþvætti með ávinning af afbrotum annarra, ekki af eigin afbrotum. Þannig frá lok árs 2009 þá gat maður bæði framið frumbrot, t.d. skattalagabrot eða þjófnað, og sjálfþvætti með því að geyma eða flytja ávinninginn,“ útskýrir Björn og tekur fram að yfirleitt séu frumbrot ekki fyrnd líkt og í þessu máli.

„Hér vorum við með ávinning sem var mjög gamall og það hafði ekki reynt á þetta í málum hér á landi áður. Af þeim sökum þótti ekki rétt að vera fara í kyrrsetningu og haldlagningu í þessu máli,“ segir hann og bætir við:

„Þetta var ákveðið prófmál hvað þetta varðar og mjög mikilvægt fordæmi eftir að það liggur fyrir.“

Hörður Felix Harðarson, verjandi Júlíusar, gaf það út í gær að dómnum yrði áfrýjað af nokkrum ástæðum og að ákvörðun um áfrýjun hefði verið einföld. Það kom Birni alls ekki á óvart enda „mjög eðlilegt að það sé látið reyna á þetta áfram.“

mbl.is

Innlent »

„Þetta er orðinn alltof langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Það sem Angela Merkel sagði í dag

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:20 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur hafinn í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafin í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »

Innbrot í fyrirtæki í Vesturbæ og Kópavogi

11:39 Morguninn var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þurfti þó að sinna útkalli klukkan níu í morgun vegna innbrots í fyrirtæki í vesturhluta borgarinnar. Þá barst einnig tilkynning um innbrot í fyrirtæki í Kópavoginum. Meira »

Ók upp á fólksbíl á Granda

11:11 Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun þegar kona ók bíl sínum upp á annan fólksbíl. Tvær konur voru í bílnum, asískir ferðamenn, og samkvæmt heimildum mbl.is höfðu þær nýverið tekið bílinn á leigu. Meira »

„Þetta á allt eftir að hrynja“

11:10 „Það eru miklar viðvaranir þarna niður frá vegna brim- og hrunhættu. Það er alltaf þarna eitthvað hrynjandi. Ég hef nú meira að segja lent í því sjálfur að hrunið hafi á mig þegar ég var í lunda,“ segir íbúi í Görðum við Reynisfjöru. Lög­regl­a lokaði í gær aust­asta hluta ­fjörunnar. Meira »
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Arkitektar og verkfræðingar: Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...