Íslandspóstur afskráði ePóst án samþykkis

Íslandspóstur fékk ekki samþykki Samkeppniseftirlitsins áður en ePóstur, dótturfyrirtæki þess, ...
Íslandspóstur fékk ekki samþykki Samkeppniseftirlitsins áður en ePóstur, dótturfyrirtæki þess, var innlimað í móðurfélagið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandspóstur ohf. afskráði ePóst, dótturfyrirtæki sitt, 13. desember síðastliðinn án samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Þar segir jafnframt að eftirlitið eigi eftir að taka afstöðu til þess hvort um brot gegn sátt frá árinu 2017 sé að ræða.

Fjallað var um ePóst í desember þegar greint var frá því að Íslandspóstur lánaði félaginu um 300 milljónir króna en lét lánin ekki bera vexti. Í sátt sem Íslandspóstur gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2017 segir að reikna skuli vexti á lánin en það hyggst Íslandspóstur ekki gera.

Í frétt Fréttablaðsins segir að ef lánin séu látin bera markaðsvexti megi reikna með að tap Íslandspósts af ePósti nemi hátt í hálfum milljarði króna. Samruni félaganna var ákveðinn síðasta sumar en eftirlitsaðilum með sáttinni ekki tilkynnt um samrunann fyrr en fjórum mánuðum síðar.

Segja Íslandspóst þverbrjóta sátt við samkeppnisyfirvöld

Félag atvinnurekenda hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttarinnar þar sem segir að Íslandspóstur haldi áfram að „þverbrjóta sátt sína við samkeppnisyfirvöld með grófum hætti“. 

Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda (FA), að málið sé með miklum ólíkindum. „Íslandspóstur telur sáttina við Samkeppniseftirlitið augljóslega lítils virði. Það vekur furðu okkar hversu svifaseint eftirlitið með fyrirtækinu er af hálfu samkeppnisyfirvalda. Augljós brot liggja í augum uppi - það þarf ekki annað en að kunna að lesa til að átta sig á því.“

Þá segir hann að forsvarsmenn Íslandspósts séu jafnframt uppvísir að ósannindum um samskipti sín við samkeppnisyfirvöld en viðbrögð eftirlitsnefndarinnar og Samkeppniseftirlitsins láti á sér standa. „Eftirlitsnefndin var 18 mánuði að svara annarri kæru FA vegna sáttarinnar, sem sneri að sendibílaþjónustu Póstsins. Það væri fáránlegt ef það tæki samkeppnisyfirvöld jafnlangan tíma að bregðast við í þessu máli,“ segir í tilkynningu FA.

Ólafur segir að með því að koma sér hjá því að reikna vexti á lán ePósts hafi Íslandspóstur falið hið raunverulega tap á fyrirtækinu, sem sé nálægt hálfum milljarði króna.

mbl.is

Innlent »

Vísitala norsk-íslenskrar síldar lækkar

15:47 Vísitala norsk-íslenskrar síldar lækkar um þrjú prósent frá síðustu mælingum, samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegs leiðangurs í Noregshafi og aðliggjandi hafsvæðum sem farinn var í maímánuði. Meira »

„Erfiðasta ætt flugna að rannsaka“

15:45 „Þetta er erfiðasta ætt flugna að rannsaka,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands, um lúsmý. Hann er sannfærður um að lúsmý sé ekki nýr landnemi á Íslandi og telur það hafa verið hér að minnsta kosti í nokkra áratugi. Meira »

Isavia engar skýringar fengið

15:28 Engar skýringar hafa borist til Isavia um það af hverju skandinavíska flugfélagið SAS aflýsti flugferðum sínum til og frá landinu í dag. Þetta segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Meira »

120 milljónir í endurnýjun leiksvæða

15:21 Borgarráð Reykjavíkur hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar að bjóða út framkvæmdir vegna sex opinna leiksvæða í Grafarvogi og Vesturbæ. Um er að ræða endurgerð leiksvæða við Berjarima, Flétturima, Hrísrima, Frostaskjól, Granaskjól og Öldugötu. Meira »

Cyclothon hefst í sjöunda sinn

15:15 Rúmlega 570 keppendur hafa skráð sig til þátttöku í stærstu götuhjólreiðakeppni landsins, WOW Cyclothon, sem hefst annað kvöld þegar einstaklingar og keppendur í Hjólakraftsflokki leggja af stað frá Egilshöll. Meira »

34% styðja orkupakkann - 46% andvígir

14:56 Þeim fjölgar um fjögur prósentustig sem styðja innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins, að því er fram kemur á vef MMR. Stuðningur við orkupakkann mælist nú 34% miðað við 30% í síðustu könnun. Meira »

Skjálfti af stærðinni 4,1 í Bárðarbungu

14:50 Þrír jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust í Bárðarbungu á milli klukkan 13 og 14 í dag, sá stærsti 4,1 að stærð samkvæmt mælingum á vef Veðurstofu Íslands. Hann reið yfir kl. 13:55. Meira »

Opnuðu nýja verslun í Árneshreppi

14:44 Verslun Verzlunarfjelags Árneshrepps á Ströndum var opnuð í dag af Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Fékk Verzlunarfjelagið verkefnastyrk á grundvelli byggðaráætlunar, en styrkir sem slíkir eru veittir til að efla verslun í strjálbýli. Meira »

Ákærður fyrir að ýta lögreglumanni

14:34 Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, en honum er gefið að sök að hafa ýtt lögreglumanni á lögreglustöðinni við Vínlandsleið í Reykjavík í lok júlí í fyrra. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meira »

Meðferð fyrir karla og konur sem beita ofbeldi

13:48 Skrifað var undir samstarfssamning félagsmálaráðuneytisins og Heimilisfriðar í dag. Heimilisfriður er meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Andrés Proppé Ragnarsson sálfræðingur skrifuðu undir samninginn. Meira »

„Nú kemur í ljós enn ein handvömmin“

13:42 Landvernd segir kæru landeigenda Drangavíkur til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vera til marks um ófagleg vinnubrögð sem HS Orka, Vesturverk og Árneshreppur hafa viðhaft í tengslum við Hvalárvirkjun. Eru lífeyrissjóðirnir hvattir til að grípa í taumana, en HS Orka er í eigu þeirra. Meira »

Fagnar lífsmarki FME

13:37 „Ég undrast þennan mikla viðbragðshraða miðað við margt annað sem hefur verið í gangi í okkar samfélagi,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar ákvörðun VR um að afturkalla umboð stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Meira »

Stefnt að því að skattleggja óhollustu

13:36 Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í síðustu viku að skipa starfshóp sem falið verður að innleiða aðgerðaáætlun embættis landlæknis til þess að draga úr sykurneyslu landsmanna. Embættið leggur til auknar álögur á sykurríka óhollustu og lægri álögur á grænmeti og ávexti. Meira »

„Leitar þú að banka?“

13:13 Skilti hefur verið komið upp í anddyri Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem tekið er skilmerkilega fram á enskri tungu að næsta banka megi finna aðeins neðar í Austurstræti. Þetta er gert til þess að fækka óþarfa afgreiðslum starfsmanna dómstólsins. Meira »

Húsbíll brann í Borgarfirði

12:39 Eldur kom upp í húsbíl sem stóð kyrrstæður við þjóðveg 1 í Borgarfirði, nánar tiltekið nærri Galtarholti, núna laust fyrir hádegi. Slökkvilið Borgarbyggðar kom á vettvang og slökkti eldinn. Meira »

Strandaglópur vegna SAS

12:08 Íslandsmeistari í áhaldafimleikum var „aldeilis mættur“ á Keflavíkurflugvöll í morgun þegar hann fékk að vita að ekki yrði flogið. Þetta setur í uppnám ferðalag hans á heimsmeistaramót í Ungverjalandi. Meira »

Gjafakort líklega tapað fé

12:02 Erfitt er að fá eitthvað greitt upp í inneignanótur eða gjafakort frá Tölvuteki sé rekstrarstöðvun félagsins sökum gjaldþrots. „Við höfum í gegnum tíðina varað við gjafakortum einmitt út af þessu. Frekar að gefa peninga eða seðla,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Meira »

Stuðningur við borgarlínu aldrei meiri

11:40 54% landsmanna eru hlynntir borgarlínu en 22% eru andvíg, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Aldrei hafa fleiri Íslendingar verið hlynntir borgarlínu en nú frá því að Maskína hóf mælingar í byrjun árs 2018. Meira »

Landeigendur hafa ekki veitt leyfi

11:25 Landeigendur meirihluta Drangavíkur á ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Er þess farið á leit að nefndin beiti heimild sinni til að stöðva fyrirhugaðar framkvæmdir á meðan fjallað er um málið. Meira »
NUDD FYRIR VELLIÐAN OG SLÖKUN.
veldu lifsgæði. veldu slökun og að láta þer líða vel. pantanir í sima 863 ...
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir stutt frá Reykjavík
Lóðirnar eru í kjarrivaxinni brekku sem veit mót suðri. Frábært útsýni. Heitt va...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...