130 nemendur brautskráðir frá MH

Melkorka Gunborg Briansdóttir og Kári Arnarsson sem fluttu ávarp fyrir …
Melkorka Gunborg Briansdóttir og Kári Arnarsson sem fluttu ávarp fyrir hönd nýstúdenta við Menntaskólann við Hamrahlíð. Ljósmynd/Menntaskólinn við Hamrahlíð

Í gær voru 130 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af sex námsbrautum. Brautskráðir voru 25 af félagsfræðabraut, 1 af listdansbraut, 8 af málabraut, 25 af náttúrufræðibraut, 70 af opinni braut og 1 af tónlistarbraut. Stúlkur eru í drjúgum meirihluta, þ.e. eru 60% móti 40% pilta.

Sex nemendur voru brautskráðir með ágætiseinkunn á stúdentsprófi, þ.e. vegin meðaleinkunn var yfir 9,00. Að þessu sinni var dúx skólans, Melkorka Gunborg Briansdóttir, með einstakan árangur, þ.e. 9,91 í meðaleinkunn sem er önnur til fjórða hæsta einkunn í sögu skólans en hún lauk jafnframt 281 einingu. Melkorka hlaut auk þess viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í félagsgreinum, sögu og þýsku. Semidúx var Hugi Kjartansson sem útskrifast af opinni braut með áherslu á stærðfræði og íslensku með 9,30 í meðaleinkunn.

Nemendur með ágætiseinkunn voru:
Aróra Erika Luciano og hlaut viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í frönsku.
Kjartan Skarphéðinsson og hlaut hann jafnframt raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík og viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í jarðfræði.
Steinunn Björg Hauksdóttir hlaut viðurkenningu fyrir ágætiseinkunn á stúdentsprófi.
Tristan Ferrua Edwardsson og hlaut hann jafnframt viðurkenningu frá Stærðfræðingafélagi Íslands fyrir ágætan námsárangur í stærðfræði.

Aðrir nemendur sem fengu viðurkenningu voru:
Agata Jóhannsdóttir; jarðfræði 
Anna Soffía Grönholm; líffræði 
Davíð Örn Auðunsson; efnafræði 
Snorri Freyr Vignisson; danska 
Sóley Dúfa Leósdóttir; myndlist 
Valgerður Birna Jónsdóttir; íslenska 
Þorsteinn Sturla Gunnarsson; enska

Ávarp fyrir hönd nýstúdenta fluttu Kári Arnarsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir. Við athöfnina frumfluttu nýstúdentar úr Kór Menntaskólans við Hamrahlíð tónverkið „Kulda“ eftir Iðunni Einarsdóttur sem útskrifaðist frá MH sl. vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert