Fjórar glæpasögur á metsölulista

Arnaldur Indriðason rithöfundur trónir á toppi listans með bók sinni …
Arnaldur Indriðason rithöfundur trónir á toppi listans með bók sinni Stúlkan hjá brúnni. mbl.is/Árni Sæberg

Glæpasögur tróna á toppi bóksölulistans þetta árið en eins og oft áður keppast Yrsa Sigurðardóttir, höfundur Brúðunnar, og Arnaldur Indriðason, höfundur Stúlkunnar hjá brúnni, um fyrsta sætið. Þriðja sætið er einnig skipað glæpasagnahöfundi, Ragnari Jónassyni höfundi Þorpsins. Fjórða glæpasagan nær einnig inn á listann, það er glæpasagan Krýsuvík eftir Stefán Mána. Hún situr í tíunda sæti.

Rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson ná bæði inn á …
Rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson ná bæði inn á listann. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fleiri þekkt nöfn prýða listann, þar á meðal Auður Ava Ólafsdóttir og Hallgrímur Helgason, en athygli vekur að umtöluð barnabók Birgittu Haukdal, Lára fer til læknis, nær inn á listann þrátt fyrir neikvætt umtal. 

Hér er listinn yfir mest seldu bækur ársins 2018 í samantekt Félags íslenskra bókaútgefenda.

Árslistinn 2018 - 20 söluhæstu titlar Bóksölulistans                  

  1. Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason
  2. Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir
  3. Þorpið - Ragnar Jónasson
  4. Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson
  5. Siggi sítróna - Gunnar Helgason
  6. Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir
  7. Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson
  8. Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir
  9. Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason
  10. Krýsuvík - Stefán Máni
  11. Aron - sagan mín - Aron Einar Gunnarsson og Einar Lövdahl
  12. Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson
  13. Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga Gunnarsdóttir
  14. Beint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir
  15. Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur - Þórður Snær Júlíusson
  16. Skúli fógeti - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
  17. Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal
  18. Hvolparnir bjarga jólunum - Hvolpasveitin
  19. Flóra Íslands - Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg, Þóra Ellen Þórhallsdóttir
  20. Henny Hermanns – Vertu stillt! - Margrét Blöndal 

Íslensk skáldverk 

  1. Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason
  2. Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir
  3. Þorpið - Ragnar Jónasson
  4. Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir
  5. Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason
  6. Krýsuvík - Stefán Máni
  7. Lifandilífslækur - Bergsveinn Birgisson
  8. Stormfuglar - Einar Kárason
  9. Svik - Lilja Sigurðardóttir
  10. Ástin, Texas - Guðrún Eva Mínervudóttir
  11. Hið heilaga orð - Sigríður Hagalín Björnsdóttir
  12. Marrið í stiganum - Eva Björg Ægisdóttir
  13. Heklugjá - Ófeigur Sigurðsson
  14. Listamannalaun - Ólafur Gunnarsson
  15. 261 dagur - Kristborg Bóel Steindórsdóttir
  16. Auðna - Anna Ragna Fossberg
  17. Blóðengill - Óskar Guðmundsson
  18. Heiður - Sólveig Jónsdóttir
  19. Útlagamorðin - Ármann Jakobsson
  20. Bókasafn föður míns - Ragnar Helgi Ólafsson                                

Þýdd skáldverk 

  1. Þorsti - Jo Nesbø
  2. Sumar í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny Colgan
  3. Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu - Jenny Colgan
  4. Uppgjör - Lee Child
  5. Dag einn í desember - Joise Silver
  6. Uppruni - Dan Brown
  7. Í nafni sannleikans - Viveca Sten
  8. Alein - Mary Higgins Clark
  9. Dagar höfnunar - Elena Ferrante                             
  10. Kapítóla - E.D.E.N.Southworth     

Ljóð og leikrit          

  1. Sálumessa - Gerður Kristný
  2. Haustaugu - Hannes Pétursson
  3. Hjarta landsins - Ómar Ragnarsson
  4. Vammfirring - Þórarinn Eldjárn
  5. Smáa letrið - Linda Vilhjálmsdóttir
  6. Rof - Bubbi Morthens
  7. Ljóð muna ferð - Sigurður Pálsson
  8. Vetrarland - Valdimar Tómasson
  9. Hryggdýr - Sigurbjörg Þrastardóttir
  10. Dáið er alt án drauma og fleiri kvæði - Halldór Laxness    

Barnabækur - skáldverk

  1. Siggi sítróna - Gunnar Helgason
  2. Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson
  3. Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson
  4. Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga Gunnarsdóttir
  5. Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal
  6. Hvolparnir bjarga jólunum - Hvolpasveitin
  7. Miðnæturgengið - David Walliams
  8. Afmæli hjá Láru - Birgitta Haukdal                           
  9. Fallegu lögin okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson
  10. Jólalögin okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson 

Barna- og ungmennafræði og handbækur          

  1. Steindi í orlofi - Steinþór Hróar Steinþórsson
  2. Vísindabók Villa - Truflaðar tilraunir - Vilhelm Anton Jónsson
  3. Stóra fótboltabókin með Gumma Ben - Guðmundur Benediktsson
  4. 13 þrautir jólasveinanna: Óþekktarormar - Huginn Þór Grétarsson
  5. Brandarar og gátur 3 - Huginn Þór Grétarsson                 
  6. Jólaföndur – Unga ástin mín
  7. Leitið og finnið - Gunnar Kr. Sigurjónsson           
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert