Skjálfti upp á 3,1 í Bárðarbungu

Á rétt rúmri viku hafa þrír skjálftar yfir 3 að …
Á rétt rúmri viku hafa þrír skjálftar yfir 3 að stærð mælst í Bárðarbungu. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti að stærð 3,1 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli nú skömmu eftir hádegi og mældust nokkrir smærri skjálftar í kjölfarið.

Skjálftinn mældist klukkan 12:16 samkvæmt jarðskjálftavakt Veðurstofu Íslands.

Á rétt rúmri viku hafa þrír skjálftar yfir 3 að stærð mælst í Bárðarbungu, en 18. desember mældist skjálfti að stærð 3,4 og daginn áður mældist skjálfti að stærð 3,6.

mbl.is